desember | 2022 | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Archive from desember, 2022

  Hvíta tígridýrið

  des 29, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
  Hvíta tígrisdýrið er nýtt íslenskt ævintýraverk sem verður frumsýnt 7. janúar nk. í Borgarleikhúsinu.

  Nýtt íslenskt barna- og ævintýraverk um þrjú börn sem finna óvænt hugrekki til að mæta hættum sem leynast í skuggunum.

  Hvíta tígrisdýrið er nýtt íslenskt barnaverk eftir Bryndísi Ósk Þ. Ingvarsdóttur. Verkið fjallar um Gírastúlkuna, Klakadrenginn og Ósýnilegu stúlkuna, þrjú börn sem búa uppi á háalofti undir ógnarstjórn Konunnar með kjólfaldinn. Þeim hefur verið talin trú um að veröldin fyrir utan sé hættuleg og ekki bætir úr skák að Hvíta tígrisdýrið fylgist með hverri hreyfingu úr skuggunum. Fæstar fjölskyldur eru fullkomnar og fullorðnir þykjast stundum mega koma fram við börn eins og þeim hentar, en hvað gerist þegar börnin svara fyrir sig? Hvíta tígrisdýrið er dularfullt ævintýraverk um þrjú börn sem finna óvænt hugrekki til að mæta hættum sem leynast í skuggunum. 

  Hvíta tígrisdýrið er sett upp af leikhópnum Slembilukku í samstarfi við Borgarleikhúsið. Verkið er fantasíuverk í anda bóka á borð við Harry Potter, A Series of Unfortunate Events og Bláa hnattarins og hefur skýra vísun í þekkt ævintýraminni. Sjónheimur verksins ber einnig sterk einkenni fantasíubóka. Auk þess að skrifa verkið hannar Bryndís einnig búninga og leikmynd. Leikstjóri er Guðmundur Felixsson og leikarar í verkinu eru Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Jökull Smári Jakobsson, Laufey Haraldsdóttir og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, sem snýr aftur á svið eftir 12 ára pásu. Eygló Höskuldsdóttir Viborg semur tónlist og hljóðmynd, Magnús Thorlacius er aðstoðarleikstjóri og Ragnheiður Maísól Sturludóttir er framkvæmdarstjóri. 

  Sýningin er fyrir gesti frá sex ára aldri en hentar einnig þeim allra hugrökkustu undir sex ára. Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði, Launasjóði listamanna og Borgarsjóði. 

  Mátulegir

  des 22, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
  Þessir herramenn verða mátulegir í Borgarleikhúsinu.

  Til er kenning um að áfengismagn í líkama mannskepnunnar sé í raun hálfu prómilli undir æskilegum mörkum. Áfengi hefur fylgt manninum frá örófi alda, þótt opna hugann, liðka fyrir samræðum og kynda undir sköpunargáfunni en getur jafnframt verið hættulegt og eyðileggjandi afl. 

  Í Mátulegum ákveða fjórir menntaskólakennarar á miðjum aldri að gera tilraun til að sannreyna kenninguna um að manneskjan sé fædd með of lítið áfengismagn í blóðinu – þeir eru lífsleiðir, staðnaðir í starfi og á góðri leið með að sigla einkalífinu í strand. 

  Getur verið að áfengi sé í raun svarið við vandamálum þeirra, svarið við lífsgátunni? Mátulegir er grátbroslegt verk um leitina að lífsneistanum, lífsfyllingunni og þá refilstigu sem sú leit getur leitt mann á. Verkið er sviðsútgáfa Thomas Vinterberg af kvikmynd hans DRUK sem unnið hefur til fjölda verðlauna.

  Ellen B.

  des 16, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
  Ellen B. er heimsfrumsýning á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg .

  Spennuþrungið, eldfimt og einstaklega vel skrifað verk sem talar beint inn í samtíma okkar

  Stórviðburður í evrópsku leikhúsi: Heimsfrumsýning á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews, leikmynd og búningar eftir hina virtu Ninu Wetzel.

  Mögnuð leikaraveisla

  Unnur Ösp Stefánsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir og Benedikt Erlingsson fara með hlutverk þriggja persóna sem hittast eina kvöldstund í heimahúsi. Samskiptin snúast fljótt upp í martraðarkennda viðureign, með grimmilegum ásökunum á báða bóga, þar sem enginn er óhultur og sannleikurinn smýgur stöðugt undan. Undir liggja ágengar spurningar um valdajafnvægi og trúnaðartraust í nánum samböndum, mörkin milli atvinnu og einkalífs, lygina og sannleikann – og ásakanir, hvort sem þær eru falskar eða sannar, eða málin flóknari en svo.

  Erlent listafólk í fremstu röð gengur til liðs við Þjóðleikhúsið

  Þjóðleikhúsið stendur fyrir stórviðburði í íslensku leikhúslífi á Stóra sviðinu – heimsfrumsýningu á glænýjum þríleik eftir Marius von Mayenburg, sem talinn er eitt merkasta núlifandi leikskáld Evrópu. Hinn heimsþekkti leikstjóri Benedict Andrews leikstýrir tveimur verkanna, Ellen B. og Ex, á leikárinu 2022-23 og Marius von  Mayenburg mun sjálfur leikstýra því þriðja, Alveg sama, haustið 2023. Nina Wetzel gerir leikmynd og búninga fyrir þríleikinn. Það er mikill fengur fyrir íslenska leikhúsgesti og listafólk að fá þetta virta leikhúslistafólk til samstarfs. Leikritin eru framúrskarandi vel skrifuð og fjalla um ástina og valdið í samtímanum, nútímafólk og nándina, af nístandi hreinskilni og kolsvörtum húmor. Bitastæð hlutverkin eru öll í höndum stórleikara.

  Magnús Geir Þórðarson, Marius von Meyenburg, Nina Wetzel og Benedict Andrews

  Benedict Andrews hefur sett upp rómaðar og margverðlaunaðar sýningar í virtustu leikhúsum heims, meðal annars í Þýskalandi, Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum. Í leikhúsi, óperu og kvikmyndum hefur hann leikstýrt heimsfrægu listafólki og á Íslandi er hann áhorfendum að góðu kunnur fyrir Grímuverðlaunasýningarnar Lé konung og Macbeth.

  Marius von Mayenburg er eitt stórvirkasta og beittasta leikskáld Evrópu í dag. Verk hans hafa verið þýdd á fleiri en þrjátíu tungumál og sett upp í leikhúsum víða um heim, auk þess sem hann hefur leikstýrt eigin verkum og annarra. Hann starfaði lengi sem dramatúrg við hið virta leikhús Schaubühne í Berlín í heimalandi sínu, Þýskalandi og hefur sett þar upp leiksýningar. Leikrit hans Sá ljóti, Stertabenda, Bæng! Og Eldfés hafa verið leikin hér á landi.

  Nina Wetzel er einn eftirsóttasti leikmynda- og búningahöfundurinn á meginlandi Evrópu um þessar mundir. Hún hefur starfað með leikstjórum í fremstu röð og unnið fyrir virt leikhús, óperuhús og leiklistarhátíðir víða um lönd. Hún er einn af nánustu samverkamönnum Thomasar Ostermeier við Schaubühne-leikhúsið.

  loading

  Takk fyrir að skrá þig!