mars | 2017 | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Archive from mars, 2017

Lokasýning um páskana

mar 31, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

núnóogjúnía stor

Núnó og Júnía – Þau kenndu heiminum að sjá

Ný fjölskyldusýning hlaðin töfrum og spennu

„Sérðu mig? Ég sé mig ekki.“

Núnó og Júnía gerist í fjarlægri framtíð í landinu Kaldóníu. Hinn ungi Núnó er mesta afreksmanneskjan í Kaldóníu og fyrirmynd allra íbúa landsins í hreysti og dugnaði. Mottó Núnós er að gera betur, gera enn betur og toppa það svo. Í Kaldóníu er ekkert pláss fyrir þá sem ekki ekki standa sig og falla ekki í mótið. Einn daginn hrynur veröld Núnós þegar hann uppgötvar að hluti af honum er orðinn ósýnilegur! Hann er hefur veikst af „Þokunni“, hinni illvígu plágu sem ógnar Kaldóníu og íbúum þess. Núnó verður að leyna því að hann sé kominn með „þokuna“ því annars verður hann numin af brott af þokusveitinni. Núnó hefst handa við að leita sér lækningar áður en hann verður „þokunni“ að bráð og verður alveg ósýnilegur! Hjálpin berst honum úr óvæntri átt og ferðalagið verður til þess að Núnó kynnist sjálfum sér og heiminum alveg upp á nýtt.

Núnó og Júnía er nýtt íslenskt leikrit fyrir börn og unglinga úr smiðju Sigrúnar Huldar Skúladóttur og Söru Martí Guðmundsdóttur. Þær eru einnig höfundar leikgerðar Pílu Pínu sem sló rækilega í gegn á síðasta leikári. Sara Martí leikstýrði jafnframt uppsetningunni og hefur fengið til liðs við sig stóran hluta þess listræna teymis sem skapaði undraheim Pílu í sviðsetningu MAk í Hamraborg. Núnó og Júnía verður mikið sjónarspil hlaðið leikhústöfrum og sjónhverfingum. Tónlistarmaðurinn margrómaði, Íkorni, semur tónlistina í verkinu. Núnó og Júnía er einn af mörgum viðburðum í metnaðarfullri dagskrá MAk fyrir ungt fólk og börn. Sérstakur styrktaraðili sýningarinnar er Sparisjóður Höfðhverfinga. Við kunnum honum þakkir fyrir að styðja við framleiðslu á metnaðarfullum viðburði fyrir fjölskyldur á norðurlandi.

Leikarar: Alexander Dantes Erlendsson, Bjarni Snæbjörnsson og Dominque Gyða Sigrúnardóttir
Höfundar: Sigrún Huld Skúladóttir og Sara Martí Guðmundsdóttir
Leikstjóri: Sara Martí Guðmundsdóttir
Lýsing: Ingi Bekk
Leikmynd : Brynja Björnsdóttir
Búningar : Íris Eggertsdóttir
Hreyfingar: Katrín Mist Haraldsdóttir
Tónlist: Stefán Örn Gunnlaugsson (Íkorni)
Myndband: Ragnar Hansson

Húsið

mar 31, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

húsið stor

Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Hvað er fjölskylda? Hvað er heimili? Áhrifamikið og óvenjulegt verk.

Þjóðleikhúsið sýnir hið merka og óvenjulega verk Guðmundar Steinssonar Húsið, sem aldrei áður hefur verið sett á svið.

Páll og Inga eru vel stæð hjón sem eiga þrjá syni. Fjölskyldan flytur inn í nýtt og glæsilegt einbýlishús. Hjónin njóta þess að sýna vinum sínum nýja heimilið, en smám saman kemur í ljós að í húsinu stóra ráða ókennileg öfl sem þau mega sín lítils gegn. Fjarlægðin milli foreldranna og barnanna eykst, óboðnir gestir gera vart við sig og heimilið virðist vera varnarlaust.

Húsið er óvenjulegt verk, gætt miklum áhrifamætti. Á upplausnartímum í heiminum, þar sem við okkur blasir örvæntingarfull leit þjakaðs fólks að samastað, spyr það áleitinna spurninga um hverjir mega búa hvar. Guðmundur Steinsson (1925-1996) er eitt helsta leikskáld Íslendinga. Hann var framsækinn og metnaðarfullur höfundur og þekktustu verk hans, Sólarferð og Stundarfriður, öðluðust miklar vinsældir. Þjóðleikhúsið hefur áður sýnt eftirtalin leikrit Guðmundar: Forsetaefnið, Sólarferð (tvívegis), Stundarfrið, Garðveislu, Brúðarmyndina, Stakkaskipti og Lúkas.

