Þjóðleikhúsið-haus

Söluskóli Gunnars Andra ehf. er máttarstólpi leikhús.is
 

Leikhús.is opnar nýja glæsilega síðu 2014  
þriðjudagur, 02 september 2014

leikhus.is er á facebook og þar geta þeir sem eru á facebook.com fylgst með helstu fréttum af leikhúsi þar til nýja leikhus.is opnar

http://www.facebook.com/leikhus.is


Þjóðleikhúsið hlýtur 36 tilnefningar til Grímuverðlaunanna!  
þriðjudagur, 05 júní 2012
Þann 1. júní voru tilnefningar til Grímunnar - íslensku sviðslistaverðlaunanna 2012 kynntar í Tjarnarbíói. Alls hlaut Þjóðleikhúsið 36 tilnefningar til verðlaunanna sem er einsdæmi í íslensku leikhúsi - þar af eru fjórar af þeim fimm sýningum sem tilnefndar eru sem sýning ársins frá Þjóðleikhúsinu.

Þjóðleikhúsið er afar stolt af þessum frábæra árangri og óskar listamönnum sínum og öðrum starfsmönnum innilega til hamingju!

Tilnefningar Þjóðleikhússins eru þessar:


Vesalingarnir - 9 Grímutilnefningar
Sýning ársins
Leikstjóri ársins - Selma Björnsdóttir
Leikkona ársins í aukahlutverki - Arnbjörg Hlíf Valsdóttir
Leikmynd ársins - Finnur Arnar Arnarsson
Búningar ársins - María Th. Ólafsdóttir
Lýsing ársins - Lárus Björnsson og Ólafur Ágúst Stefánsson
Hljóðmynd ársins - Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Sigurvald Ívar Helgason
Söngvari ársins - Þór Breiðfjörð
Söngvari ársins - Egill Ólafsson

Afmælisveislan- 7 Grímutilnefningar
Sýning ársins
Leikstjóri ársins - Guðjón Pedersen
Leikari ársins -í aðalhlutverki -  Ingvar E. Sigurðsson
Leikona ársins í aðalhlutverki - Kristbjörg Kjeld
Leikari ársins í aukahlutverki - Björn Thors
Leikari ársins í aukahlutverki - Eggert Þorleifsson
Leikari ársins í aukahlutverki - Erlingur Gíslason

Heimsljós - 5 Grímutilnefningar
Sýning ársins
Leikstjóri ársins - Kjartan Ragnarsson
Leikari ársins í aðalhlutverki - Björn Thors
Leikari ársins í aðalhlutverki - Hilmir Snær Guðnason
Leikkona ársins í aukahlutverki - Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Hreinsun - 4 Grímutilnefningar
Sýning ársins
Leikstjóri ársins - Stefán Jónsson
Leikmynd ársins - Ilmur Stefánsdóttir
Lýsing ársins - Halldór Örn Óskarsson

Dagleiðin langa - 2 Grímutilnefningar
Leikkona ársins í aðalhlutverki - Guðrún Snæfríður Gísladóttir
Leikari ársins í aukahlutverki - Hilmir Snær Guðnason

Svartur hundur prestsins  - 5 Grímutilnefningar
Höfundur ársins - Auður Ava Ólafsdóttir
Leikkona ársins í aðalhlutverki - Kristbjörg Kjeld
Leikkona ársins í aukahlutverki - Margrét Vilhjálmsdóttir
Tónlist ársins - Gísli Galdur Þorgeirsson
Hljóðmynd ársins - Gísli Galdur Þorgeirsson

Samstarfsverkefni:

Leikkona ársins í aukahlutverki - Harpa Arnardóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Sjöundá í sviðssetningu Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins
 
Barnasýning ársins - Skýjaborg eftir Tinnu Grétarsdóttur

Sproti ársins - Tinna Grétarsdóttir og verkið Skýjaborg

Danshöfundur ársins - Tinna Grétarsdóttir
 


John Lennon snýr aftur!  
miðvikudagur, 02 maí 2012

Ímyndaðu þér; John Lennon kemur aftur og heldur tónleika.
Bara eina tónleika enn. Og þú getur upplifað þá.


Gamla Bíó Leikhús kynnir hina vinsælu sýningu ,',Just Imagine”  með Tim Piper í hlutverki John Lennon en sýningin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda í Bandaríkjunum og verið sýnd fyrir fullu húsi í Los Angeles síðastliðin misseri.
Ímyndaðu þér, John Lennon snýr aftur til að halda eina tónleika í viðbót og ÞÚ ERT ÞAR! ,',Just Imagine” færir þig aftur í tíma, á allt annan stað þar sem þú færð að njóta goðsagnarinnar sem hristi upp í tónlistarheiminum. Tim Piper fer með þig í ferðalag í gegnum líf Lennons allt frá barnæskunni  yfir í heimsfrægð sem hafði áhrif á heilu kynslóðirnar. Þú færð að upplifa nýtt sjónarhorn á líf Lennons, sögurnar á bakvið lögin og innherjaupplýsingar um stofnun Bítlanna, leyndarmál frægðarinnar og samband Lennons við ástkonur sínar sem og hina Bítlana.
Tim Piper hefur í gegnum árin ferðast um heiminn ásamt hljómsveit sinni og flutt tónlist Bítlanna og Lennons. Piper þykir svo líkur Lennon heitnum að erfitt er að sjá á milli og sama má segja um söngröddina sem þykir keimlík goðinu sjálfu.
Það er með mikilli gleði að við hjá Gamla Bíó getum boðið íslenskum Bítla-aðdáendum, sem og tónlistarunnendum öllum upp á þessa stórkostlegu tónlistarveislu.
Sýningar á verkinu verða 16., 17., 18., 19. og 20.maí, kl. 20:00.
Miðasala er hafin á www.gamlabio.is og í síma 563-4000.
 


