Back to Top
Uncategorized | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Browsing "Uncategorized"

    Sending

    sep 9, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    sending-stor

    Árið er 1982. Sjómannadagurinn er framundan. Það er barist í Palestínu og Bubbi Morthens túrar með Egó um landið til þess að kynna nýjustu plötu sveitarinnar: Breyttir tímar. Ungur drengur hefur verið sendur í fóstur til barnlausra hjónaleysa vestur á fjörðum. Konan tekur drengnum opnum örmum en tilfinningar mannsins eru flóknari og ekki líður á löngu þar til líf hjónanna umturnast. Veruleiki drengsins og hjónaleysanna virðist á einhvern undarlegan hátt hanga saman. Hver er þessi drengur og til hvers er hann kominn? Leikritið er leikur með tíma og rými, og gerir bjargarleysi og útskúfun að meginviðfangsefni sínu.

    Bjarni Jónsson hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Grímuverðlaunin, Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin auk þess sem hann hefur verið tilnefndur í tvígang til Norrænu leikskáldaverðlaunanna.

    Ungleikur leitar af verkum

    sep 9, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    ungleikur

    Ungleikur er sjálfstæður leikhópur ungskálda og ungra leikara. Á hverju ári endurnýja þau leikhópinn og hafa því allir á aldrinum 16-25 möguleika á því að komast í Ungleik.

    Nú leitar Ungleikur af leikverkum. Ef þú vilt sjá leikverk eftir þig á sviði þá er Ungleikur fullkominn vettvangur fyrir það. Leikverkin mega vera 7-15 bls. Skilafrestur er 9. september. Verkin skulu sendast á ungleikur@gmail.com.

    Í dómnefnd er Þorvaldur S. Helgason, Hrafnhildur Hagalín og Guðmundur Felixsson.

    MAMMA MIA! snýr aftur

    sep 3, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    mammamia stór

    Yfir 54 milljónir manna um allan heim hafa hrifist með og fallið fyrir persónum, sögu og rífandi fjörugri tónlist ABBA í söngleiknum heimsfræga MAMMA MIA. Enn fleiri hafa séð bíómyndina með Meryl Streep í aðalhlutverki en sagan segir frá einstæðri móður sem undirbýr brúðkaup einkadóttur sinnar. Forvitni dótturinnar ungu um uppruna sinn verður til þess að hún býður á laun þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaupið í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Nú eru góð ráð dýr; feðurnir vilja allir eiga dótturina og móðirin þarf að horfast í augu við skrautlega fortíð sína – úr verður syngjandi skemmtilegur tilfinningarússíbani fyrir alla viðstadda.

    Forsalur Borgarleikhússins opnar kl 19 fyrir sýningar þar sem tónlist, kokteilar og glæsilegur leikhúsmatseðill er. Þörf er að panta sumt af matseðli með dagsfyrirvara. Sjá nánar hér

    Unnur Ösp Stefánsdóttir tekst hér á við einn frægasta söngleik allra tíma með einvala hóp listamanna sér við hlið. Saman bjóða þau okkur uppá ómótstæðilega gleðisprengju, sannkallaða stórsýningu sem hrífur unga sem aldna!

    Catherine Johnson (1957) er breskur leikrita- og handritshöfundur, best þekkt fyrir handrit sitt að kvikmyndinni og söngleiknum Mamma mia sem farið hefur sigurför um heiminn.

    ABBA (1972) var sænsk popphljómsveit sem sló í gegn um allan heim á áttunda áratugnum. Hljómplötur þeirra eru með söluhæstu hljómplötum allra tíma.

    Úr gagnrýni:

    „Sýningin er alveg með ólíkindum fagleg og flott.“ SA – tmm.is

    „dúndurfjör frá upphafi til enda“ HA. Kastljós

    „Stórkostlegt“ HA. Kastljós

    Djöflaeyjan

    sep 3, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    djöflaeyjan stór

    Nýr söngleikur, byggður á metsölubókum Einars Kárasonar um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum og drauma, sorgir og sigra stórfjölskyldu Karólínu spákonu.

    Djöflaeyjan er heillandi saga um lítríkar persónur, vináttu, ástir, vonir og þrár sem gerist á miklum umbrotatímum í íslensku samfélagi.

    Fjörug og skemmtileg ný tónlist frá Memfismafíunni!

