Frumsýning – Gott fólk | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Frumsýning – Gott fólk

    gottfolk-stor

    Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu.

    Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld í Kassanum nýtt íslenskt verk sem er byggt á samnefndri skáldsögu Vals Grettissonar.

    „Ísland er ástarsamband; tveir spennuþrungnir flekar sem eru að gliðna í sundur. Í eilífum átökum, dansandi hægan en viðkvæman dans þar til spennustigið er ofhlaðið og úr verða sársaukafullir og óhjákvæmilegir skjálftar. Því þannig er ástin. Að lokum hristumst við í sundur, við verðum að tveimur eyjum. Þetta er alveg skýrt, er það ekki?“

    Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld í Kassanum Gott fólk seme r byggt á samnefndri skáldsögu Vals Grettissonar. Sölvi og Sara kynnast við ofbeldisfullar aðstæður og eiga í stuttu en ástríðufullu ástarsambandi. Nokkru síðar fær Sölvi bréf þar sem Sara sakar hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Sölvi þarf að játa á sig brot sem hann er þó ekki viss um að hafa framið. Af stað fer atburðarás þar sem engum sem hlut eiga að máli er hlíft, og lífi Sölva og Söru er umturnað.

    Gott fólk er byggt á samnefndri skáldsögu Vals Grettissonar sem hlaut frábæra dóma þegar hún kom út á síðasta ári. Sagan varpar fram áleitnum spurningum: Er hægt að beita ofbeldi án þess að átta sig á því? Er hægt að vera dæmdur til refsingar án þess að vita hver refsingin er? Hver eru mörk hefndar og réttlætis?


    Boðið verður upp á umræður eftir 6. sýningu, laugardagskvöldið 21. janúar.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!