apríl | 2015 | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Archive from apríl, 2015

  Sýning um INUK

  apr 30, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  Inúk leikhusSÝNING UM INUK opnuð á laugardaginn í forsal Þjóðleikhússins.

  Þjóðleikhúsið minnist þess að á þessu ári eru liðin 40 ár frá því að sýningu Þjóðleikhússins INÚK – MAÐURINN var boðið á leiklistarhátíðir víða um heim.

  Frumsýningin á Íslandi var árið 1974, en sýningar urðu alls 231 næstu fjögur árin og áhorfendafjöldi samtals 51.401. Sýningarnar erlendis urðu 109 talsins, í 36 borgum í 29 þjóðlöndum, fyrir 28.772 áhorfendur. Á 65 ára afmælisári Þjóðleikhússins vill leikhúsið minnast sigurgöngu INÚKS með sýningu þar sem gefur að líta brot af sögu sýningarinnar, ljósmyndir, búninga, muni og sjónvarpsmynd Brynju Benediktsdóttur um tilurð sýningarinnar og Grænlandsferð hópsins.

  Brynja Benediktsdóttir var leikstjóri sýningarinnar og Haraldur Ólafsson skráði textann. Leikarar í sýningunni voru, auk Brynju, Kristbjörg Kjeld, Helga E. Jónsdóttir, Ketill Larsen og Þórhallur Sigurðsson.

  Endatafl

  apr 26, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  endatafl stórFöstudaginn 1. maí verður Endatafl eftir Samuel Beckett frumsýnt í Tjarnarbíó í þýðingu Árna Ibsens. Leikstjóri verksins er Kristín Jóhannesdóttir, Sigurður Pálsson er dramatúrg. Búninga sér Þórunn María Jónsdóttir um og förðun er í höndum Kristínar Thors. Leikarar eru Þorsteinn Backmann, Þór Tulinius, Harpa Arnardóttir og Stefán Jónsson.

  Fjórar persónur lokaðar inni í byrgi. Eru þetta endalok jarðlífsins? Það er augljóst að mikið liggur undir. Allt lífið.

  „Það er fátt jafn hlægilegt og óhamingjan. Hún er það hlægilegasta í heiminum,“ segir ein þeirra. Í þessu tragíkómíska verki Samuels Beckett eru harðstjórn og undirgefni í stöðugu samspili.

  Spyrja má hvort taflmennska Becketts felist ekki í því að horfast í augu við smákónginn og þrælinn sem leynist innra með honum sjálfum og reyndar hverjum og einum. Þess vegna snertir þetta verk okkur öll.

  Endatafl er annað frægasta leikrit Nóbelskáldsins írska, Samuels Beckett, tvímælalaust eins áhrifamesta leikskálds tuttugustu aldarinnar. Hitt verkið er Beðið eftir Godot.

  Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík.

  Blíðfinnur

  apr 25, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  Bliðfinnur-2015-1024x768Leikfélag Sólheima sýnir Blíðfinn í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum. Leikritið byggir á tveimur fyrstu bókum Þorvalds Þorsteinssonar.

  Aðalpersónan er drengurinn Blíðfinnur og fjallar sagan um ævintýraför hans þar sem hann rekst á marga kynlega kvisti og einkennileg fyrirbæri. Bækur Þorvaldar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og fengið barnabókaverðlaun. Þorvaldur skrifaði einnig Skilaboðaskjóðuna sem sýnd var á Sólheimum árið 2013. Reynir Pétur Steinunnarson Sólheimabúi samdi tónlistina í verkinu sem hann mun flytja með dyggri aðstoð. Eins mun hann leika frumsamda tónlist sína fyrir sýningar.    

  Með leikstjórn verksins fer Þórný Björk Jakobsdóttir.

  Frumsýning verður að venju á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl kl 15:00.

  Sýningar eru eftirfarandi:   

  Laugardagur 25. apríl kl 16:00.

  Sunnudagur  26. apríl kl 15:00.

