Benedikt búálfur | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Benedikt búálfur

    Leikfélag Sauðárkróks sýnir Benedikt búálf.

    Benedikt búálf þekkja vel flestir, um er að ræða einn allra þekktasta
    barnasöngleik þjóðarinnar og skemmtilegt ævintýri eftir Ólaf Gunnar
    Guðlaugsson með grípandi lögum og tónlist sem Þorvaldur Bjarni
    Þorvaldsson gerði og söngtextar eftir Andreu Gylfadóttir og Karl Ágúst
    Björnsson.

    Sýningin var fyrst sett upp á Íslandi árið 2002 í leikstjórn Gunnars
    Gunnsteinssonar. Síðan hefur hún margoft verið sett upp út um allt land,
    þar á meðal hjá Leikfélagi Akureyrar. Nú er komið að því að Leikfélag
    Sauðárkróks takist á við þetta stóra verkefni og hafa þau verið síðasta
    mánuðinn að æfa og undirbúa sýningar.

    Verkið fjallar á ævintýralegan hátt um baráttu góðs og ills. Dídí
    mannabarn fer með Benedikt búálfi til Álfheima þar sem uppnám ríkir
    vegna þess að dökkálfarnir, undir stjórn Sölvars súra, eru búnir að ræna
    Tóta tannálfi sem hefur í för með sér afdrífaríkar afleiðingar.

    Leikstjóri sýningarinnar er Gunnar Björn Guðmundsson. Hann er
    margreyndur leikstjóri sem hefur leikstýrt á fjórða tug leiksýninga víða
    um land. Eins hefur hann verið iðinn við kvikmyndagerð en hann
    leikstýrði Áramótaskaupinu árin 2009-2012. Ásamt því leikstýrði hann
    kvikmyndunum Astrópíu, Gauragangi og Ömmu Hófí. Gunnar Björn hefur
    aðallega fengist við grín og barnaefni á sínum langa leikstjóraferli.

    Leikfélag Sauðárkróks er eitt elsta áhugamannaleikfélag landsins og
    hefur í mörg ár sýnt leiksýningar við góðan orðstír. Það verður engin
    svikinn á að kíkja í álfaheim hjá Benedikt búálfi og vinum hans á
    Króknum.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!