mars | 2017 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from mars, 2017

    Vísindasýning Villa

    mar 19, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Visindasyning_Villa stor

    Aukasýning þann 19. mars kl. 15:00. Villi og Vala bregða á leik með tilraunaglösin sín á Litla sviði Borgarleikhússins, gera ótrúlegar uppgötvanir og útskýra fyrir okkur mögnuð fyrirbæri úr heimi vísindanna. Hvað er rafmagn? Hvað er hljóð? Hvað er blóð og bein?

    Öll börn þekkja Vísinda-Villa og uppátæki hans í sjónvarpinu. Villi hefur oft bjargað sjálfum sér og vinum sínum úr vanda með alls konar uppfinningum enda hefur hann brennandi áhuga á vísindum. Uppáhaldsspurningin hans er: „Af hverju?“

    Nú stígur Vísinda-Villi á svið Borgarleikhússins í fyrsta sinn og fer með áhorfendur í æsispennandi ferðalag um heim vísindanna.  Með honum er hún Vala sem hefur ráð undir rifi hverju og fer létt með að leysa óyfirstíganleg vandamál. Ekkert er þeim óviðkomandi hvort sem um er að ræða svarthol, atóm, köngulær, tré, blóð, heimspeki eða stjörnuhimininn svo eitthvað sé nefnt. Þau gera tilraunir og útskýra hluti, fá út óvæntar niðurstöður og spyrja spurninga sem engum hefði dottið í hug að spyrja – hvað þá að fá svör við!

    Úr gagnrýni um Vísindasýningu Villa:

    “Villi kemur inn með þennan rafmagnsgítar, er mikill töffari og nær salnum strax með sér” – SB. Kastljós.

    “Hann er mjög skemmtilegur skemmtikraftur” – SB. Kastljós.

    ,,Það er mikið sprell í þessu og fjör” – SB. Kastljós.

    ,,… sýningin er leiftrandi skemmtileg fyrir flesta aldurshópa”  TÓ. Starafugl.

    ,,Vilhelm Anton naglbítur Jónsson og Vala Kristín leikkona Eiríksdóttir fara bæði á kostum í þessari sýningu”  – TÓ. Starafugl.

    ,,… fjölhæfur listamaður og hlýr sem nær áhorfendum á sitt band frá fyrsta lagi” – SJ. Fréttablaðið.

    ,,… góð kómísk tímasetning Völu og smitandi einlægni Villa blandast skemmtilega saman” – SJ. Fréttablaðið.

    ,,Vilhelm Anton Jónsson er einn þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að gera vísindin aðgengileg og áhugaverð fyrir krakka” – SHB. Morgunblaðið.

     

    Óþelló – Lokasýning

    mar 14, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    othello-stor

    Óþelló – allra síðasta sýning á föstudaginn, 17. mars. Gísli Örn og Vesturport takast á nýjan leik á við Shakespeare, í fyrsta sinn frá hinni feykivinsælu sýningu Rómeó og Júlía. Ný þýðing Hallgríms Helgasonar í uppfærslu þar sem samkeppni, metorðagirnd, slagsmál og ástir skapa kraftmikla leikhúspplifun.

    Vesturport hefur nú fengið Hallgrím Helgason aftur til liðs við sig og leggur til atlögu við eitt tilfinningaþrungnasta verk Shakespeares. Eldheitt ástarsamband Óþellós við Desdemónu gerir hann varnarlausan gegn nístandi afbrýðisemi.

    Ný uppfærsla þar sem samkeppni, metorðagirnd, slagsmál og ástir skapa kraftmikla leikhúsupplifun í anda hinna vinsælu sýninga Vesturports.

    Leikritið er sett upp á 400 ára ártíð Shakespeares.

    Höfundur: William Shakespeare
    Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson
    Leikmynd: Börkur Jónsson
    Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Aldís Amah Hamilton, Arnmundur Ernst Backman, Björn Hlynur Haraldsson, Guðjón Davíð Karlsson, Ólafur Egill Egilsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og fleiri.

    Sýnt á Stóra sviðinu

    Vísindasýning Villa

    mar 3, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Visindasyning_Villa stor

    Villi og Vala bregða á leik með tilraunaglösin sín, gera ótrúlegar uppgötvanir og útskýra fyrir okkur mögnuð fyrirbæri úr heimi vísindanna. Hvað er rafmagn? Hvað er hljóð? Hvað er blóð og bein?