Höfundur: Guðmundur Steinsson
Leikstjórn: Benedikt Erlingsson
Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson

Leikarar: Kristbjörg Kjeld, Hilmir Snær Guðnason, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Ingvar E. Sigurðsson, Þórir Sæmundsson og fleiri

Sýnt á Stóra sviðinu.

Lokasýning á Illsku

mar 31, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

illska stór

Agnes er ástfangin af Ómari sem er ástfanginn af Agnesi sem er ástfangin af Arnóri sem er ísfirskur nýnasisti.

Illska er ástarsaga úr Íslandi nútímans. Hárbeitt ádeila á stefnur og strauma í íslensku þjóðfélagi og veltir upp spurningum sem erfitt er að spyrja, og enn erfiðara að svara.

Getum við setið hjá á meðan heimurinn breytist? Verðum við að gæta bræðra okkar og systra? Erum við að sofna aá verðinum? Hvað verður um þrjú hundruð þúsund manna þjóð ef landamærin opnast og við dembum okkur á bólakaf í fjölmenningarþjóðfélag 21. aldarinnar? Lifir íslensk menning, þjóð og tunga það af?

Óskabörn ógæfunnar er sjálfstætt starfandi leikhópur sem kom eins og ferskur blær inn í íslenskt leikhúslíf árið 2012. Sýningar hópsins hafa alla jafnan vakið mikla athygli fyrir hugrekki og nýstárleika.

Eiríkur Örn Norðdahl (1978) er einn framsæknasti höfundur sinnar kynslóðar og hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín, bæði ljóð og skáldsögur.

Illska hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012 og bóksalar kusu hana bestu skáldsögu ársins. Einnig fékk hún tilnefningu
til Bókmenntaverðlauna Norðurlandanna 2013.

 

Tímaþjófurinn

mar 31, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

tímaþjófurinn stor

Einstakt verk um ástina – um óslökkvandi þrá, höfnun og missi

„Una Þorleifsdóttir hefur sýnt undanfarin ár að hún er einn af okkar færustu leikstjórum og er Tímaþjófurinn fullkomið dæmi um hvernig hægt er að aðlaga eitt listaverk og skapa úr því nýtt verk sem getur staðið eitt og sér og á sínum eigin forsendum.“

Hin vel ættaða, sjálfsörugga og glæsilega Alda Ívarsen, tungumálakennari við Menntaskólann í Reykjavík, sem ætíð hefur boðið heiminum byrginn, reynist varnarlaus þegar ástin loks grípur hana fyrir alvöru, óvænt og miskunnarlaust.

Steinunn Sigurðardóttir er einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar. Skáldsaga hennar Tímaþjófurinn hefur átt miklum vinsældum að fagna bæði hér heima og erlendis frá því hún kom út árið 1986. Nú birtist verkið í fyrsta sinn á leiksviði.

Einstakt skáldverk um leynilegt ástarævintýri, höfnun og missi, og þá sársaukafullu þráhyggju sem ást í meinum getur orðið. Verk sem er skrifað af djúpum mannskilningi og meitluðum húmor.

„Vígvöllur ástarinnar er áþreifanlegur í þessu flotta verki og það má með sanni segja að skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur fái það rými sem hún á skilið á sviði Þjóðleikhússins.“

Í uppsetningu Unu Þorleifsdóttur öðlast skáldsaga Steinunnar nýtt líf á leiksviðinu á einstakan og hrífandi hátt. Samspil texta, tónlistar og sviðshreyfinga skapar margslunginn heim ástar, höfnunar og þráhyggju.

Boðið er upp á umræður eftir 6. sýningu þriðjudagskvöldið 4. apríl.

Vísindasýning Villa

mar 31, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

Visindasyning_Villa stor

Villi og Vala bregða á leik með tilraunaglösin sín á Litla sviði Borgarleikhússins, gera ótrúlegar uppgötvanir og útskýra fyrir okkur mögnuð fyrirbæri úr heimi vísindanna. Hvað er rafmagn? Hvað er hljóð? Hvað er blóð og bein?

