Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Viðar Eggertsson: Ekkert hefur heillað meira en leiklistin!

Vidar

VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
Ég er stjórnandi Útvarpsleikhússins á RÚV og er jafnframt dagskrárgerðarmaður á Rás 1. Þar nýtist afar vel menntun mín og reynsla sem leikari og leikstjóri. Ég hef helgað líf mitt leiklist, einfaldlega vegna þess að ekkert annað hefur heillað mig meira. En ég er þó enn að leita að fleiri möguleikum í lífinu til að hrífa mig… Það er aldrei að vita nema eitthvað nýtt verði á vegi mínum… Lífið er svo óútreiknanlegt.
 
 
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Tvíburamerkið.
 
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Leikhúslistamaður.
 
Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
Helsti kostir mínir eru skipulagshæfileikar og hugmyndaauðgi. Helstu gallar eru einnig þeir sömu, auk hvatvísi, sem getur nú stundum líka verið kostur.
 
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Allur matur úr fersku og hreinu hráefni sem Sveinn Kjartansson maðurinn minn og veitingamaður á AALTO Bistro eldar.
 
Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
Ekki hætta að anda.
 
Hvaða áhugamál áttu þér?
Leiklist og mannlíf í sinni fjölbreyttustu mynd.
 
Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
Þar sem fegurðin ríkir með hæfilegum skammti af drama.
 
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Óstundvísi og ónákvæmni.
 
Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Svartir sandar örævanna.
 
Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
Þar sem enginn þekkir mig.
 

HRAÐASPURNINGAR

Flytja til London eða New York?
New York.
 
Eiga hund eða kött?
Hund.
 
Borða heima heima eða úti daglega?
Heima.
 
Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
Morgnana.
 
Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
Bjór.
 
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
Lesa.
 
Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
Andlit.
 
Veldu: Sturtu eða bað?
Sturtu.
 
Veldu: RÚV eða Stöð 2?
Rúv.
 
Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
Ófyrirsjánlegur (vona ég!)
 

(Visited 98 times, 1 visits today)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. leikhus.is hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu.
Einnig áskilur leikhus.is sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.
loading