  Laugardagur 2. maí kl 15:00.

  Sunnudagur 3. maí kl 15:00 – lokasýning.

  Miðasala er í síma 847 5323.

   

  Gunnella Hólmarsdóttir starfar við sitt allra helsta áhugamál!

  apr 24, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

  Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
  Ég er 32 ára leikkona, lærð í Kaupmannahöfn. Gift, 2 barna móðir. Reykjavíkurmær sem elskar kaffi, súkkulaði og nýja skó. Ég var að klára að frumsýna Moulin Rouge í uppsetningu NFS. Þar sem ég sá um að skrifa handritið, íslenska söngtexta og leikstýra.
   
  Í hvaða stjörnumerki ertu?
  Á mörkum nauts og tvíbura.
   
  Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
  Ég ætlaði að verða dansari, tannlæknir, leikari, tómstundafræðingur eða leikstjóri. Ég er búin með helminginn 😉
   
  Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
  Minn helsti kostur og galli er þrjóskan.
   
  Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
  Ítölsk sjávarrétta pizza.
   
  Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
  Ég man það ekki! Það eina sem ég hef séð seinustu mánuði er Moulin Rouge. En næst á dagskrá er að fara að sjá Hystory. Get ekki beðið.
   
  Hvaða áhugamál áttu þér?
  Ég á eiginlega of mörg áhugamál. Þannig að ég næ aldrei að sinna þeim öllum eins mikið og ég vildi. En ætli dans og að breyta gömlu í nýtt sé ekki þau helstu. Annars er ég svo heppin að fá að starfa við mitt allra helsta áhugamál.
   
  Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
  Ætli ég hlusti ekki mest á íslenska tónlist. Annars er eins og ég sé föst í einhverri fortíðar þrá. Ég hlusta mun meira á gamla tónlist en nýja. Fátt skemmtilegra en að ramba á gömul lög frá unglingsárunum.
   
  Hvað fer mest í taugarnar á þér?
  Þegar símar hringja á leiksýningum.
   
  Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
  Snæfellsnes. Elska að vera nálægt jöklinum og finna kraftinn frá fjöllunum og sjónum.
   
  Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
  Ég bjó í Kaupmannahöfn í 6 ár svo þar á ég marga uppáhalds staði. Einnig er lítil ísbúð í Novellara á ítalíu þar sem heimsins besti ís fæst. Get ekki sleppt því að nefna hana.
   

  HRAÐASPURNINGAR

  Flytja til London eða New York?
  London.
   
  Eiga hund eða kött?
  Hund.
   
  Borða heima heima eða úti daglega?
  Himea.
   
  Finnst þér betra að vinna á morgnanna eða kvöldin?
  Kvöldin.
   
  Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
  Vín.
   
  Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
  Sjónvarp.
   
  Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
  Andlit.
   
  Veldu: Sturtu eða bað?
  Bað.
   
  Veldu: RÚV eða Stöð 2?
  Rúv.
   
  Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
  Kröftug.
   
  Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
  Endilega kíkið í heimsókn í Moulin Rouge og sjáið stórkostlega hæfileikaríkt ungt fólk takast á við frábært verk um magnaða karaktera sem gerðu sitt besta til að upplifa listina og þá list að elska.
   

  MACHO MAN & SAVING HISTORY

  apr 23, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  Machoman Midi2Macho Man & Saving History eftir Katrínu Gunnarsdóttur, verða sýnd í Tjarnarbíó 3.maí kl 20:00. Bæði verkin skoða „lánaða“ líkama en á ólíkan hátt. Flytjendur eru Katrín Gunnarsdóttir og Saga Sigurðardóttir.

  Macho Man er sólóverk fyrir danslistakonuna Sögu Sigurðardóttur. Kafað er ofan í sveitta undirheima bardagaíþrótta, Macho dansstíla og fitness keppna. Sýningin er afrakstur vinnustofu á dansverkstæðinu og er styrkt af Hlaðvarpanum, menningarsjóði kvenna.

