Opið fyrir umsóknir á leikarabraut Listaháskóla Íslands | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Opið fyrir umsóknir á leikarabraut Listaháskóla Íslands

    LHI_merki_2012_PRINT

    Leikarabraut

    Markmið leikarabrautar er að útskrifa víðsýna og skapandi listamenn, sem búa yfir þeirri tækni og þekkingu, sem sviðslistaumhverfi nútímans kallar á. Lögð er áhersla á að vekja með nemandanum forvitni og áræðni, til að takast á við hin margvíslegu viðfangsefni námsins.

    Mikið er lagt uppúr því að nemandinn tileinki sér sjálfstæði, sjálfsaga og fagmennsku, hann geti unnið jafnt einn á báti, sem og í hóp, hann ögri sjálfum sér til að hugsa út fyrir ramman en hafi jafnframt fullt vald á þeirri leiktækni, sem lögð er til grundvallar í náminu.

    Á fyrsta ári leikarabrautar fær nemandinn góða undirstöðu í tæknigreinum. Kennd er raddbeiting, hreyfing og leiktúlkun, auk sviðslistasögu og söngs, þar sem stuðst er við svokallaða Complete Vocal Technique. Kenningar sem stuðst er við í leiktúlkun taka í megin dráttum mið af fræðum Konstantíns Stanislavski og arfleið hans, þótt önnur aðferðafræði komi einnig við sögu. Sameiginleg námskeið allra brauta deildarinnar eru mikilvægur þáttur námsins á þessu tímabili.

    Á öðru ári er haldið áfram að dýpka tæknikunnáttu nemandans á öllum sviðum. Fræðakennsla tekur að mestu mið af leiktúlkunarnámskeiðum hverju sinni. Meðfram tímum í söng, rödd og hreyfingu, er áherslan í leiktúlkun á senuvinnu úr verkum Forn Grikkja og Shakespeare. Nemendur fá einnig þjálfun í aðferðum leikhúss líkamans (Physical Theatre) og vinna auk þess sjálfstætt að stuttu einstaklingsverkefni. Á öðru ári fær nemandinn einnig kennslu í kvikmyndaleik og þeim vinnuaðferðum sem sá miðill kallar á.

    Þriðja árið er ár úrvinnslu. Lögð er áhersla á að efla skilning nemandans á ólíkum aðferðum leikhússins. Nemandinn nýtur enn kennslu í fræðum og tæknigreinum s.s rödd, hreyfingu og söng, en stefnumótið við áhorfandann fær nú síaukið vægi. Stórum námskeiðum, þar sem tekist er á við leikverk frá 20.öld, samsettar aðferðir,(devised) og umfangsmikið einstaklingsverkefni, lýkur öllum með sýningum fyrir áhorfendur. Nemendur ljúka söngnáminu með sviðsettum tónleikum og vinna einnig að útvarpsverkefni. Lokaárinu lýkur svo með fullbúinni leiksýningu, sem er hið formlega útskriftarverkefni.

    Umsóknarferli

    Umsókn um nám í Listaháskóla Íslands er á stöðluðu rafrænu formi.
    Umsóknarferlið er í þremur skrefum, fyrst er sótt um rafrænt, síðan er umsóknargjald borgað og þriðja skrefið er að prenta út umsóknina. Síðan þarf að skila umsókninni á skrifstofu viðkomandi deildar auk annarra umsóknargagna sem viðkomandi deild óskar eftir.
    Athugið að ljósmynd þarf að fylgja rafrænni umsókn. Umsóknir sem sendar eru í pósti skulu póstlagðar eigi síðar en auglýstur frestur rennur út. Umsóknargjald er 5.000 kr. Hægt er að vista umsókn á meðan verið er að vinna í henni.

    Umsóknin

    Til að umsókn sé fullgild þarf að borga umsóknargjald og eftirfarandi gögn þurfa að berast Listaháskólanum:
    1. Rafræn umsókn
    2. Prentuð og undirrituð umsókn
    3. Staðfest afrit af prófskírteinum (ljósrit gildir ekki)

    Inntökuferli

    Við inntöku í leikaranámið er skipuð sérstök inntökunefnd sem velur umsækjendur í nám, valið byggir á inntökuprófum og viðtölum.
    Inntökunefnd hefur eftirfarandi þætti til viðmiðunar við mat á umsækjendum: Hugmyndaauðgi, líkamsbeiting, rýmisskynjun, raddbeiting, textavinna, samvinna, tjáning og gagnrýnin hugsun og samsömunarhæfni.
    Ferlið er eftirfarandi:
    • Mat á umsóknum með tilliti til formlegra skilyrða
    • Inntökupróf 1. þrep (skipt í hópa, 1/2 dagur hver hópur)
    • Inntökupróf 2. þrep úrtakshópar (1/2 dagur hver hópur)
    • Inntökupróf 3. þrep, úrtakshópur (3 dagar)
    Umsækjendur skulu undirbúa 3 verkefni sem samanlagt mega ekki taka meira en 6 mínútur í flutningi. Tvö þeirra skulu vera eintöl. Annað eintalið skal vera í bundnu máli (leiktexti, ekki ljóð). Hitt eintalið skal vera leiktexti í óbundnu máli. Þriðja verkefnið skal vera eintal, atriði eða gjörningur, sem umsækjandi telur að endurspegli hann og hans hugðarefni. Þessi þáttur má taka það form sem umsækjandi telur við hæfi.
    Við undirbúning er umsækjendum bent á að velta fyrir sér þeim þáttum sem dómnefnd hefur til viðmiðunar um mat á framlagi þeirra. Áhersla er lögð á að verkefnin séu ólík.
    Umsækjendur sem fara áfram í úrtökuhóp á 2. og 3. þrepi munu fá sendar upplýsingar um frekari undirbúning. Prófið samanstendur af mörgum ólíkum þáttum t.a.m dans- og líkamsæfingum og er mælst er til að umsækjendur komi í hentugum fatnaði.

    Að inntökuferli loknu er allt að 10 umsækjendum boðin skólavist.

    Inntökuskilyrði

    Miðað er við að umsækjendur hafi lokið  stúdentsprófi eða sambærilegu námi.

    Undanþágur vegna inntöku

    Listaháskólanum er heimilt að veita inngöngu í skólann umsækjendum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur til bakkalárnáms við skólann. Þó er við það miðað að umsækjendur hafi lokið eigi færri en 105 einingum úr eldra kerfi framhaldsskólastigsins eða 150 framhaldsskólaeiningum samkvæmt nýja kerfinu.


    loading

    Takk fyrir að skrá þig!