júní | 2022 | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Archive from júní, 2022

Leiklistarskóla BÍL slitið í 25. sinn

jún 28, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
Leiklistarskóla BÍL var slitið í 25. sinn nú um helgina.

Leiklistarskóla BÍL var slitið í 25 sinn um liðna helgi. Fjörutíu nemendur útskrifuðust af 3 námskeiðum en auk þeirra voru 11 höfundar í heimsókn að vinna að verkum sínum. Haldin voru námskeiðin Leiklist I í stjórn Ólafs Ásgeirssonar, Leikstjórn II sem Jenný Lára Arnórsdóttir stýrði og sérnámskeiðið Hvernig segjum við sögu? í stjórn Ágústu Skúladóttur. 

Dýrleif Jónsdóttir og Hrefna Friðriksdóttir hafa látið af störfum sem skólastýrur.

Þau tíðindi voru tilkynnt á lokakvöldi að skólastýrur til 15 ára, þær Dýrleif Jónsdóttir og Hrefna Friðriksdóttir myndu nú láta af störfum. Var þeim klappað lof í lófa og þær leystar út með gjöfum með þakklæti fyrir fórnfúst starf í þágu skólans í einn og hálfan áratug. Þá voru nýir skólastjórnendur kynntir til sögunnar en það eru þau F. Elli Hafliðason og Jónheiður Ísleifsdóttir. 

Sjö ævintýri um skömm með flest verðlaun á grímunni

jún 22, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
Leikritið Sjö ævintýri um skömm fékk alls sex verðlaun á Grímunni í ár.

Leikritið Sjö ævintýri um skömm varð hlutskarpast á Grímunni í ár með fékk alls sex verðlaun og hlaut meðal annars verðlaun fyrir Leikrit og Leikara ársins í aðalhlutverki. Verðlaunin voru veitt í Þjóðleikhúsinu fyrir leiklistarárið 2022.
Þetta er í tuttugastsa skipti sem íslensku sviðslistaverðlaunin eru veitt en hátíðin var fyrst haldin þann 16. júní árið 2003.
Sýning ársins var 9 líf og hlaut leikritið alls þrenn verðlaun en Halldóra Geirharðsdóttir hlaut bæði verðlaunin Leikkona ársins í aðalhlutverki og Söngvari ársins. 
Sýningarnar Rómeó og Júlía og AIŌN hrepptu einnig þrenn verðlaun hvor og var Emil í Kattholti valin Barnasýning ársins. 
Heiðursverðlaun Sviðslistasambandsins hlaut Ólafur Haukur Símonarson fyrir ævistarf sitt. 
Vinningshafana má sjá hér að neðan.

Sýning ársins 
9 Líf
Eftir Ólaf Egil Egilsson
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Leikrit ársins
Sjö ævintýri um skömm
Eftir Tyrfing Tyrfingsson
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Leikstjóri ársins
Stefán Jónsson
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Leikari ársins í aðalhlutverki
Hilmir Snær Guðnason
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Leikari ársins í aukahlutverki
Vilhjálmur B Bragason
Skugga Sveinn
Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar

Halldóra Geirharðsdóttir hlaut tvenn verðlaun á Grímunni í ár.

Leikkona ársins í aðalhlutverki 
Halldóra Geirharðsdóttir
9 líf
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Leikkona ársins í aukahlutverki 
Margrét Guðmundsdóttir
Ein komst undan
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Leikmynd ársins
Börkur Jónsson
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Búningar ársins
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Lýsing ársinsHalldór Örn Óskarsson
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Tónlist ársins
Anna Þorvaldsdóttir
AIŌN
Sviðsetning – Íslenski Dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hljóðmynd ársins
Salka Valsdóttir, Kristinn Gauti Einarsson
Rómeó og Júlía
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Söngvari ársins
Halldóra Geirharðsdóttir
9 líf
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Dansari ársins
Shota Inoue
Rómeó <3 Júlía
Íslenski dansflokkurinn

Danshöfundur ársins
Erna Ómarsdóttir
AIŌN
Íslenski dansflokkurinn & Sinfóníuhljómsveit Íslands

Dans- og sviðshreyfingar ársins
Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Rebecca Hidalgo
Rómeó og Júlía
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Barnasýning ársins
Emil í Kattholti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2022
Ólafur Haukur Símonarson

Sjö ævintýri um skömm með flestar tilnefningar til Grímunnar

jún 8, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
Sjö ævintýrir um skömm er líkleg til verðlauna í ár

Leiksýningin Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson hlaut flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í dár með tólf tilnefningar. Þar á eftir kom sýningin 9 Líf eftir Ólaf Egil Egilsson með tíu tilnefningar.

Tilnefningarnar til íslensku sviðslistaverðlaunanna, Grímuverðlaunanna, voru kynntar í Þjóðleikhúskjallaranum í dag. Verðlaunahátíðin sjálf fer fram eftir viku, þriðjudagskvöldið 14. júní. Sýnt verður beint frá hátíðinni á RÚV.

