Aðventugleði næstu tvær helgar á tröppum Þjóðleikhússins fyrir gangandi vegfarendur | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Aðventugleði næstu tvær helgar á tröppum Þjóðleikhússins fyrir gangandi vegfarendur

    Boðið verður upp á þrjár skemmtanir á dag næstu tvær helgar fram að jólum þar sem nokkrar ástsælustu persónur Kardemommubæjar ásamt Mikka ref, Ronju ræningjadóttur og Grýla færa gestum og gangandi jólaandann.

    Næstu tvær helgar verður haldin aðventugleði á tröppum Þjóðleikhússins fyrir gesti og gangandi. Nokkrar ástsælar persónur úr Kardemommubænum, þau Bastían bæjarfógeti, Soffía frænka og yngsti ræninginn, hann Jónatan, bjóða leikhúsgestum að hitta sig á torginu framan við Þjóðleikhúsið, ásamt öðrum skemmtilegum leikpersónum eins og Mikka ref og Ronju ræningjadóttur. Og það er eins gott að hafa varann á, því hver veit nema sjálf Grýla láti sjá sig!  Sýningar á aðventugleðinni eru margar yfir daginn til að stuðla að dreifingu áhorfenda og þeir hvattir til að fylgja gildandi nándartakmörkunum.   

    Fjörugar leikpersónur sem eru vanar að valsa um leiksvið Þjóðleikhússins, leika, dansa og syngja fyrir fullum sölum áhorfenda, eru farnar að finna til ákveðins einmanaleika í samkomubanninu! Nokkrar þeirra hafa því ákveðið að kíkja út á tröppur leikhússins við Hverfisgötu um helgar nú í desember, heilsa upp á gesti og gangandi og vekja hinn sanna jólaanda í brjóstum okkar.  

    Höfundur og leikstjóri gleðinnar er Guðjón Davíð Karlsson. Leikarar eru Örn Árnason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Oddur Júlíusson, Hildur Vala Baldursdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Karl Olgeir Olgeirsson sér um tónlistarstjórn.   

    Aðventugleðin verður sýnd á laugardögum og sunnudögum, kl. 14, 15 og 16, síðustu tvær helgarnar fyrir jól. Fyrsta sýningin verður laugardaginn 12. desember. Við alla framkvæmd er að sjálfsögðu gætt ýtrustu varúðarráðstafana, í samræmi við tilmæli sóttvarnaryfirvalda og stuðlað er að dreifingu áhorfenda á svæðinu framan við leikhúsið. 



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!