Back to Top
Uncategorized | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Browsing "Uncategorized"

    Drottningin sem kunni allt nema …

    okt 3, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Drottningin sem kunni allt nema … er sýnd í Bæjarbíói. 

    Drottningin sem kunni allt nema … er klukktíma löng, fjörug, fyndin, kósí og kjánaleg, krútt sýning með dásamlegum lögum og leikhústöfrum fyrir börn.
    Bambalína drottning fær boð um að opna leikskóla og þar sem drottningar fá mjög sjaldan að leika sér vill hún endilega þekkjast boðið. Hún og Kalli aðstoðarmaður ásamt hundinum Snúllu þurfa svolítið að drífa sig því opnunin á að vera klukkan tólf. Ná þau í tæka tíð þó að Bambalína þurfi að borða, klæða sig og … að gera við hestakerru? Alveg sjálf! Og hvað er höfundurinn að þvælast með í leikritinu? Og hvað er það sem drottningin kann ekki???  
    Leikritið er byggt á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason og Rán Flygenring sem kom út árið 2019 og var valin barnabók ársins af Morgunblaðinu.
    Gaflaraleikhúsið hefur á síðustu árum sett upp fjölda barnaverka sem hafa slegið í gegn eins og Mömmu klikk, Langelstur að eilífu og Jól á náttfötunum. Drottningin sem kunni allt nema … er sýnd í Bæjarbíói. 

    Leikarar: Halla Karen Guðjónsdóttir, Ásgrímur
    Gunnarsson, Gunnar Helgason.
    Höfundar leikgerðar: Leikhópurinn og Björk
    Jakobsdóttir
    Leikstjóri: Björk Jakobsdóttir
    Búningar og leikmynd: Embla Vigfúsdóttir
    Teikningar og grafík: Rán Flygenring
    Tónlist: Máni Svavarsson
    Lýsing: Agnar Hermannsson 

    Sýningin er styrkt af sviðslistasjóði og Hafnarfjarðarbæ

    Deleríum búbónis

    okt 1, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Sígild perla aftur á svið í Borgarleikhúsinu!

    Jólin eru á næsta leiti og Ægir Ó. Ægis forstjóri og mágur hans Jafnvægismálaráðherrann sjá fram á stórgróða vegna einkaleyfis þeirra á innflutningi á jólatrjám og ávöxtum. En það er í mörg horn að líta hjá forstjórahjónunum Ægi og Pálínu. Frumsýning á ballettinum Djákninn á Myrká stendur fyrir dyrum í Iðnó, kostaður af forstjóranum, þar sem Guðrún dóttir þeirra fer með aðalhlutverkið. Pálína þráir ekkert heitar en að mæta á frumsýninguna á bílnúmerinu R-9, enda eru það bara plebbar sem eiga hærra bílnúmer. Dægurlagahöfundurinn Leifur og atómskáldið Unndór Andmar takast á um ástir Guðrúnar. Sigga sviðsmaður vonar að sýningin hrynji ekki öll í gröf djáknans. Mælirinn gengur hjá leigubílstjóranum Gunnari Hámundarsyni, og hinn slóttugi Einar í Einiberjarunni reynist erfiður ljár í þúfu. Þegar skip Ægis og ráðherrans með öllum herlegheitum jólanna er sett í sóttkví vegna skæðs faraldurs – Deleríum búbónis – þurfa mágarnir að taka á öllum sínum spillingarráðum.

    Deleríum búbónis er ein af perlum íslensks leikhúss, dásamlegur gamansöngleikur með pólitísku biti, fullur af sígildum lögum bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona.

    Ekki málið

    sep 26, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Mayenburg þríleiknum lokað!

    Simone er rafeindavélfræðingur, nýkomin heim úr viðskiptaferð til Ítalíu með yfirmanni sínum. Hún er með gjöf handa eiginmanni sínum, Erik, sem hefur að vanda sinnt búi og börnum á meðan hún hefur verið í burtu og reynt þess á milli að einbeita sér að þýðingum sínum fyrir bókaforlagið sem hann vinnur hjá. Erik hikar við að opna pakkann. Er kannski eitthvað annað sem fylgir þessari gjöf? En hvað ef það væri Erik sem væri að koma heim úr viðskiptaferð og Simone hefði verið heima að sinna fjölskyldulífinu? Væri þá eitthvað á annan veg?

    Ekki málið er einstaklega vel skrifað og eldfimt verk þar sem er fjallað af einstöku næmi og húmor um samskipti kynjanna, hina hálu framabraut, barnauppeldi og tærandi afbrýðisemi.

    Leikritið er heimsfrumsýnt á Íslandi og nú er það hið virta leikskáld sjálft, Marius von Mayenburg, sem leikstýrir.

    6. sýning – umræður eftir sýningu. 
    7. sýning – textun á ensku og íslensku.

    Kveikjumerking (e. Trigger Warning): Sjá nánar um viðvaranir vegna umfjöllunarefnis leiksýninga og notkunar tæknibúnaðar hér.

    Marius von Mayenburg leikstýrir eigin verki í Þjóðleikhúsinu.