    Þjóðleikhúsið í samstarfi við Baltasar Kormák

    Umræður eftir 6. sýningu – laugardaginn 17. september.

    Opið hús í Borgarleikhúsinu

    sep 3, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    borgarleikhúsið 2015 stórOpið hús í Borgarleikhúsinu verður laugardaginn 3. september kl. 13:00-16:00. Hægt verður að fara í skoðurnarferðir um húsið, sýnt verður atriði úr MAMMA MIA!, þú getur kíkt á æfingar, Villi vísindamaður og Lalli töframaður verður á staðnum. Boðið verður uppá rjúkandi vöfflur og margt fleria verður í boði. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

     

    Vinningshafinn í síðasta leikhúsleik

    ágú 31, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    hhi-vinningshafi-leikhus2

    Ekkert smá heppin hún Elísa Guðlaug Jónsdóttir þann 12. júní þegar hún vann iPhone 6 ásamt 30.000 kr. gjafabréf á Argentínu Steikhús og 2 miða á Grímuna í leikhúsleik á leikhus.is í boði Happadrætti Háskóla Íslands

    Við óskum henni innilega til hamingju með vinninginn.

     

    Vinningshafar Grímunar

    jún 21, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    gríman stor

    Grímuna árið 2016 hlutu eftirfarandi:

     

    Útvarpsleikrit ársins var Fylgsnið eftir Hávar Sigurjónsson í leikstjórn Hilmars Jónssonar.

     

    Verðlaun fyrir leikmynd ársins fékk Ilmur Stefánsdóttir fyrir leikmynd sína í Njálu.

     

    Grímuverðlaun fyrir búninga ársins hlaut Sunneva Ása fyrir Njálu.

     

    Verðlaun fyrir lýsingu ársins hlaut Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir Njálu.

     

    Verðlaun fyrir hljóðmynd ársins Valdimar Jóhannsson og Baldvin þór  Jóhannsson fyrir Njálu.

     

    Sviðshreyfingar ársins  voru verðlaunaðar og hlaut Erna Ómarsdóttir Grímuna að þessu sinni.

     

    Sprota ársins eða frumkvöðlaverðlaun Grímunnar hlutu Hrafnhildur Hagalín og Björn Thors fyrir sýninguna Flóð.

     

    Verðlaun fyrir barnasýningu ársins hlaut sýningin Vera og vatnið í sviðsetningu Bí bí og blaka hópsins.

     

    Grímuna fyrir leikara ársins í aukahlutverki hlaut Hjörtur Jóhann Jóhannsson fyrir hlutverk sitt í Njálu.

     

    Krístín Þóra Haraldsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Auglýsingu ársins.

     

    Grímuna fyrir tónlist ársins hlutu Árni Heiðar Karlsson og  Valdimar Jóhannsson fyrir tónlist þeirra í Njálu sýningu Borgarleikhússins.

     

    Söngvari ársins árið 2016 er Elmar Gilbertsson fyrir hlutverk sitt í óperunni Don Giovanni.

     

    Leikari ársins í aðalhlutverki árið 2016 er Hilmir Snær Guðnason fyrir hlutverk sitt í sýningunni Hver er hræddur við Virginíu Woolf.

     

    Leikkona ársins í aðalhlutverki árið 2016 er Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir hlutverk sitt í Njálu.

     

    Dansari ársins ársins 2016 er Aðalheiður Halldórsdóttir.

     

    Danshöfundar ársins árið 2016 eru Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir fyrir sýningu sína The Valley.

     

    Leikrit ársins árið 2016 er Njála sýning Borgarleikhússins og íslenska dansflokksins. Leikverk eftir Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarson.

     

    Leikstjóri ársins árið 2016 er Þorleifur Örn Arnarsson fyrir sýninguna Njálu.

     

    Heiðursverðlaunahafi Grímunnar árið 2016 er Stefán Baldursson leikstjóri.

     

    Sýning ársins er Njála. Borgarleikhúsið er ótvíræður sigurvegari ársins með 13 verðlaun alls þetta árið.

    Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins

    jún 4, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    ekkertaðóttast stor

    Sýning Leikfélags Hafnarfjarðar, Ekkert að Óttast var valin Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2016 af valnefnd Þjóðleikhússins og því eru Óttar Einarsson & Co á leið í Þjóðleikhúsið, nánar tiltekið Kassann í kvöld kl. 19.30.