Tilnefningar til Grímunnar 2022:

Sýning ársins:

 • 9 líf
 • Eftir Ólaf Egil Egilsson
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • AIŌN
 • Eftir Ernu Ómarsdóttir og Önnu Þorvaldsdóttir
 • Sviðsetning – Íslenski Dansflokkurinn og Sinfoníuhljómsveit Íslands
 • BALL
 • Eftir Alexander Roberts og Ásrúnu Magnúsdóttur
 • Sviðsetning – Íslenski Dansflokkurinn
 • Sjö ævintýri um skömm
 • Eftir Tyrfing Tyrfingsson
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Leikrit ársins:

 • 9 líf
 • Eftir Ólaf Egil Egilsson
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Blóðuga kanínan
 • Eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur
 • Sviðsetning – Fimbulvetur í samastarfi við Murmur productions og Tjarnarbíó
 • Njála á hundavaði
 • Eftir Hjörleif Hjartarson
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Sjö ævintýri um skömm
 • Eftir Tyrfing Tyrfingsson
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Leikstjóri ársins:

 • Ólafur Egill Egilsson
 • 9 líf
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Una Þorleifsdóttir
 • Ást og upplýsingar
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Stefán Jónsson
 • Sjö ævintýri um skömm
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Vala Ómarsdóttir
 • TÆRING
 • Sviðsetning – HÆLIÐ setur um sögu berklanna í samstarfi við LA
 • Agnes Wild
 • Tjaldið
 • Sviðsetning – Miðnætti í samstarfi við Borgarleikhúsið

Leikari í aðalhlutverki:

 • Almar Blær Sigurjónsson
 • Ásti og upplýsingar
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Björn Stefánsson
 • 9 líf
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Gísli Örn Garðarsson
 • Ég hleyp
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Hilmir Snær Guðnason
 • Sjö ævintýri um skömm
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Sigurbjartur Sturla Atlason
 • Rómeó og Júlía
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Leikari í aukahlutverki:

 • Eggert Þorleifsson
 • Sjö ævintýri um skömm
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Hallgrímur Ólafsson
 • Rómeó og Júlía
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Sigurður Þór Óskarsson
 • Emil í Kattholti
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Snorri Engilbertsson
 • Framúrskarandi vinkona
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Vilhjálmur B Bragason
 • Skugga Sveinn
 • Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar

Leikkona í aðalhlutverki:

 • Ebba Katrín Finnsdóttir
 • Rómeó og Júlía
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Halldóra Geirharðsdóttir
 • 9 líf
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Ilmur Kristjánsdóttir
 • Sjö ævintýri um skömm
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Vala Kristín Eiríksdóttir
 • Þétting hryggðar
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Vigdís Hrefna Pálsdóttir
 • Framúrskarandi vinkona
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Leikkona í aukahlutverki:

 • Ásthildur Úa Sigurðardóttir
 • Emil í Kattholti
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Kristín Þóra Haraldsdóttir
 • Sjö ævintýri um skömm
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Margrét Ákadóttir
 • Ein komst undan
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Margrét Guðmundsdóttir
 • Ein komst undan
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Ólafía Hrönn Jónsdóttir
 • Sjö ævintýri um skömm
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Leikmynd ársins:

 • Ilmur Stefánsdóttir
 • 9 líf
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Eva Signý Berger
 • Emil í Kattholti
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
 • Hvíla sprungur
 • Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn & Last Minute Productions
 • Guðný Hrund Sigurðardóttir
 • Kjarval
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Börkur Jónsson
 • Sjö ævintýri um skömm
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Búningar ársins:

 • Erna Guðrún Fritzdóttir
 • BALL
 • Sviðsetning – Íslenski Dansflokkurinn
 • Aldís Davíðsdóttir
 • Hetja
 • Sviðsetning – Skýjasmiðjan
 • Karen Briem & Sunneva Weisshappel
 • Rómeó <3 Júlía
 • Sviðsetning – Íslenski Dansflokkurinn
 • Anna Rún Tryggvadóttir og Urður Hákonardóttir
 • Rómeó og Júlía
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
 • Sjö ævintýri um skömm
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Lýsing ársins:

 • Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir
 • Ein komst undan
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Björn Bergsteinn Guðmundsson
 • Framúrskarandi vinkona
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Pálmi Jónsson
 • Hvíla sprungur
 • Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn & Last Minute Productions
 • Halldór Örn Óskarsson
 • Sjö ævintýri um skömm
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Ólafur Ágúst Stefánsson
 • Skugga Sveinn
 • Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar

Tónlist ársins:

