Archive from september, 2016
Sóley Rós ræstitæknir
Sóley Rós er 42 ára mamma, amma, eiginkona og skúringakona.
„Þú veist ekkert hvernig líkaminn á mér virkar. Það stendur ekki í neinni bók.”
Verkið er byggt á viðtölum við raunverulega íslenska hvunndagshetju sem hefur átt lygilegt lífshlaup, hefur kynnst mótlæti og sárum missi sem hver sem er gæti kiknað undan.
Sóley Rós er einstök persóna. Hún er Bjartur í Sumarhúsum, hún er Þóra í Hvammi.
Meinfyndið og grátbroslegt verk um samtímann sem tekur á mikilvægum málefnum sem allir hafa skoðanir á og varða okkur öll.
Höfundar leikverks: María Reyndal og Sólveig Guðmundsdóttir.
Leikarar: Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson
Leikstjórn: María Reyndal
Ljósa – og sviðshönnun: Egill Ingibergsson
Myndbönd: Pierre Alain Giraud
Búningar: Margrét Einarsdóttir
Tónlist: Úlfur Eldjárn
Hár og förðun: Diego Batista
Framkvæmdastjórn: María Heba Þorkelsdóttir

Lærðu að fljúga! Lifandi og skemmtilegt ævintýri fyrir yngstu áhorfendurnar og fjölskyldur þeirra.
No words. Perfect for guests of any language. With live music.
Fjaðrafok er nýtt verk ætlað börnum frá 1 árs aldri. Verkið er samstarfsverkefni Bíbí & Blaka og írska sirkúsflokksins Fidget Feet. Þessir hópar sameinast nú í fyrsta sinn og vinna nýja blöndu af loftfimleikum og samtímadansi sérstaklega ætlaða yngstu kynslóðinni.
Fjaðrafok fjallar um tvo fuglsunga, en fylgst er með þeim frá því að þeir klekjast út úr egginu sínu og leiðum þeirra til að ná færninni til að fljúga af stað.
Fljúgandi dansarar og lifandi tónlist munu bjóða yngstu börnunum og aðstandendum þeirra upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun!
Að sýningu lokinni er börnum boðið upp á svið til að rannsaka heim unganna og kanna eigin flughæfileika.
Listrænir stjórnendur: Chantal McCormick og Tinna Grétarsdóttir
Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir og Jym Daly
Sviðsmynd: Guðný Hrund Sigurðardóttir
Búningar: Gemma Morris
Ljós: Pauric Hackett
Flytjendur og meðhöfundar: Katla Þórarinsdóttir, Aisling Ní Cheallaigh og Jym Daly.
Framleitt af Fidget Feet og Bíbí & Blaka í samvinnu við Riverbank Arts Center í Newbridge, Írlandi.

Árið er 1982. Sjómannadagurinn er framundan. Það er barist í Palestínu og Bubbi Morthens túrar með Egó um landið til þess að kynna nýjustu plötu sveitarinnar: Breyttir tímar. Ungur drengur hefur verið sendur í fóstur til barnlausra hjónaleysa vestur á fjörðum. Konan tekur drengnum opnum örmum en tilfinningar mannsins eru flóknari og ekki líður á löngu þar til líf hjónanna umturnast. Veruleiki drengsins og hjónaleysanna virðist á einhvern undarlegan hátt hanga saman. Hver er þessi drengur og til hvers er hann kominn? Leikritið er leikur með tíma og rými, og gerir bjargarleysi og útskúfun að meginviðfangsefni sínu.
Bjarni Jónsson hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Grímuverðlaunin, Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin auk þess sem hann hefur verið tilnefndur í tvígang til Norrænu leikskáldaverðlaunanna.

Ungleikur er sjálfstæður leikhópur ungskálda og ungra leikara. Á hverju ári endurnýja þau leikhópinn og hafa því allir á aldrinum 16-25 möguleika á því að komast í Ungleik.
Nú leitar Ungleikur af leikverkum. Ef þú vilt sjá leikverk eftir þig á sviði þá er Ungleikur fullkominn vettvangur fyrir það. Leikverkin mega vera 7-15 bls. Skilafrestur er 9. september. Verkin skulu sendast á ungleikur@gmail.com.
Í dómnefnd er Þorvaldur S. Helgason, Hrafnhildur Hagalín og Guðmundur Felixsson.

Yfir 54 milljónir manna um allan heim hafa hrifist með og fallið fyrir persónum, sögu og rífandi fjörugri tónlist ABBA í söngleiknum heimsfræga MAMMA MIA. Enn fleiri hafa séð bíómyndina með Meryl Streep í aðalhlutverki en sagan segir frá einstæðri móður sem undirbýr brúðkaup einkadóttur sinnar. Forvitni dótturinnar ungu um uppruna sinn verður til þess að hún býður á laun þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaupið í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Nú eru góð ráð dýr; feðurnir vilja allir eiga dótturina og móðirin þarf að horfast í augu við skrautlega fortíð sína – úr verður syngjandi skemmtilegur tilfinningarússíbani fyrir alla viðstadda.
Forsalur Borgarleikhússins opnar kl 19 fyrir sýningar þar sem tónlist, kokteilar og glæsilegur leikhúsmatseðill er. Þörf er að panta sumt af matseðli með dagsfyrirvara. Sjá nánar hér
Unnur Ösp Stefánsdóttir tekst hér á við einn frægasta söngleik allra tíma með einvala hóp listamanna sér við hlið. Saman bjóða þau okkur uppá ómótstæðilega gleðisprengju, sannkallaða stórsýningu sem hrífur unga sem aldna!
Catherine Johnson (1957) er breskur leikrita- og handritshöfundur, best þekkt fyrir handrit sitt að kvikmyndinni og söngleiknum Mamma mia sem farið hefur sigurför um heiminn.
ABBA (1972) var sænsk popphljómsveit sem sló í gegn um allan heim á áttunda áratugnum. Hljómplötur þeirra eru með söluhæstu hljómplötum allra tíma.
Úr gagnrýni:
„Sýningin er alveg með ólíkindum fagleg og flott.“ SA – tmm.is
„dúndurfjör frá upphafi til enda“ HA. Kastljós
„Stórkostlegt“ HA. Kastljós

Nýr söngleikur, byggður á metsölubókum Einars Kárasonar um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum og drauma, sorgir og sigra stórfjölskyldu Karólínu spákonu.
Djöflaeyjan er heillandi saga um lítríkar persónur, vináttu, ástir, vonir og þrár sem gerist á miklum umbrotatímum í íslensku samfélagi.
Fjörug og skemmtileg ný tónlist frá Memfismafíunni!
Þjóðleikhúsið í samstarfi við Baltasar Kormák
Umræður eftir 6. sýningu – laugardaginn 17. september.
Opið hús í Borgarleikhúsinu verður laugardaginn 3. september kl. 13:00-16:00. Hægt verður að fara í skoðurnarferðir um húsið, sýnt verður atriði úr MAMMA MIA!, þú getur kíkt á æfingar, Villi vísindamaður og Lalli töframaður verður á staðnum. Boðið verður uppá rjúkandi vöfflur og margt fleria verður í boði. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.