Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn:  Karl Kona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Núnó og Júnía

núnóogjúnía stor

Núnó og Júnía – Þau kenndu heiminum að sjá

Ný fjölskyldusýning hlaðin töfrum og spennu

„Sérðu mig? Ég sé mig ekki.“

Núnó og Júnía gerist í fjarlægri framtíð í landinu Kaldóníu. Hinn ungi Núnó er mesta afreksmanneskjan í Kaldóníu og fyrirmynd allra íbúa landsins í hreysti og dugnaði. Mottó Núnós er að gera betur, gera enn betur og toppa það svo. Í Kaldóníu er ekkert pláss fyrir þá sem ekki ekki standa sig og falla ekki í mótið. Einn daginn hrynur veröld Núnós þegar hann uppgötvar að hluti af honum er orðinn ósýnilegur! Hann er hefur veikst af „Þokunni“, hinni illvígu plágu sem ógnar Kaldóníu og íbúum þess. Núnó verður að leyna því að hann sé kominn með „þokuna“ því annars verður hann numin af brott af þokusveitinni. Núnó hefst handa við að leita sér lækningar áður en hann verður „þokunni“ að bráð og verður alveg ósýnilegur! Hjálpin berst honum úr óvæntri átt og ferðalagið verður til þess að Núnó kynnist sjálfum sér og heiminum alveg upp á nýtt.

Núnó og Júnía er nýtt íslenskt leikrit fyrir börn og unglinga úr smiðju Sigrúnar Huldar Skúladóttur og Söru Martí Guðmundsdóttur. Þær eru einnig höfundar leikgerðar Pílu Pínu sem sló rækilega í gegn á síðasta leikári. Sara Martí leikstýrði jafnframt uppsetningunni og hefur fengið til liðs við sig stóran hluta þess listræna teymis sem skapaði undraheim Pílu í sviðsetningu MAk í Hamraborg. Núnó og Júnía verður mikið sjónarspil hlaðið leikhústöfrum og sjónhverfingum. Tónlistarmaðurinn margrómaði, Íkorni, semur tónlistina í verkinu. Núnó og Júnía er einn af mörgum viðburðum í metnaðarfullri dagskrá MAk fyrir ungt fólk og börn. Sérstakur styrktaraðili sýningarinnar er Sparisjóður Höfðhverfinga. Við kunnum honum þakkir fyrir að styðja við framleiðslu á metnaðarfullum viðburði fyrir fjölskyldur á norðurlandi.

Leikarar: Alexander Dantes Erlendsson, Bjarni Snæbjörnsson og Dominque Gyða Sigrúnardóttir
Höfundar: Sigrún Huld Skúladóttir og Sara Martí Guðmundsdóttir
Leikstjóri: Sara Martí Guðmundsdóttir
Lýsing: Ingi Bekk
Leikmynd : Brynja Björnsdóttir
Búningar : Íris Eggertsdóttir
Hreyfingar: Katrín Mist Haraldsdóttir
Tónlist: Stefán Örn Gunnlaugsson (Íkorni)
Myndband: Ragnar Hansson
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. leikhus.is hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu.
Einnig áskilur leikhus.is sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.

loading