    Ekkert að óttast (Gunnar á Leiðarenda) er gamanleikur eftir 12 höfunda úr höfundasmiðju LH. Leikritunarferlið tók um tvær vikur þar sem hver höfundur byrjaði á að skila inn einni persónu í persónubanka sem undirritaður skar síðan niður í sjö. Hver höfundur dró Tarot spil og saman mynduðu þau vísi að framvindu og áherslur sem reynt var að hafa til viðmiðs við skriftirnar. Dregið var um röð höfunda og í hvaða tímaröð þeir myndu skrifa. Hver höfundur hafði síðan 24 tíma til að skrifa sinn kafla í stykkið og sendi hann áfram á þann næsta í röðinni og svo koll af kolli. Út úr þessari vinnu fengum við handrit sem virkaði merkilega vel en sérvaldir höfundar úr hópnum eyddu síðan helgi við að umskrifa og samræma textann. Það var gert til að persónueinkenni héldu sér og eins til að fækka baksögum og slíkt.

    Tilnefningar til Grímunnar

    maí 30, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    gríman stor

    Tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna voru tilkynnt í dag.

    Alls voru veittar 93 tilnefningar í 19 flokkum. 34 verk voru tilnefnd af þeim 65 sem send voru inn. Grímuverðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu 13. júní næstkomandi.

    Njála, í leikgerð Mikaels Torfasonar, Þorleifs Arnar Arnarssonar og Ernu Ómarsdóttur, hlaut flestar tilnefningar til Grímunnar, Íslensku sviðslistarverðlaunanna, alls ellefu talsins. Sýningin ≈ [um það bil] hlaut átta tilnefningar og Mávurinn sjö.
    Hér að neðan má sjá allar tilnefningar til Grímunnar þetta árið.

    1. Sýning ársins

    ≈ [um það bil]
    eftir Jonas Hassen Khemir
    Í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Flóð
    eftir Hrafnhildi Hagalín og Björn Thors
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Illska
    eftir Eirík Örn Norðdahl
    í leikgerð Óskabarna ógæfunnar
    Sviðsetning – Óskabörn ógæfunnar og Borgarleikhúsið

    Mávurinn
    eftir Anton Tsjekhov
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Njála
    í leikgerð Mikaels Torfasonar, Þorleifs Arnar Arnarssonar og Ernu Ómarsdóttur
    Sviðsetning – Borgarleikhúsið og Íslenski dansflokkurinn

     

    2. Leikrit ársins
    Flóð

    eftir Hrafnhildi Hagalín og Björn Thors
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Njála
    í leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar
    Sviðsetning – Borgarleikhúsið og Íslenski dansflokkurinn

    Illska
    eftir Eirík Örn Norðdahl
    í leikgerð Óskabarna ógæfunnar
    Sviðsetning – Óskabörn ógæfunnar og Borgarleikhúsið

    Old Bessastaðir
    eftir Sölku Guðmundsdóttur
    Í sviðsetningu Sokkabandsins

    Auglýsing ársins
    eftir Tyrfing Tyrfingsson
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    3. Leikstjóri ársins

    Una Þorleifsdóttir
    ≈ [um það bil]
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Unnur Ösp Stefánsdóttir
    MAMMA MÍA!
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Vignir Rafn Valþórsson
    Illska
    í sviðsetningu Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

    Yana Ross
    Mávurinn
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Þorleifur Örn Arnarsson
    Njála
    í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

     

    4. Leikari ársins í aðalhlutverki

    Hilmir Snær Guðnason
    Hver er hræddur við Virginiu Woolf?
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Ingvar E. Sigurðsson
    Heimkoman
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Stefán Hallur Stefánsson
    ≈ [um það bil]
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Sveinn Ólafur Gunnarsson
    Illska
    í sviðsetningu Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

    Þröstur Leó Gunnarsson
    ≈ [um það bil]
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

     

    5. Leikari ársins í aukahlutverki

    Björn Hlynur Haraldsson
    Heimkoman
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Hannes Óli Ágústsson
    Illska
    í sviðsetningu Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

    Hilmir Snær Guðnason
    Mávurinn
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Hjörtur Jóhann Jónsson
    Njála
    í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

    Oddur Júlíusson
    ≈ [um það bil]
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

     

    6. Leikkona ársins í aðalhlutverki

    Brynhildur Guðjónsdóttir
    Njála
    í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

    Edda Björg Eyjólfsdóttir

    4:48 Psychosis
    í sviðsetningu Edda Productions, Þjóðleikhússins og Aldrei óstelandi

