Hvíta tígridýrið | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Hvíta tígridýrið

    Hvíta tígrisdýrið er nýtt íslenskt ævintýraverk sem verður frumsýnt 7. janúar nk. í Borgarleikhúsinu.

    Nýtt íslenskt barna- og ævintýraverk um þrjú börn sem finna óvænt hugrekki til að mæta hættum sem leynast í skuggunum.

    Hvíta tígrisdýrið er nýtt íslenskt barnaverk eftir Bryndísi Ósk Þ. Ingvarsdóttur. Verkið fjallar um Gírastúlkuna, Klakadrenginn og Ósýnilegu stúlkuna, þrjú börn sem búa uppi á háalofti undir ógnarstjórn Konunnar með kjólfaldinn. Þeim hefur verið talin trú um að veröldin fyrir utan sé hættuleg og ekki bætir úr skák að Hvíta tígrisdýrið fylgist með hverri hreyfingu úr skuggunum. Fæstar fjölskyldur eru fullkomnar og fullorðnir þykjast stundum mega koma fram við börn eins og þeim hentar, en hvað gerist þegar börnin svara fyrir sig? Hvíta tígrisdýrið er dularfullt ævintýraverk um þrjú börn sem finna óvænt hugrekki til að mæta hættum sem leynast í skuggunum. 

    Hvíta tígrisdýrið er sett upp af leikhópnum Slembilukku í samstarfi við Borgarleikhúsið. Verkið er fantasíuverk í anda bóka á borð við Harry Potter, A Series of Unfortunate Events og Bláa hnattarins og hefur skýra vísun í þekkt ævintýraminni. Sjónheimur verksins ber einnig sterk einkenni fantasíubóka. Auk þess að skrifa verkið hannar Bryndís einnig búninga og leikmynd. Leikstjóri er Guðmundur Felixsson og leikarar í verkinu eru Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Jökull Smári Jakobsson, Laufey Haraldsdóttir og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, sem snýr aftur á svið eftir 12 ára pásu. Eygló Höskuldsdóttir Viborg semur tónlist og hljóðmynd, Magnús Thorlacius er aðstoðarleikstjóri og Ragnheiður Maísól Sturludóttir er framkvæmdarstjóri. 

    Sýningin er fyrir gesti frá sex ára aldri en hentar einnig þeim allra hugrökkustu undir sex ára. Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði, Launasjóði listamanna og Borgarsjóði. 



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!