Brúðumyndir um Bakkabræður fyrir netsjónvarp | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Brúðumyndir um Bakkabræður fyrir netsjónvarp

    Bakkabræður eru mættir á Youtube.

    Kómedíuleikhúsið hefur gert fjórar bráðfjörugar og ævintýralegar brúðumyndir um Bakkabræður fyrir netsjónvarp. Þeir bræður á Bakka eru án efa þekktustu bræður á Íslandi og víst er að margir sjá sjálfan sig í þeim. Góður hópur listamanna kemur að myndunum. Brúðumeistari er Marsibil G. Kristjánsdóttir, brúðuleikari er Elfar Logi Hannesson, Diddú eða Sigrún Hjálmtýsdóttir er hinn syngjandi sögumaður og flytur hinar kunnu Bakkabræðravísur Jóhannesar úr Kötlum. Tónlistin er samin af Birni Thoroddsyni, gítarleikara með meiru.

    Hið vestfirska fyrirtæki Haraldsson Prod. sá um framleiðslu og kvikmyndatöku. Það var Byggðastofnun sem lagði leikhúsinu lið við að koma bræðrunum á Bakka á netið.

    Sjá má allar myndirnar hér að neðan

    Veiðiferðin og jarðaförin
    Gluggalausi bærinn
    Fótabaðið
    Tunglið og herskipið


    loading

    Takk fyrir að skrá þig!