Öll börn þekkja Vísinda-Villa og uppátæki hans í sjónvarpinu. Villi hefur oft bjargað sjálfum sér og vinum sínum úr vanda með alls konar uppfinningum enda hefur hann brennandi áhuga á vísindum. Uppáhaldsspurningin hans er: „Af hverju?“

Nú stígur Vísinda-Villi á svið Borgarleikhússins í fyrsta sinn og fer með áhorfendur í æsispennandi ferðalag um heim vísindanna.  Með honum er hún Vala sem hefur ráð undir rifi hverju og fer létt með að leysa óyfirstíganleg vandamál. Ekkert er þeim óviðkomandi hvort sem um er að ræða svarthol, atóm, köngulær, tré, blóð, heimspeki eða stjörnuhimininn svo eitthvað sé nefnt. Þau gera tilraunir og útskýra hluti, fá út óvæntar niðurstöður og spyrja spurninga sem engum hefði dottið í hug að spyrja – hvað þá að fá svör við!

Úr gagnrýni um Vísindasýningu Villa:

“Villi kemur inn með þennan rafmagnsgítar, er mikill töffari og nær salnum strax með sér” – SB. Kastljós.

“Hann er mjög skemmtilegur skemmtikraftur” – SB. Kastljós.

,,Það er mikið sprell í þessu og fjör” – SB. Kastljós.

,,… sýningin er leiftrandi skemmtileg fyrir flesta aldurshópa”  TÓ. Starafugl.

,,Vilhelm Anton naglbítur Jónsson og Vala Kristín leikkona Eiríksdóttir fara bæði á kostum í þessari sýningu”  – TÓ. Starafugl.

,,… fjölhæfur listamaður og hlýr sem nær áhorfendum á sitt band frá fyrsta lagi” – SJ. Fréttablaðið.

,,… góð kómísk tímasetning Völu og smitandi einlægni Villa blandast skemmtilega saman” – SJ. Fréttablaðið.

,,Vilhelm Anton Jónsson er einn þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að gera vísindin aðgengileg og áhugaverð fyrir krakka” – SHB. Morgunblaðið.

Aukasýningar á Hún pabbi

mar 31, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

hunpabbi-stor

Í nútímasamfélagi eru fjölmörg tækifæri til þess að framleiða „hina fullkomnu“ útgáfu af sjálfum þér. Í veröld internets og samfélagsmiðla er auðvelt að stilla upp glansmynd af eigin sjálfi, laust við erfiðleika, skömm og – kannski sannleika. En það er líka til fólk sem þorir ekki að lifa eftir sannfæringu sinni og framleiðir ímynd sína alla ævi. Ástæður geta verið margar; skömm, ótti eða jafnvel einhvers konar „tillitssemi“ í garð sinna nánustu. Óttinn við að særa og verða öðrum til skammar. Hannes Óli Ágústsson, leikari, upplifði aldrei nánd við föður sinn. Í æsku öfundaði hann leikfélagana af sambandi þeirra við feður sína. Hannes vildi bara „venjulegan pabba“ en faðir hans var fjarlægur þrátt fyrir að vera til staðar. Innst inni vissi Hannes að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Dag einn breyttist allt. Pabbi hans lét sig einfaldlega hverfa og varð Anna Margrét Grétarsdóttir, þá 57 ára gömul. Hún tilkynnti eiginkonu sinni til 30 ára og börnum sínum tveimur að hún væri í raun ekki sá sem þau héldu öll þessi ár. Hún var ekki Ágúst Már, heldur Anna Margrét.
Missir, sorg og söknuður blöstu við. Líf þeirra var lygi. Á sama tíma krefst samfélagið þess að aðstandendur styðji ástvini sína, styðji hann – styðji hana – og hjálpi henni að takast á við lífið á nýjan leik.

Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning

Úr gagnrýni: 

„Ógleymanlegt“ SJ. Fréttablaðið

„Afhjúpandi sýning sem er í senn sorgleg, hjartnæm og bráðfyndin“ SJ. Fréttablaðið

„Ótrúlega fyndin og skemmtileg“ SB. Kastljós

„Ótrúlega falleg“ BL. Kastljós

„Hvað eftir annað grípur maður beinlínis andann á lofti frammi fyrir kúnst lýsingarinnar.“ MK. Víðsjá

„Hún pabbi miðlar einlægum vilja og viðleitni til að skilja þann sem lifað hefur lífinu í felum af skömm og ótta við að særa aðra og verða þeim mögulega til skammar. Boðskapur sýningarinnar er bæði skýr og fal- legur; þorum að standa með sjálfum okkur og vera sú manneskja sem við erum.“  SBH. Mbl

 

Blái hnötturinn

mar 31, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

blaihnotturinn-stor

Lengst úti í geimnum búa ótal börn sem fullorðnast ekki. Enginn skipar þeim fyrir verkum. Þau sofa þegar þau eru þreytt, borða þegar þau eru svöng og leika sér þegar þeim dettur í hug. Kvöld eitt birtist stjarna á himnum sem fellur til „jarðar“ með miklum látum.

Í reyknum mótar fyrir skuggalegum verum og þá hefst hættulegt ævintýri sem leiðir börnin um dimma skóga, djúpa dali og loftin blá. Reynir þá á vináttu og ráðsnilld barnanna sem aldrei fyrr. Blái hnötturinn er mikilvægt og hugmyndaríkt ævintýri, þar sem brýnt er fyrir fólki að sýna réttlæti og mannúð og um leið er það viðvörun að hlaupa ekki eftir innantómu stuði. Síðast en ekki síst er það ábending um að varðveita æskuna í sjálfum sér og öðrum.

Leikritið hefur farið sigurför um heiminn frá því það var frumsýnt árið 2001 og unnið til fjölda verðlauna. Þau Bergur Þór og Kristjana Stefánsdóttir taka Bláa hnöttinn í faðminn, semja söngtexta og tónlist og hafa fundið tuttugu og þrjú hæfileikarík börn til að taka þátt í sýningunni.

Úr gagnrýni 

„Það er unun að horfa á Bláa hnöttinn í Borgarleikhúsinu!“ DK. Hugras.is

„Þetta var fögur upplifun. Og það er sérstakt fagnaðarefni hvað við eigum ólýsanlegan fjársjóð í börnunum okkar, svo óendanlega hæfileikaríkum og örlátum á þá hæfileika.“ SA. tmm.is 

„Björn Stefánsson leikur Gleði-Glaum af verulega óþægilegri innlifun. Látæði hans, fimi, lifandi svipbrigði og einstök snerpa gerðu hann ósjálfrátt að þeim senuþjófi sem hann á auðvitað að vera.“ SA. tmm.is

„Gunnar Hrafn og Guðríður voru dásamleg í aðalhlutverkunum“ SA. tmm.is

„Börnin voru öll ótrúlega góð.“ SA. tmm.is

„Einn af hápunktunum var söngatriði Björgvins Inga Ólafssonar í hlutverki Örvars, sem söng eins og engill um geisla sólarinnar“ SBH. Mbl ★ ★ ★ ★

Maður sem heitir Ove

mar 31, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

madurinnsemheitirove-stor

Bráðfyndinn og nístandi sænskur einleikur um sorg og gleði, einangrun og nánd.

Hinn 59 ára gamli Ove er reglufastur nákvæmnismaður sem að mati annarra íbúa úthverfisins er óþolandi smámunasamur og skapillur. En að mati hans sjálfs eiga hlutirnir einfaldlega að vera eins og þeir eiga að vera. Þegar ólétt kona að nafni Parvaneh flytur með fjölskyldu sína í götuna er eins og Ove byrji að missa tökin á öllu.

Einleikurinn Maður sem heitir Ove er byggður á samnefndri skáldsögu sem notið hefur mikilla vinsælda.

MammaMia snýr aftur eftir smá hlé

mar 31, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

mammamia stór

Yfir 54 milljónir manna um allan heim hafa hrifist með og fallið fyrir persónum, sögu og rífandi fjörugri tónlist ABBA í söngleiknum heimsfræga MAMMA MIA. Enn fleiri hafa séð bíómyndina með Meryl Streep í aðalhlutverki en sagan segir frá einstæðri móður sem undirbýr brúðkaup einkadóttur sinnar. Forvitni dótturinnar ungu um uppruna sinn verður til þess að hún býður á laun þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaupið í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Nú eru góð ráð dýr; feðurnir vilja allir eiga dótturina og móðirin þarf að horfast í augu við skrautlega fortíð sína – úr verður syngjandi skemmtilegur tilfinningarússíbani fyrir alla viðstadda.