    Öll börn þekkja Vísinda-Villa og uppátæki hans í sjónvarpinu. Villi hefur oft bjargað sjálfum sér og vinum sínum úr vanda með alls konar uppfinningum enda hefur hann brennandi áhuga á vísindum. Uppáhaldsspurningin hans er: „Af hverju?“

    Nú stígur Vísinda-Villi á svið Borgarleikhússins í fyrsta sinn og fer með áhorfendur í æsispennandi ferðalag um heim vísindanna.  Með honum er hún Vala sem hefur ráð undir rifi hverju og fer létt með að leysa óyfirstíganleg vandamál. Ekkert er þeim óviðkomandi hvort sem um er að ræða svarthol, atóm, köngulær, tré, blóð, heimspeki eða stjörnuhimininn svo eitthvað sé nefnt. Þau gera tilraunir og útskýra hluti, fá út óvæntar niðurstöður og spyrja spurninga sem engum hefði dottið í hug að spyrja – hvað þá að fá svör við.

    Aðstandendur Höfundar: Vilhelm Anton Jónsson, Vala Kristín Eiríksdóttir og Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri: Vignir Rafn Valþórsson  | leikmynd & búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir  | lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson  | Tónlist: Vilhelm Anton Jónsson  | leikgervi: Margrét Benediktsdóttir  | leikarar: Vilhelm Anton Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir

    Vera og vatnið

    mar 3, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    veraogvatnið stor

    Vera og vatnið er barnasýning eftir hópinn Bíbí & Blaka um veruna Veru. Við fylgjumst með tilraunum hennar og upplifunum í veðri og vindum.

    Sýningin er sýnd í Tjarnarbíói og er ætluð börnum á aldrinum eins til fimm ára, og fjölskyldum þeirra. Sýningin er 25 mínútur að lengd. Við sýningartíma bætist leikstund þar sem börnin fá að skoða leikmyndina og hitta veruna Veru.

    Bíbí og blaka er fyrsti íslenski danshópurinn sem að einblínir sérstaklega á að vinna dansverk fyrir börn. Fyrri sýningar hópsins, Skýjaborg og Fetta Bretta, hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda. Sýningin Skýjaborg hlaut m.a. Menningarverðlaun DV og samtals 5 tilnefningar til sviðslistaverðlauna Grímunnar. Sýningarnar hafa nú verið sýndar hátt í 100 sinnum í leikhúsum og leikskólum hérlendis, sem og erlendis.

    Höfundar: Bíbí & blaka hópurinn
    Dans: Tinna Grétarsdóttir
    Flutningur: Snædís Lilja Ingadóttir
    Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir
    Sviðsmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir

    Frumsýning!

    mar 3, 2017   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    úti að aka stor

    Á laugardaginn frumsýnir Borgarleikhúsið farsann Úti að aka eftir Ray Cooney.

    Úti að aka er farsi eins og þeir gerast bestir. Jón Jónsson, leigubílstjóri, er ekki allur þar sem hann er séður; hann á tvær eiginkonur, þær Guðrúnu í Hafnarfirði og Helgu í Mosfellsbæ. Guðrún veit ekki af Helgu og Helga hefur ekki hugmynd um Guðrúnu og Jón brunar sæll og glaður milli bæjarfélaga til að sinna báðum heimilum. En Adam var ekki lengi í Paradís! Börnin hans, af sitt hvoru hjónabandinu, kynnast fyrir slysni á Facebook og plana stefnumót. Til að afstýra stórslysi kokkar Jón upp fjarstæðukenndan lygavef þar sem enginn veit lengur hvað snýr upp og hvað niður. Á endanum er ekki ljóst hver hefur leikið á hvern eða hver er í rauninni úti að aka.

    Höfundurinn Ray Cooney er farsælasta gamanleikjaskáld samtímans. Borgarleikhúsið hefur áður sýnt verk hans við gríðarlegar vinsældir og metaðsókn, Viltu finna milljón, Nei, ráðherra! og Beint í æð! Gísli Rúnar Jónsson íslenskaði og staðfærði öll verkin við afbragðs viðtökur.

    Í Úti að aka er einvala hópur leikara undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar.

    Síður:«12
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!