desember | 2016 | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Archive from desember, 2016

  Hún pabbi

  des 29, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  hunpabbi-stor

  Í nútímasamfélagi eru fjölmörg tækifæri til þess að framleiða „hina fullkomnu“ útgáfu af sjálfum þér. Í veröld internets og samfélagsmiðla er auðvelt að stilla upp glansmynd af eigin sjálfi, laust við erfiðleika, skömm og – kannski sannleika. En það er líka til fólk sem þorir ekki að lifa eftir sannfæringu sinni og framleiðir ímynd sína alla ævi. Ástæður geta verið margar; skömm, ótti eða jafnvel einhvers konar „tillitssemi“ í garð sinna nánustu. Óttinn við að særa og verða öðrum til skammar. Hannes Óli Ágústsson, leikari, upplifði aldrei nánd við föður sinn. Í æsku öfundaði hann leikfélagana af sambandi þeirra við feður sína. Hannes vildi bara „venjulegan pabba“ en faðir hans var fjarlægur þrátt fyrir að vera til staðar. Innst inni vissi Hannes að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Dag einn breyttist allt. Pabbi hans lét sig einfaldlega hverfa og varð Anna Margrét Grétarsdóttir, þá 57 ára gömul. Hún tilkynnti eiginkonu sinni til 30 ára og börnum sínum tveimur að hún væri í raun ekki sá sem þau héldu öll þessi ár. Hún var ekki Ágúst Már, heldur Anna Margrét.
  Missir, sorg og söknuður blöstu við. Líf þeirra var lygi. Á sama tíma krefst samfélagið þess að aðstandendur styðji ástvini sína, styðji hann – styðji hana – og hjálpi henni að takast á við lífið á nýjan leik.

  Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning

  Óþelló í Þjóðleikhúsinu

  des 29, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  othello-stor

  Sígilt meistaraverk, æsispennandi harmleikur um valdabaráttu, losta og afbrýðisemi

  Gísli Örn og Vesturport takast á nýjan leik á við Shakespeare, í fyrsta sinn frá því að hópurinn gladdi áhorfendur með hinni feykivinsælu sýningu á Rómeó og Júlíu í þýðingu Hallgríms Helgasonar sem frumsýnd var árið 2002. Sú sýning hefur verið leikin rúmlega 400 sinnum víðs vegar um heiminn á þremur tungumálum, og var meðal annars sett upp á West End í London.

  Vesturport hefur nú fengið Hallgrím Helgason aftur til liðs við sig og leggur til atlögu við eitt tilfinningaþrungnasta verk Shakespeares. Eldheitt ástarsamband Óþellós við Desdemónu gerir hann varnarlausan gegn nístandi afbrýðisemi.

  Ný uppfærsla þar sem samkeppni, metorðagirnd, slagsmál og ástir skapa kraftmikla leikhúsupplifun í anda hinna vinsælu sýninga Vesturports.

  Leikritið er sett upp á 400 ára ártíð Shakespeares.

  Frumsýning

  des 29, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  salkavalka-stor

  Þann 30. desember frumsýnir Borgarleikhúsið Sölku Völku á Stóra sviðinu.

  Salka Valka er ein þekktasta saga Halldórs Laxness og sú sem ruddi braut hans til alþjóðlegra vinsælda. Hún er hetjusaga ungrar stúlku sem brýst úr fátækt og fáfræði og nær að verða mikils metinn þjóðfélagsþegn af eigin rammleik með seiglu og einbeittum vilja.

  Sagan gerist á Óseyri við Axlarfjörð en þangað flytja mæðgurnar Sigurlína og Salka. Salka litla er stolt og sterk en Sigurlína móðir hennar treystir alfarið á himnaföðurinn og Hjálpræðisherinn. Örlög fólksins á Óseyri eru að mestu á valdi kaupmannsins Jóhanns Bogesen en átakatímar fara í hönd og nýir vindar blása um þjóðfélagið. Áhrifavaldar í lífi mæðgnanna eru aðallega hinn ungi og mælski Arnaldur ásamt Steinþóri sem er alger andstæða hans; uppfullur af frumkrafti sem bæði skelfir og heillar.