  Saving History er útgangspunkturinn persónuleg danssaga Katrínar síðustu 15 árin og þá sérstaklega samband hennar við lánað efni frá öðrum danshöfundum. Verkið var frumsýnt við frábærar viðtökur á Reykjavík Dance Festival í ágúst 2014 og verður sýnt á danshátíð í Sviss núna í maí.Verkið er styrkt af Reykjavíkurborg og Dansverkstæðinu.

  Verkið er styrkt af Reykjavíkurborg og Dansverkstæðinu.

  Katrín Gunnarsdóttir lærði dans við Listaháskóla Íslands og kóreógrafíu við ArtEZ listaháskólann í Hollandi. Eftir útskrift hefur hún unnið víða sem dansari og höfundur. Sem dansari hefur Katrín unnið með Sögu Sigurðardóttur, Ernu Ómarsdóttur og Kris Verdonck ásamt fleirum. Katrín hefur einnig starfað með sjálfstæðum sviðslistahópum, sinnt danskennslu og samið sviðshreyfingar fyrir leikhús. Hún er formaður Danshöfundafélags Íslands. Katrín stundar nám í hagfræðideild Háskóla Íslands og vinnur sjálfstætt sem sérfræðingur og við rannsóknir.

  Saga Sigurðardóttir er dansari, danshöfundur og guðfræðinemi frá Reykjavík. Eftir nútímadansnám við Listdansskóla Íslands nam hún danssmíði við ArtEZ listaháskólann í Hollandi hvaðan hún útskrifaðist 2006. Saga hefur síðan starfað sem dansari og höfundur með fjölmörgum listamönnum og sviðslistakollektífum hérlendis og erlendis og hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir. Fyrr á þessu ári var BLÝKUFL, fyrsta verk Sögu fyrir Íslenska dansflokkinn, frumsýndur í Borgarleikhúsinu og eins var Minnisvarði 16 elskenda, sem Saga er liðsmaður í, frumsýndur í Tjarnarbíói á Góunni. Saga kennir reglulega við sviðslistadeild LHÍ og hefur um árabil verið stjórnarmeðlimur Reykjavik Dance Festival og Dansverkstæðisins.

  Möguleikhúsið sýnir barnaleikritið Prumpuhóllinn

  apr 21, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  prumpuhóllMöguleikhúsið sýnir barnaleikritið Prumpuhóllinn eftir Þorvald Þorsteinsson í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sunnudaginn 26. apríl kl. 14:00

  Hulda er nýflutt úr borginni og upp í sveit. Þegar hún fer í feluleik með Halla bróður sínum vill ekki betur til en hún villist og ratar ekki heim. Henni líst ekkert á þetta umhverfi þar sem allt er framandi; lyktin er náttúrufýla, grasið stingur og það eru pöddur út um allt!

  Við sérkennilegan hól sem gefur frá sér dularfull hljóð hittir hún Steina. Hann er kátur tröllastrákur í skrítnum fötum sem segir Huldu að hóllinn sé í raun pabbi sinn. Hann hafi lent í sólargeisla og orðið að steini eftir að hafa borðað rosalega mikinn hundasúrugraut. En hundasúrugrauturinn varð ekki að steini. Ónei, hann ólgar enn svo drynur í hólnum. Og fýlan..maður lifandi!

  Leikstjórn Prumpuhólsins er í höndum Péturs Eggerz. Leikmynd og búninga hannaði Messíana Tómasdóttir. Tónlistin er eftir Guðna Franzson. Leikarar eru Pétur Eggerz og Anna Brynja Baldursdóttir.  

  Sýningin er ætluð áhorfendum á aldrinum 2ja til 10 ára og tekur 45 mínútur í flutningi.

  Miðaverð er kr. 2.500 og tekið er á móti miðapöntunum í s. 8971813 og á moguleikhusid@moguleikhusid.is

  AÐEINS ER UM ÞESSA EINU SÝNINGU AÐ RÆÐA!