    Halldóra Geirharðsdóttir
    Mávurinn
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Margrét Vilhjálmsdóttir
    Hver er hræddur við Virginíu Woolf?
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Nína Dögg Filippusdóttir
    Sporvagninn Girnd
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

     

    7. Leikkona ársins í aukahlutverki

    Elma Stefanía Ágústsdóttir
    Hver er hræddur við Virginíu Woolf?
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Katrín Halldóra Sigurðardóttir
    Í hjarta Hróa hattar
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins og Vesturports

    Katrín Halldóra Sigurðardóttir
    ≈ [um það bil]
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Kristín Þóra Haraldsdóttir
    Auglýsing ársins
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Lára Jóhanna Jónsdóttir
    Sporvagninn Girnd
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

     

    8. Leikmynd ársins

    Börkur Jónsson
    Í hjarta Hróa hattar í sviðsetningu Þjóðleikhússins og Vesturports

    Gretar Reynisson
    Hver er hræddur við Virginíu Woolf?
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Halla Gunnarsdóttir
    Hleyptu þeim rétta inn
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Ilmur Stefánsdóttir
    Njála
    í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

    Zane Philström
    Mávurinn
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    9. Búningar ársins

    Eva Signý Berger
    Auglýsing ársins
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Filippía I. Elísdóttir
    MAMMA MÍA!
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Filippía I. Elísdóttir
    Mávurinn í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Hildur Yeoman
    Kafli 2: Og himinninn kristallast
    í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

    Sunneva Ása Weisshappel
    Njála
    í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

     

    10. Lýsing ársins

    Björn Bergsteinn Guðmundsson

    Kafli 2: Og himinninn kristallast í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

    Björn Bergsteinn Guðmundsson

    Mávurinn í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Björn Bergsteinn Guðmundsson
    Njála í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

    Ólafur Ágúst Stefánsson
    Hleyptu þeim rétta inn í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Þórður Orri Pétursson
    MAMMA MÍA! í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    11. Tónlist ársins 
    Árni Heiðar Karlsson og Valdimar Jóhannsson Njála
    í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

    Baldur Ragnarsson og Gunnar Ben
    Umhverfis jörðina á 80 dögum í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Einar Scheving
    Heimkoman í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Kristján Kristjánsson – KK
    Vegbúar í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Salka Sól Eyfeld, Aron Steinn Ásbjarnarson, Sigurður Ingi Einarsson, Tómas Jónsson og Örn Ýmir Arason
    Í hjarta Hróa hattar
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins og Vesturports

     

    12. Hljóðmynd ársins

    Baldvin Þór Magnússon og Valdimar Jóhannsson
    Njála í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksin

    Gísli Galdur Þorgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson
     ≈ [um það bil] í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Högni Egilsson og Elvar Geir Sævarsson
    Hleyptu þeim rétta inn í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Kristinn Gauti Einarsson
    Í hjarta Hróa hattar í sviðsetningu Þjóðleikhússins og Vesturports

    Valdimar Jóhannsson og Baldvin Þór Magnússon
    Kafli 2: Og himinninn kristallast í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
    13. Söngvari ársins 2016 
    Elmar Gilbertsson
    Don Giovanni í sviðsetningu Íslensku óperunnar

    Hallveig Rúnarsdóttir
    Don Giovanni í sviðsetningu Íslensku óperunnar

    Jóhanna Vigdís Arnardóttir
    MAMMA MÍA! í sviðsetningu Borgarleikhússin

    Salka Sól Eyfeld
    Í hjarta Hróa hattar í sviðsetningu Þjóðleikhússins og Vesturports

    Þóra Einarsdóttir
    Don Giovanni í sviðsetningu Íslensku óperunnar

    Þórunn Arna Kristjánsdóttir
    MAMMA MÍA! í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    14. Dans- og sviðshreyfingar ársins

    Birna Björnsdóttir og Selma Björnsdóttir ≈ [um það bil]
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Brogan Davison
     Illska
    í sviðsetningu Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

    Erna Ómarsdóttir Njála
    í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksin

    Katrín Mist Haraldsdóttir Píla Pína
    í sviðsetningu Menningarfélags Akureyrar

    Lee Proud MAMMA MÍA!
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    15. Barnasýning ársins

    Í hjarta Hróa hattar eftir David Farr
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins og Vesturports

