Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn:  Karl Kona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Standandi uppklapp á frumsýningu Kvenfólks

Kvenfolk 4

Leikfélag Akureyrar frumsýndi Kvenfólk eftir Hund í óskilum síðastliðinn föstudag í Samkomhúsinu. Verkið er drepfyndið, revíuskotin sagnfræði með söng og tónlist. Í sýningunni fer Hundur í óskilum á hundavaði yfir kvennasöguna og veltir við hverjum steini og þúfu við mikla kátínu og gleði áhorfenda.

Á frumsýningunni  var mikið hlegið, klappað, sungið með og sumir fengu ryk í augað. Í lok sýningar risu áhorfendur úr sætum og hylltu flytjendur og höfunda ásamt listrænum stjórnendum.

Hundur í óskilum; þeir Hjörleifur Hjartarsson og Eiríkur Stephensen eru bæði höfundar og flytjendur verksins. Þeir eru þó ekki alveg einir á báti heldur njóta fulltingis  kvennahljómsveitar í sýningunni og leikstjórnar Ágústu Skúladóttur.

Hundur í óskilum varpar óvæntu ljósi á Íslandssöguna með húmorinn að vopni í sýningunni. Nú er komið að sögu kvenna og kvennabaráttu. Frá því að konan kom til landsins í lok nítjándu aldar hafa íslenskir karlmenn gert sitt besta til að laga sig að breyttum aðstæðum. En hefur okkur tekist sem skyldi? Sagan greinir frá örfáum konum – raunar svo fáum að það er búið að skíra rakettur í höfuðið á þeim öllum.

Miðasala á komandi sýningar er fullum gangi og fara miðar hratt. Verkið er sýnt í október og nóvember í Samkomuhúsinu en uppselt var á allar sýningar fyrstu sýningarhelgina.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. leikhus.is hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu.
Einnig áskilur leikhus.is sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.

loading