  Undraveröld leikhússins

  apr 20, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  Í þesleikskolasari viku munu rúmlega 1600 börn fædd 2009 koma í heimsókn í Borgarleikhúsið og munu þau fá fjöruga innsýn í undraveröld leikhússins auk þess sem skemmtilegar persónur úr leikhúsinu skjóta upp kollinum og spjalla við þau um leikhúsið.

  Sýning er á stóra sviði Borgarleikhússins, hefst kl 10 og er í 35 mínútur. Fyrsta sýningin fór fram í morgun en næstu sýningar eru á morgun þriðjudag, miðvikudag og föstudag.

  Meðfylgjandi er mynd frá sýningunni í morgun.

   

  Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir er nokkurs konar konubarn!

  apr 20, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

  Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
  Ég er ung kona, eða stelpa, eða barn. Ég er nokkurs konar konubarn og er að finna út hver tilgangur minn er hér í þessum heimi. Annars er ég samhliða því að setja upp sýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu (Konubörn) ásamt því sem ég vinn í Borgarleikhúsinu, mun fljúga hjá Icelandair í sumar. Ég er einnig meðlimur í hljómsveitinni Reykjavíkurdætur.
   
  Í hvaða stjörnumerki ertu?
  Sporðdreki.
   
  Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
  Ég þjáist af miklum valkvíða og það einkennir einnig þessa ákvörðun mína. Mig langaði og langar enn að gera allt. Annars var leikkona, söngkona og heilaskurðslæknir ofarlega á lista ásamt því að ég vildi verða arkitektúr, fatahönnuður, forseti og sjoppukona.
   
  Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
  Ætli það sé ekki hvað mér þykir vænt um fólkið í kringum mig og það getur stundum komið fram í blússandi meðvirkni.
   
  Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
  Mamma er besti kokkur í heimi svo allt sem hún eldar. Nema ef það er lax. Ég nefnilega hata lax.
   
  Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
  Síðast sá ég Dúkkuheimilið í Borgarleikhúsinu. Mér fannst sýningin frábær, með betri leiksýningum sem ég hef séð.
   
  Hvaða áhugamál áttu þér?
  Ég hef gaman að því að fara í leikhús og á tónleika í góðra vina hópi. Ég er svo heppin að eiga marga góða vini og veit fátt betra en að verja tíma mínum með þeim.
   
  Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
  Akkúrat núna hlusta ég mikið á tónlistarkonur eins og Erykuh Badu, Beyonce og Kelelu. Angel Haze þykir mér einnig áhugaverð í rappsenunni en ég leita mikið þessa dagana í svona sterkar og flottar konur fyrir innblástur.
   
  Hvað fer mest í taugarnar á þér?
  Óheiðarleiki og svo á ég virkilega erfitt með óstundvísi annarra.
   
  Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
  Hestvík við Þingvallavatn.
   
  Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
  Grikkland. Ég bjó í Thessaloniki þegar ég var yngri og stefni á að fara þangað aftur vonandi sem fyrst.
   

  HRAÐASPURNINGAR

  Flytja til London eða New York?
  New York.
   
  Eiga hund eða kött?
  Hund.
   
  Borða heima heima eða úti daglega?
  Úti.
   
  Finnst þér betra að vinna á morgnanna eða kvöldin?
  Morgnanna.
   
  Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
  Vín.
   
  Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
  Sjónvarp.
   
  Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
  Nöfn.
   
  Veldu: Sturtu eða bað?
  Sturtu.
   
  Veldu: RÚV eða Stöð 2?
  Rúv.
   
  Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
  Konubarn.
   
  Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
  Lélegur brandari er betri en engin brandari.
   

  Steinunn Birna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin óperustjóri Íslensku óperunnar

  apr 19, 2015   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  Steinunn Birna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin óperustjóri Íslensku óperunnar. Hún tekur við af Stefáni Baldurssyni, sem gegnt hefur starfi óperustjóra síðastliðin átta ár. Fimmtán umsækjendur sóttu um stöðuna. Steinunn Birna tekur til starfa síðar í vor.