    Óður og Flexa halda afmæli eftir Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttur
    í sviðsetningu Íslenska dansflokksin

    Vera og vatnið
     eftir Tinnu Grétarsdóttur, Snædísi Lilju Ingadóttur, Guðnýju Hrund Sigurðardóttur og Sólrúnu Sumarliðadóttur
    í sviðsetningu Bíbí og blak

     

    16. Dansari ársins 
    Aðalheiður Halldórsdóttir
    Persóna – What a feeling í sviðsetningu Íslenska dansflokksin

    Inga Huld Hákonardóttir
    The Valley í sviðsetningu Menningarfélagsins Tvíeindar, Reykjavík Dance Festival og Tjarnarbíó

    Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
    Milkywhale í sviðsetningu Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur og Reykjavik Dance Festiva

    Rósa Ómarsdóttir
    The Valley í sviðsetningu Menningarfélagsins Tvíeindar, Reykjavík Dance Festival og Tjarnarbíó

    Saga Sigurðardóttir
    Macho man í sviðsetningu Katrínar Gunnarsdóttur og Reykjavík Dance Festival
    17. Danshöfundur ársins

    Hannes Þór Egilsson og Þyrí Huld Árnadóttir í samvinnu við dansarana
    Óður og Flexa halda afmæli í sviðsetningu Íslenska dansflokksin

    Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir
    The Valley í sviðsetningu Menningarfélagsins Tvíeindar, Reykjavík Dance Festival og Tjarnarbíó

    Katrín Gunnarsdóttir
    Kvika í sviðsetningu Menningarfélagsins Tær í samstarfi við Þjóðleikhúsi

    Katrín Gunnarsdóttir
    Macho man í sviðsetningu Katrínar Gunnarsdóttur og Reykjavík Dance Festiva

    Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
    Milkywhale í sviðsetningu Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur og Reykjavik Dance Festival
    18. Útvarpsverk ársins

    Fylgsnið eftir Hávar Sigurjónsson
    Leikstjórn Hilmar Jónsson
    Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV

    SEK eftir Hrafnhildi Hagalín
    Leikstjórn Marta Nordal
    Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV

    Skuggablóm
     eftir Margréti Örnólfsdóttur
    Leikstjórn Ragnar Bragason
    Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV
    19. Sproti ársins 
    Björn Leó Brynjarsson fyrir Frama
    eftir Björn Leó Brynjarsson
    í sviðsetningu TAKA TAKA og Reykjavik Dance Festival

    Hrafnhildur Hagalín og Björn Thors fyrir Flóð
    eftir Hrafnhildi Hagalín og Björn Thors
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Improv Ísland fyrir Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum
    í sviðsetningu Improv Ísland og Þjóðleikhússins

    Kriðpleir fyrir Krísufund
    eftir Bjarna Jónsson, Friðgeir Einarsson, Árna Vilhjálmsson og Ragnar Ísleif Bragason
    í sviðsetningu Kriðpleirs

    Ragnheiður Harpa Leifsdóttir fyrir Söng kranans
    eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur
    í sviðsetningu Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur og Reykjavík Dance Festival

    Sómi þjóðar – Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson fyrir Könnunarleiðangur til Koi
    eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunnarsson
    í sviðsetningu Sóma þjóðar og Tjarnarbíós

    Aðalfundur

    maí 24, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Kopleik

    Aðalfundur Leikfélags Kópavogs verður haldinn í Leikhúsinu Funalind 2, mán. 13. júní kl. 19.30.

    Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skvt. lögum félagsins eins og hér segir:

     

    6. grein
    Aðalfundastörf
    Störf aðalfundar eru þessi:

    a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
    b) Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu lesin upp.
    c) Skýrslur nefnda lesnar upp.
    d) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta reikningsár.
    e) Stjórnarkjör.
    f) Kosning hússtjórnar
    g) Kosningar tveggja endurskoðenda og eins til vara.
    h) Aðrar kosningar.
    i) Lagabreytingar.Tillögur skulu sendar eða kynntar í stjórn eigi síðar en 4 vikum fyrir aðalfund.
    j) Ákvörðun félagsgjalda.
    k) Önnur mál.
    l) Afgreiðsla fundargerðar.

    Allir eru velkomnir á fundinn en aðeins skuldlausir félagar eiga atkvæðisrétt á fundinum.

    Síður:«1...65666768697071...99»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!