Tjarnarbíó býður fjölskyldum í leikhús | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Tjarnarbíó býður fjölskyldum í leikhús

    Tjarnarbíó býður á sýninguna Áiii! Smá plástra-drama helgina 14.-15. maí

    Hvað gerum við þegar líkaminn meiðir sig? Hvernig lögum við hann? Heimurinn er stútfullur af hættum; tröppum, skærum, hákörlum og rafmagnsinnstungum og þá er mikilvægt að gæta að sér.

    Dans-leikverkið er 30 mínútur að lengd. Það inniber húmor, smá blóð og þónokkra plástra og er skapað fyrir 3-6 ára aldur. Verkið er heilandi ferðalag og kennir okkur hvernig við getum fengið plástra ef við lærum að segja frá sárunum okkar.

    Helgina 14. og 15. maí kemur sænski leikhópurinn Martin Mutter til okkar í heimsókn með sýninguna Áiii! Smá plástra-drama. Leikhópurinn nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu og hefur ferðast vítt og breitt með fyndin og fræðandi barnaverk sín. Hópurinn lætur nú draum sinn rætast með ferðalagi til Íslands og af því tilefni vill Tjarnarbíó bjóða gestum frítt á þessa skemmtilegu barnasýningu. Sýningin er án orða og hentar því öllum óháð tungumáli. Í sýningunni nota leikararnir sviðshreyfingar, dans og trúðaleik til að kenna börnum að gæta sín á hættulegum hlutum en líka hvað líkaminn sé góður í að laga sig, sérstaklega þegar hann fær hjálp, eins og t.d. með plástrum.

    Gríptu tækifærið og komdu með börnin í leikhús, alveg ókeypis.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!