 • Anna Þorvaldsdóttir
 • AIŌN
 • Sviðsetning – Íslenski Dansflokkurinn og Sinfoníuhljómsveit Íslands
 • Guðmundur Óskar Guðmundsson, Matthildur Hafliðadóttir
 • Ásta
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Axel Ingi Árnason
 • Góðan daginn, faggi
 • Sviðsetning – Stertabenda í samstarfi við Þjóðleikhúsið
 • Hundur í óskilum
 • Njála á hundavaði
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Salka Valsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Auður, Bríet Ísis Elfar
 • Rómeó og Júlía
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Hljóðmynd ársins:

 • Gunnar Sigurbjörnsson, Þórður Gunnar Þorvaldsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson
 • 9 líf
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Kristinn Gauti Einarsson
 • Ást og upplýsingar
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Ísidór Jökull Bjarnason
 • Ég hleyp
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Salka Valsdóttir, Kristinn Gauti Einarsson
 • Rómeó og Júlía
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Ólafur Björn
 • Það sem er
 • Sviðsetning – Annað Svið í samastarfi við Tjarnarbíó

Söngvari ársins:

 • Bjarni Snæbjörnsson
 • Góðan daginn, faggi
 • Sviðsetning – Stertabenda í samstarfi við Þjóðleikhúsið
 • Björn Stefánsson
 • 9 líf
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Halldóra Geirharðsdóttir
 • 9 líf
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Matthildur Hafliðadóttir
 • Ásta
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Selma Björnsdóttir
 • Bíddu bara
 • Sviðsetning – Gaflaraleikhúsið

Dansari ársins:

 • Emilía B. Gísladóttir
 • BALL
 • Íslenski dansflokkurinn
 • Emilía B. Gísladóttir
 • Hvíla sprungur
 • Íslenski dansflokkurinn & Last Minute Productions
 • Halla Þórðardóttir
 • ROF
 • Sveinbjörg Þórhallsdóttir í samstarfi við Tjarnarbíó
 • Saga Sigurðardóttir
 • Rómeó <3 Júlía
 • Íslenski dansflokkurinn
 • Shota Inoue
 • Rómeó <3 Júlía
 • Íslenski dansflokkurinn

Danshöfundur ársins:

 • Erna Ómarsdóttir
 • AIŌN
 • Íslenski dansflokkurinn & Sinfóníuhljómsveit Íslands
 • Alexander Roberts & Ásrún Magnúsdóttir
 • BALL
 • Íslenski dansflokkurinn
 • Erna Ómarsdóttir & Halla Ólafsdóttir
 • Rómeó <3 Júlía
 • Íslenski dansflokkurinn
 • Inga Maren Rúnarsdóttir
 • Hvíla sprungur
 • Íslenski dansflokkurinn & Last Minute Productions
 • Inga Huld Hákonardóttir
 • Neind Thing
 • Inga Huld Hákonardóttir í samstarfi við Tjarnarbíó

Dans og sviðshreyfingar:

 • Lee Proud
 • 9 líf
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Lee Proud
 • Emil í Kattholti
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Emily Terndrup, Conor Doyle
 • Framúrskarandi vinkona
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Rebecca Hidalgo
 • Rómeó og Júlía
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Sveinbjörg Þórhallsdóttir
 • Sjö ævintýri um skömm
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Barnasýning ársins:

 • Emil í Kattholti
 • Sviðsetning – Borgarleikhúsið
 • Tjaldið
 • Sviðsetning – Miðnætti í samstarfi við Borgarleikhúsið
 • Eftir Agnesi Wild, Sigrúnu Harðardóttur, Nick Candy og Evu Björg Harðardóttur
 • Umskiptingur
 • Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
 • Eftir Sigrúnu Eldjárn

Sproti ársins:

 • Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
 • Fyrir verkið When the bleeding stops
 • Umbúðalaust
 • Helgi Rafn Ingvarsson og Rebecca Hurst
 • fyrir verkið Music and the Brain
 • FWD Youth Company
 • Plöntutíð

Leikkonan og fíflið

jún 5, 2022   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
Listahópurinn Kvistur hefur sent frá sér nýtt hlaðvarpsleikrit.

Listahópurinn Kvistur sendir frá sér fjórða leikritið í röð hlaðvarpsleikrita en hópurinn hóf að gera hlaðvarpsleikrit á sínum tíma í samkomubanni vegna heimsfaraldurs. Leikritið er eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttir og var skrifað árið 2016 og vann þá meðal annars örleikrita samkeppni Uppsprettunnar. Leikkonan og fíflið fjallar um stöðu leikhússins sem samfélagsrýnis en í gegnum samræður leikkonunnar við fíflið er snert á sögu leikhússins og velt upp spurningum um hlutverk leikarans og áhorfandans.

Leikarar eru Gunnar Jónsson og Eyrún Ósk Jónsdóttir en Óskar Harðarson  sér um tónlist og hljóðmynd.

Verkið er styrkt af Menningarnefnd Hafnarfjarðar

loading