  Steinunn Birna hefur starfað sem tónlistarstjóri Hörpu frá árinu 2010. Hún er píanóleikari að mennt. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1981 og meistaragráðu frá New England Conservatory of Music í Boston í Bandaríkjunum árið 1987. Hún er stofnandi Reykholtshátíðar og var listrænn stjórnandi hennar um árabil.

  Steinunn Birna Ragnarsdóttir fæddist í Reykjavík og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þaðan lauk hún einleikaraprófi á píanó áríð 1981. Kennari hennar var Árni Kristjánsson. Steinunn lauk síðan meistaragráðu frá New England Conservatory of Music í Boston árið 1987 undir handleiðslu Leonards Shure.

  Steinunn starfaði um tíma á Spáni og kom þar fram sem einleikari og með ýmsum kammerhópum og hljómsveitum. Hún hefur hlotið ýmiss verðlaun og viðurkenningar fyrir leik sinn og hefur m.a. komið fram á tónleikum í Lettlandi, Sviss, Þýskalandi, Englandi, Frakklandi, Færeyjum, Bandaríkjunum og í Litháen. Hún hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum, hérlendis og erlendis bæði sem einleikari og flytjandi kammertónlistar og einnig hefur hún komið fram á ýmsum alþjóðlegum tónlistarhátíðum. Hún lék einleik ásamt Virtuosi di Praga hljómsveitinni í Rudolphinum tónleikasalnum í Prag í júní 2008. Meðal þeirra einleiksverka sem hún hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands eru píanókonsert eftir Edvard Grieg og Slátta eftir Jórunni Viðar, en hvort tveggja hefur verið gefið út á geislaplötu. Hún hefur gert margar geislaplötur, meðal þeirra er Ljóð án orða ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 1998. Einnig kom út diskurinn Myndir á þili árið 2008.

  Steinunn Birna er stofnandi og listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar frá 1997-2010, en hefur starfað sem tónlistarstjóri Hörpu síðan í júlí árið 2010.

  The European Dream

  apr 18, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  PLAKAT TILBÚIÐÞessa dagana er í gangi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ alþjóðlegt verkefni sem er styrkt af Erasmus+ áætluninni og er stýrt af kennurnum FG. Þátttakendur eru 45 talsins og koma frá Íslandi, Þýskalandi og Ítalíu. Markmiðið er að búa til sýningu sem nefnist THE EUROPEAN DREAM og mun hún fjalla um af hverju fólk ákveður að flytjast frá landinu sínu og til annars lands í leit að betra – nýjum draumi. Frumsýning á verkinu sem búið verður til verður laugardaginn 18. apríl, kl. 18:00. Að auki er það í höndum nemenda sjálfra að búa til heimildarmynd um allt ferlið sem verður tilbúin í lok sumars.

  15 íslenskir nemendur á leiklistarbraut koma að verkefninu. 

  Námið á leiklistarbraut í FG er að mestu byggð upp að breskri fyrirmynd þar sem áhersla er lögð á að opna sköpunarkraft nemenda og hæfni þeirra í samvinnu og skapandi lausnum. Nemendur takast á við grunnþætti leiklistar eins og spuna og tækni leikarans og leikstjórans í leikhúsi. Einnig er lögð áhersla á að tengja efnið og námið út í samfélagið og rannsaka ýmis málefni með hjálp sviðslista í víðu samhengi. Nemendur fá einnig að kynnast leikbókmenntum, helstu fræðimönnum, kenningum og straumum og stefnum í leiklistarsögunni. Á lokaári fara nemendur í stóra áfanga þar sem þeir taka þátt í uppsetningum leiksýninga. Námið undirbýr nemendur sérstaklega undir frekara leiklistartengt nám og annað listnám en nýtist líka sem undirbúningur fyrir nám í hvers kyns hugvísindum.

  Aðeins þessi eina sýning – 18. apríl, kl. 18:00. Ókeypis aðgangur.

  Síður:123»
  loading

  Takk fyrir að skrá þig!