    Mayenburg-hátíð í október og nóvember

    Þjóðleikhúsið efnir til Mayenburghátíðar í október og nóvember og sýnir öll verkin. Fyrir þau sem vilja upplifa allar sýningarnar á sama degi er boðið upp á Mayenburgveislu laugardaginn 28. október. Fram að þeim degi verður boðið upp á þétta sýningadagskrá á Ekki málið en í kjölfarið stakar sýningar á eftirfarandi dögum á fyrri verkunum tveimur, auk sýninga á Ekki málið:

    Palli var einn í heiminum

    sep 22, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Palli var einn í heiminum verður sýnt í Hörpunni.

    Ný íslensk leikgerð byggð á einni þekktustu barnabók heims. Bókin kom fyrst út árið 1942 og hefur ætíð síðan notið gífurlegra vinsælda og komið út á yfir 40 tungumálum og selst í milljónum eintaka. Nú birtist Palli í fyrsta skiptið á íslensku leiksviði. Söguna þarf vart að kynna en hún segir frá stráknum Palla sem vaknar og áttar sig á því að hann er einn í heiminum. Það rennur hinsvegar fljótt upp fyrir honum að það er fátt skemmtilegt í lífinu þegar maður hefur engan til að vera með…

    Frábær leikhúsupplifun fyrir fjölskyldur á öllum aldri.

    Höfundur bókar: Jens Sigsgaard
    Leikari: Ólafur Ásgeirsson
    Leikgerð & leikstjórn: Bjarni Haukur Þórsson
    Tónlist & leikhljóð: Frank Hall
    Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir
    Grafík: Steinar Júlíusson
    Framleiðandi: Íslenska leikhúsgrúppan ehf.

    Uppsetningin er gerð í samvinnu við fjölskyldu Jens Sigsgaard og Gyldendal Forlag Danmark Aps. 

    Með Guð í vasanum

    sep 21, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Ásta upplifir sig í blóma lífsins þótt hún glími við ýmis veikindi og erfiðleika sem fylgja hækkandi aldri. Ekki bætir úr skák að hjartkær einkadóttirin þvælist dálítið fyrir henni og er hreint út sagt óþolandi stjórnsöm á köflum. Þegar Ásta mætir sínum stærstu áskorunum er gott að eiga öflugan bakhjarl í Guði – ekki síst þar sem segja má að Ásta sé með hann gjörsamlega í vasanum, eða hvað? Það kemur svo í ljós að Guð þarf að láta hendur standa fram úr ermum í þeim miklu breytingum sem standa fyrir dyrum í lífi Ástu.

    María Reyndal sló rækilega í gegn með verkinu Er ég mamma mín? sem gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í þrjú leikár. Hér er hún komin með nýtt verk, að þessu sinni um Ástu og samferðafólk hennar – lífs og liðið og baráttu mannsandans við að sleppa tökunum. Með Guð í vasanum einkennist af hlýju og leiftrandi húmor enda hefur María einstakt lag á að fjalla á grátbroslegan en heiðarlegan hátt um mannleg samskipti. Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer fyrir einvala liði leikara í þessari fallegu sýningu.

    Pabbastrákar í Tjarnarbíó

    sep 20, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Pabbastrákar er nýtt íslenskt gamanleikrit þar sem nostalgía sígildra sólarlandaferða Íslendinga er sett á svið
    Það er sumarið 2007 og lífið er ljúft. Leiðir tveggja ólíkra karlmanna tvinnast saman á ströndum Playa Buena. Fjölskyldufaðirinn Ólafur hefur þaulskipulagt fríið til að styrkja tengslin við fjarlægan táningsson sinn. Allt fer úr skorðum þegar hann ruglast á töskum við sveimhugann Hannes, sem er á Playa Buena í allt öðrum erindagjörðum. Í þessari sólstrandarflækju þurfa tveir pabbastrákar að fóta sig í heimi kvartbuxna, krampa og karaoke-bara.
    Hákon Örn Helgason meðlimur grínhópsins VHS og Helgi Grímur Hermannsson einn höfunda How to Make Love to a Man leiða saman hesta sína í verkinu, þar sem kómísku ljósi er varpað á sambönd sona og feðra.

    ATHUGIÐ AÐ ÖLL SVIÐSVERK ERU SÝND Í STUTTAN TÍMA Í TJARNARBÍÓ

    Höfundar og flytjendur: Hákon Örn Helgason og Helgi Grímur Hermannsson
    Tónlist og flutningur: Andrés Þór Þorvarðarson
    Dramatúrg og meðhöfundur: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
    Leikmynd og búningar: Aron Martin Ásgerðarson
    Ljósahönnun: Magnús Thorlacius
    Plakat & hönnun: Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir
    Framkvæmdastjórn: Sverrir Páll Sverrisson
    Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði.

    Hugleikur – Uppistands eitthvað

    sep 6, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Hugleikur Dagsson mætir með nýtt uppistand í Tjarnarbíó.