Forsalur Borgarleikhússins opnar kl 18:30 fyrir sýningar þar sem tónlist, kokteilar og glæsilegur leikhúsmatseðill er. Þörf er að panta sumt af matseðli með dagsfyrirvara. Sjá nánar hér 

Unnur Ösp Stefánsdóttir tekst hér á við einn frægasta söngleik allra tíma með einvala hóp listamanna sér við hlið. Saman bjóða þau okkur uppá ómótstæðilega gleðisprengju, sannkallaða stórsýningu sem hrífur unga sem aldna!

Catherine Johnson (1957) er breskur leikrita- og handritshöfundur, best þekkt fyrir handrit sitt að kvikmyndinni og söngleiknum Mamma mia sem farið hefur sigurför um heiminn.

ABBA (1972) var sænsk popphljómsveit sem sló í gegn um allan heim á áttunda áratugnum. Hljómplötur þeirra eru með söluhæstu hljómplötum allra tíma.

Úr gagnrýni:

„Sýningin er alveg með ólíkindum fagleg og flott.“ SA – tmm.is

„dúndurfjör frá upphafi til enda“ HA. Kastljós

„Stórkostlegt“ HA. Kastljós

Núnó og Júnía

mar 26, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

núnóogjúnía stor

Núnó og Júnía – Þau kenndu heiminum að sjá

Ný fjölskyldusýning hlaðin töfrum og spennu

„Sérðu mig? Ég sé mig ekki.“

Núnó og Júnía gerist í fjarlægri framtíð í landinu Kaldóníu. Hinn ungi Núnó er mesta afreksmanneskjan í Kaldóníu og fyrirmynd allra íbúa landsins í hreysti og dugnaði. Mottó Núnós er að gera betur, gera enn betur og toppa það svo. Í Kaldóníu er ekkert pláss fyrir þá sem ekki ekki standa sig og falla ekki í mótið. Einn daginn hrynur veröld Núnós þegar hann uppgötvar að hluti af honum er orðinn ósýnilegur! Hann er hefur veikst af „Þokunni“, hinni illvígu plágu sem ógnar Kaldóníu og íbúum þess. Núnó verður að leyna því að hann sé kominn með „þokuna“ því annars verður hann numin af brott af þokusveitinni. Núnó hefst handa við að leita sér lækningar áður en hann verður „þokunni“ að bráð og verður alveg ósýnilegur! Hjálpin berst honum úr óvæntri átt og ferðalagið verður til þess að Núnó kynnist sjálfum sér og heiminum alveg upp á nýtt.

Núnó og Júnía er nýtt íslenskt leikrit fyrir börn og unglinga úr smiðju Sigrúnar Huldar Skúladóttur og Söru Martí Guðmundsdóttur. Þær eru einnig höfundar leikgerðar Pílu Pínu sem sló rækilega í gegn á síðasta leikári. Sara Martí leikstýrði jafnframt uppsetningunni og hefur fengið til liðs við sig stóran hluta þess listræna teymis sem skapaði undraheim Pílu í sviðsetningu MAk í Hamraborg. Núnó og Júnía verður mikið sjónarspil hlaðið leikhústöfrum og sjónhverfingum. Tónlistarmaðurinn margrómaði, Íkorni, semur tónlistina í verkinu. Núnó og Júnía er einn af mörgum viðburðum í metnaðarfullri dagskrá MAk fyrir ungt fólk og börn. Sérstakur styrktaraðili sýningarinnar er Sparisjóður Höfðhverfinga. Við kunnum honum þakkir fyrir að styðja við framleiðslu á metnaðarfullum viðburði fyrir fjölskyldur á norðurlandi.

Leikarar: Alexander Dantes Erlendsson, Bjarni Snæbjörnsson og Dominque Gyða Sigrúnardóttir
Höfundar: Sigrún Huld Skúladóttir og Sara Martí Guðmundsdóttir
Leikstjóri: Sara Martí Guðmundsdóttir
Lýsing: Ingi Bekk
Leikmynd : Brynja Björnsdóttir
Búningar : Íris Eggertsdóttir
Hreyfingar: Katrín Mist Haraldsdóttir
Tónlist: Stefán Örn Gunnlaugsson (Íkorni)
Myndband: Ragnar Hansson

Síður:12»
loading