Gói til Þjóðleikhússins | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Gói til Þjóðleikhússins

    gói

    Leik­ar­inn Guðjón Davíð Karls­son (betur þekktur sem Gói) stend­ur á tíma­mót­um – næsta haust mun hann fara yfir í Þjóðleik­húsið en hann hef­ur verið fa­stráðinn í Borg­ar­leik­hús­inu. Ari Matth­ías­son þjóðleik­hús­stjóri er að vinna að sínu fyrsta leik­ári með til­heyr­andi breyt­ing­um. 

    Gói hef­ur um ára­bil leikið fjöl­mörg burðar­hlut­verk í Borg­ar­leik­hús­inu og þar áður hjá Leik­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar en á báðum stöðum var hann einn helsti burðarás leik­hús­anna. Börn lands­ins þekkja hann einnig sem Góa í Stund­inni okk­ar og úr bíó­mynd­um með Sveppa sem slegið hafa í gegn hjá yngstu kyn­slóðinni. Fyrsta hlut­verk Góa hjá Þjóðleik­hús­inu verður eitt aðal­hlut­verkið í Hróa hetti sem  Þjóðleik­húsið frum­sýn­ir í sam­starfi við Vest­urport í sept­em­ber. 

    „Mark­mið okk­ar í Þjóðleik­hús­inu er að ráða bestu leik­ara lands­ins til starfa og við erum spennt að fá Guðjón Davíð til liðs við okk­ur. Hann er fjöl­hæf­ur leik­ari og elskaður og dáður,“ seg­ir Ari. 



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!