    Hugleikur Dagsson er kominn aftur heim eftir langa veru í húmorslausasta landi heims, Þýskalandi. Hann á svo mikið af nýju efni að hann er hreinlega að springa . Þegar spurður um titil sýningarinnar sagði Hugleikur ,,Ekki hugmynd-uppistands eitthvað“ og sá titill stendur enn enda mun hann fara um víðan völl í uppistandi sínu.. Hugleikur mun fá alls kyns grínara til að hita upp fyrir hverja sýningu. Þetta verður eitthvað rosalegt. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá Hugleik á sviði á Íslandi loksins!

    Madame Tourette í Þjóðleikhúsinu

    sep 6, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Madame Tourette verður í Þjóðleikhúsinu í september.

    Kvöld með Elvu Dögg er öllum ógleymanlegt, bæði upplýsandi og óborganlega skemmtilegt! 

    Madame Tourette er uppistandseinleikur sem hefur hlotið einróma lof en þar fjallar Elva Dögg á óvæginn og meinfyndinn hátt um fötlun sína og kjör öryrkja á Íslandi. Elva Dögg hefur jafnan vakið athygli fyrir einstakan húmor sinn og dirfsku við að opinbera þau áhrif sem alvarleg Touretteröskun hefur á líf hennar, jafnt einkalíf, félagslíf, kynlíf og afkomu. Kvöld með Elvu Dögg er öllum ógleymanlegt, bæði upplýsandi og óborganlega skemmtilegt!

    Þjóðleikhúsið í samstarfi við Undur og stórmerki

    Þjóðleikhúsið frumsýnir Ást Fedru eftir Söruh Kane

    ágú 31, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Ást Fedru eftir Söruh Kane verður frumsýnt í Kassanum föstudaginn 9. september.

    Þjóðleikhúsið frumsýnir Ást Fedru eftir Söruh Kane í Kassanum föstudaginn 9. september en það er jafnframt frumflutningur verksins á Íslandi. Í aðalhlutverkum eru Margrét Vilhjálmsdóttir,

     sem snýr aftur á svið Þjóðleikhússins eftir nær tíu ára fjarveru, og Sigurbjartur Sturla Atlason. Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir verkinu, og er það frumraun hennar í Þjóðleikhúsinu. Sarah Kane er eitt áhrifamesta breska samtímaleikskáldið. 

    Sarah Kane (1971-1999) er eitt áhugaverðasta leikskáld síðari tíma og verk hennar höfðu afgerandi áhrif á leikritun í heiminum og eru orðin sígild. Þau hafa í senn heillað fólk og gengið fram af því, eru hrá, hugvitssamleg, fyndin og full af sprengikrafti. Leikritið Ást Fedru er nú frumflutt á íslensku leiksviði. 

    Ást Fedru er byggt á goðsögninni um drottninguna Fedru sem verður ástfangin af stjúpsyni sínum Hippolítosi, með skelfilegum afleiðingum. Verkið talar beint inn í samtímann og veltir upp ágengum spurningum um ofbeldi, mörk, sannleika, þrá, fyrirlitningu og aðdráttarafl myrkursins. 

    Margrét Vilhjálmsdóttir gengur nú á ný til liðs við Þjóðleikhúsið, í hlutverki Fedru. Aðrir leikarar eru Sigurbjartur Sturla Atlason, Þuríður Blær Hinriksdóttir, Hallgrímur Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson.

    Leikstjóri er Kolfinna Nikulásdóttir en hún nálgast gróteskan efniviðinn á ferskan hátt og varpar óvæntu ljósi á fegurð mannskepnunnar í kraftmikilli uppfærslu. Kolfinna leikstýrði meðal annars óperunni KOK og er höfundur leikritsins The Last Kvöldmáltíð.

    Sund

    ágú 29, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Sund er frumsýnt 31. ágúst í Tjarnarbíói

    Í fyrsta sinn í Tjarnarbíói: Sundlaug á sviði! SUND er sjónrænt, gamansamt og blautt leikverk sem fjallar um sundmenningu okkar Íslendinga. Hvað hlerum við í sundi? Hvers vegna eru túristar alltaf með handklæði á bakkanum og hvað gerist eiginlega í kvöldsundi? Í verkinu SUND sjáum við tónlistarmann, dansara og leikara bregða sér í hlutverk sundgesta og gefa okkur súrrealíska innsýn inn í musteri íslenskrar menningar, sundlaugina.

    Höfundur og leikstjóri: Birnir Jón Sigurðsson
    Tónskáld: Friðrik Margrétar-Guðmundsson
    Leikmynd- og búningar: Kristinn Arnar Sigurðsson
    Ljósahönnuður: Fjölnir Gíslason
    Framleiðandi: Kara Hergils, MurMur Productions
    Flytjendur:
    Andrean Sigurgeirsson
    Erna Guðrún Fritzdóttir
    Eygló Hilmarsdóttir
    Friðrik Margrétar-Guðmundsson
    Kjartan Darri Kristjánsson
    Þórey BirgisdóttirVerkefnið er styrkt af Sviðslistarsjóði.

    Síður:«1...10111213141516...98»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!