  Uppfærsla Yönu Ross varpar nýju og óvæntu ljósi á eina af þekktustu sögum Halldórs Laxness. Úr verður spennandi ferðalag á vit Sölku Völku í fortíð og nútíð. Yana Ross leikstýrði rómaðri sýningu á Mávinum á síðasta leikári og er að verða með eftirsóttari leikstjórum í Evrópu – Salka Guðmundsdóttir er eitt efnilegasta leikskáld þjóðarinnar. Þær leiða saman hesta sína í nýrri leikgerð að Sölku Völku.

  Salka Valka

  des 29, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  salkavalka-stor

  Salka Valka er ein þekktasta saga Halldórs Laxness og sú sem ruddi braut hans til alþjóðlegra vinsælda. Hún er hetjusaga ungrar stúlku sem brýst úr fátækt og fáfræði og nær að verða mikils metinn þjóðfélagsþegn af eigin rammleik með seiglu og einbeittum vilja.

  Sagan gerist á Óseyri við Axlarfjörð en þangað flytja mæðgurnar Sigurlína og Salka. Salka litla er stolt og sterk en Sigurlína móðir hennar treystir alfarið á himnaföðurinn og Hjálpræðisherinn. Örlög fólksins á Óseyri eru að mestu á valdi kaupmannsins Jóhanns Bogesen en átakatímar fara í hönd og nýir vindar blása um þjóðfélagið. Áhrifavaldar í lífi mæðgnanna eru aðallega hinn ungi og mælski Arnaldur ásamt Steinþóri sem er alger andstæða hans; uppfullur af frumkrafti sem bæði skelfir og heillar.

  Uppfærsla Yönu Ross varpar nýju og óvæntu ljósi á eina af þekktustu sögum Halldórs Laxness. Úr verður spennandi ferðalag á vit Sölku Völku í fortíð og nútíð. Yana Ross leikstýrði rómaðri sýningu á Mávinum á síðasta leikári og er að verða með eftirsóttari leikstjórum í Evrópu – Salka Guðmundsdóttir er eitt efnilegasta leikskáld þjóðarinnar. Þær leiða saman hesta sína í nýrri leikgerð að Sölku Völku.

  Óþelló til Bogotá

  des 29, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  othello-stor

  Óþelló í uppsetningu Þjóðleikhússins og Vesturports, sem frumsýnd var annan í jólum, hefur verið valin til þátttöku í stærstu leiklistarhátíð Suður- Ameríku í Mars 2018 í Bogotá í Kólumbíu.

  Vesturport hefur áður tekið þátt í leiklistarhátíðinni í Bogotá en leiksýningin Hamskiptin, sem byggð er á skáldsögu Franz Kafka, var sett þar upp árið 2010. „Þetta var mögnuð upplifun,“ segir Gísli Örn og segist hlakka mikið til að upplifa ævintýrið á nýjan leik.

  Gísli Örn og Vesturport takast á nýjan leik á við Shakespeare, í fyrsta sinn frá því að hópurinn gladdi áhorfendur með hinni feykivinsælu sýningu á Rómeó og Júlíu í þýðingu Hallgríms Helgasonar sem frumsýnd var árið 2002. Sú sýning hefur verið leikin rúmlega 400 sinnum víðs vegar um heiminn á þremur tungumálum, og var meðal annars sett upp á West End í London.

  Vesturport hefur nú fengið Hallgrím Helgason aftur til liðs við sig og leggur til atlögu við eitt tilfinningaþrungnasta verk Shakespeares. Eldheitt ástarsamband Óþellós við Desdemónu gerir hann varnarlausan gegn nístandi afbrýðisemi.

