Síðasta tækifæri | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Síðasta tækifæri

    Sidasta

    Konan við 1000° – Síðasta sýning 12.apríl
    eftir Hallgrím Helgason

    Ótrúleg ævi einstakrar konu sem upplifði umrót og hörmungar tuttugustu aldarinnar víða um lönd og endaði ævina í íslenskum bílskúr

    „Ég var svo ljónheppin að fá að vera barn á tímum fasismans og gamalmenni á tímum græðginnar.“

    Skáldsaga Hallgríms Helgasonar Konan við 1000° vakti á sínum tíma mikla athygli og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hún hefur nú verið þýdd á níu tungumál og hvarvetna hlotið góða dóma og viðtökur. Hún hefur meðal annars hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar í Frakklandi og á Spáni.

    Herbjörg María Björnsson átti viðburðaríka daga. Frá bernsku í Breiðafirði til stríðsloka í Berlín, frá kvöldverði á Bessastöðum til barnsmissis í Buenos Aires… og varð á endanum útlagi í eigin landi, í bílskúr í austurbæ Reykjavíkur.

    Sagan byggir að hluta til á sönnum atburðum en rétt eins og skáldsagan tilheyrir leikgerðin skáldskapnum fyrst og fremst.

    ————

    SJÁLFSTÆTT FÓLK – HETJUSAGA – Síðasta sýning 19.apríl

    Leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson tekst á við Sjálfstætt fólk, eftir magnaða uppfærslu á Englum alheimsins

    “Hann sáði í akur óvinar síns, allt sitt líf, dag og nótt.”

    Sjálfstætt fólk er ein ástsælasta skáldsaga íslenskra bókmennta fyrr og síðar. Þorleifur Örn Arnarsson og samstarfsmenn hans, sem nýlega settu á svið í Þjóðleikhúsinu ógleymanlega sýningu á Englum alheimsins, takast hér á við þetta magnaða verk Halldórs Laxness og fara með okkur í einstakt ferðalag um sögu þjóðarinnar

    Sjálfstætt fólk gerist í upphafi 20. aldar og segir frá einyrkjanum Bjarti í Sumarhúsum og fólkinu í kringum hann, og baráttu hans fyrir því að halda sjálfstæði sínu, hvað sem það kostar.

    Sýningin Englar alheimsins var frumsýnd vorið 2013 og fékk frábærar viðtökur. Hún var tilnefnd til níu Grímuverðlauna og hlaut meðal annars verðlaunin fyrir besta leikrit ársins. Sýningin var að margra áliti sannkallaður viðburður í íslensku leikhúslífi, og gagnrýnendur töluðu meðal annars um að hún væri „fullkomin útfærsla á skáldsögunni“ og „mögnuð leikhúsupplifun“. Leikur Atla Rafns Sigurðarsonar í aðalhlutverkinu þótti snilldarlegur, en hann mun nú fara með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!