Beðið eftir Godot ? frumsýning á Litla Sviðinu laugardaginn 5. maí  
miðvikudagur, 02 maí 2012

Tímamótaverk Samuel Beckett í flutningi pörupilta

Tímamótaverk Samuel Beckett Beðið eftir Godot verður frumsýnt í flutningi pörupilta á Litla sviði Borgarleikhússins næstkomandi laugardag 5. maí. Beðið eftir Godot er eitt merkasta leikverk leiklistarsögunnar og olli straumhvörfum í sögu leikritunar. Leikritið lýsir biðinni eftir frelsun, björgun og leiðsögn og er áleitin lýsing á hlutskipti og getuleysi mannanna á tímum tækni og framfara, á tímum guðleysis, á tímum trúarþarfar. Árni Ibsen er þýðandi verksins og leikstjórn er í höndum Kristínar Jóhannesdóttur. Helga I. Stefánsdóttir hannar leikmynd og búninga og Kjartan Þórisson lýsingu. Leikarar sýningarinnar eru pörupiltarnir Hannes, Smári, Nonni Bö og Dóri Maack og tveir drengir. Pörupiltar eru afsprengi Kvenfélagsins Garps sem stofnað var af nokkrum ungum leikkonum árið 2003 og slógu í gegn með uppistandi sínu Homo Erectus fyrr á þessu leikári.Ástarsaga úr fjöllunum  
fimmtudagur, 26 apríl 2012
Sunnudaginn 29. apríl frumsýnir Möguleikhúsið nýja leikgerð af Ástarsögu úr
fjöllunum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Ástarsaga úr fjöllunum byggir á samnefndri sögu Guðrúnar Helgadóttur sem
fjallar um tröllskessuna Flumbru og tröllastrákana hennar átta, en sagan
hefur sem kunnugt er notið gífurlega vinsælda frá því hún var fyrst gefin út
fyrir rúmum þrjátíu árum og verið þýdd á fjölda tungumála. Leikgerð og
söngtextar eru eftir Pétur Eggerz, sem einnig annast leikstjórn, en höfundur
tónlistar er Guðni Franzson. Þátttakendur í sýningunni eru leik- og
söngkonan Alda Arnardóttir og tónlistarmaðurinn Kristján Guðjónsson sem
einnig sér um að útsetja tónlistina. Leikmynd og búningar eru eftir Messíönu
Tómasdóttur.

Nánar...

Áheyrnarprufur fyrir Dýrin í Hálsaskógi  
miðvikudagur, 04 apríl 2012

Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 8 til 12 ára og hafa hlotið umtalsverða reynslu í söng, sem og leiklist, dans eða fimleikum

Skráning fer fram í Þjóðleikhúsinu (gengið inn að framanverðu) laugardaginn 14. apríl milli 14:00 og 17:00.  Umsækjendur verða svo boðaðir í prufu í vikunni 16.-20. apríl.  Fyrir áheyrnarprófin þurfa umsækjendur að læra tvö lög úr sýningunni: Vögguvísa (dvel ég í draumahöll) og Afmælisvísur Bangsapabba (fyrstu vísu). Æskilegt er að umsækjendur komi með upplýsingar um fyrri reynslu ef hún er fyrir hendi.

Nánar...

Hótel Volkswagen ? æfingar í fullum gangi  
þriðjudagur, 13 mars 2012
Nýtt íslenskt leikrit eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar

Æfingar standa nú yfir á Stóra sviðinu á Hótel Volkswagen, nýju íslensku verki eftir Jón Gnarr. Frumsýnt verður laugardaginn 24. mars næstkomandi. Jón Gnarr skrifaði verkið að mestu leiti í embætti sínu sem leikskáld Borgarleikhússins á síðasta leikári áður en hann lét af því embætti til að taka við embætti borgarstjóra Reykjavíkur.  Hótel Volkswagen er leikrit um brjóstumkennanlega gesti á hóteli þar sem ekkert er eins og af er látið og allt getur gerst. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson en þeir Jón hafa áður unnið saman í þáttunum Fóstbræðrum sem eru fyrir löngu orðnir sígildir. Stóra salnum í Borgarleikhúsinu hefur verið breytt fyrir sýninguna, því sviðið er byggt út í salinn og öðrum áhorfendasvæðum bætt við á sviðinu, þannig er leikið með áhorfendur á tvo vegu. Með þessu skapast meiri nálægð við leikara og dýr en vaninn er.


Nánar...

Bugsy Malone í Austurbæ  
miðvikudagur, 15 febrúar 2012
Leiksýningin Bugsy Malone er nú sýnd í Austurbæjarbíói en þetta er sýning fyrir alla fjölskylduna. Söngur, dans og lifandi tónlist er það sem einkennir sýninguna.

Þess má þó geta að lögin sem notuð eru í sýningunni eru ekki hljóðrituð heldur situr hljómsveit á sviðinu og leikur undir allan tímann sem er einstaklega skemmtileg upplifun. 

Það er Verzlunarskóli Íslands sem setur upp sýninguna í þetta skiptið, en það sló í gegn þegar að það var sýnt í fyrsta skipti árið 1994 í Loftkastalanum.

Hægt er að nálgast miða á sýninguna á www.midi.is.

Meira...
NFF frumsýnir nýtt leikrit
Dregið hefur verið í leikhúsleik Sushisamba og leikhús.is
Sýning ársins
Minus 16 - Frumsýnt 4. febrúar 2012 ? Stóra svið Borgarleikhússins
 
Leikhús.is er rekið af SGA ehf
©2004-2014 - Allur réttur áskilinn

leikhus@leikhus.is
Hafa samband

 
 
SGA-opid-150