  Ný uppfærsla þar sem samkeppni, metorðagirnd, slagsmál og ástir skapa kraftmikla leikhúsupplifun í anda hinna vinsælu sýninga Vesturports.

  Leikritið er sett upp á 400 ára ártíð Shakespeares.

  Óþelló

  des 23, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  othello-stor

  Sígilt meistaraverk, æsispennandi harmleikur um valdabaráttu, losta og afbrýðisemi

  Gísli Örn og Vesturport takast á nýjan leik á við Shakespeare, í fyrsta sinn frá því að hópurinn gladdi áhorfendur með hinni feykivinsælu sýningu á Rómeó og Júlíu í þýðingu Hallgríms Helgasonar sem frumsýnd var árið 2002. Sú sýning hefur verið leikin rúmlega 400 sinnum víðs vegar um heiminn á þremur tungumálum, og var meðal annars sett upp á West End í London.

  Vesturport hefur nú fengið Hallgrím Helgason aftur til liðs við sig og leggur til atlögu við eitt tilfinningaþrungnasta verk Shakespeares. Eldheitt ástarsamband Óþellós við Desdemónu gerir hann varnarlausan gegn nístandi afbrýðisemi.

  Ný uppfærsla þar sem samkeppni, metorðagirnd, slagsmál og ástir skapa kraftmikla leikhúsupplifun í anda hinna vinsælu sýninga Vesturports.

  Leikritið er sett upp á 400 ára ártíð Shakespeares.

  Ævisaga einhvers

  des 11, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  aevisagaeinhverns

  Ævisaga einhvers

  æviatriði hundrað einstaklinga
  Leikhópurinn Kriðpleir segir sögur venjulegs fólks, þeirra sem ekki hefur þótt taka að skrifa bækur um. Langflest erum við jú bara að fást við eitthvað venjulegt megnið af ævinni, stússa, versla í Bónus, vaska upp, hlusta á útvarpið, fara á fund með skólasálfræðingnum, fá lánaða kerru, færa hluti á milli staða. Og svo framvegis. Einhver verður að segja þá sögu.
  verk eftir Kriðpleir;
  Árna Vilhjálmsson
  Bjarna Jónsson
  Friðgeir Einarsson
  Ragnar Ísleif Bragason
  Á sviði:
  Árni Vilhjálmsson
  Friðgeir Einarsson
  Ragnar Ísleifur Bragason
  Utan sviðs:
  Bjarni Jónsson
  Leikmynd og búningar:
  Sigrún Hlín Sigurðardóttir
  Videó og hljóðmynd:
  Guðmundur Vignir Karlsson
  Sönglög:
  Árni Vilhjálmsson
  Birgir Ísleifur Gunnarsson
  Lýsing:
  Ólafur Ágúst Stefánsson
  Einhver:
  Ylfa Ösp Áskelsdóttir
  Hönnun kynningarefnis:
  Guðmundur Úlfarsson
  Fyrri verk Kriðpleirs:
  Blokk (2012)
  Tiny Guy (2013)
  Síðbúin rannsókn (2014)
  Crisis Meeting (2015)

  Horft frá brúnni – Lokasýning í kvöld

  des 11, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  horftfrabrunni-stor

  Horft frá brúnni er eitt magnaðasta leikrit 20. aldarinnar. Áhrifamikil saga um örlög alþýðufólks í hafnarhverfi í New York, verk um forboðnar ástir, svik og leitina að frelsi í landi tækifæranna.

  Hafnarverkamaðurinn Eddie Carbone og Beatrice eiginkona hans hafa gengið Katrínu, systurdóttur Beatrice, í foreldrastað. Fjölskyldan skýtur skjólshúsi yfir tvo unga menn frá Sikiley, ólöglega innflytjendur, og Katrín verður fljótt ástfangin af yngri manninum. Eddie hefur ávallt lagt sig fram um að vernda fósturdóttur sína og tekur þá afdrifaríku ákvörðun að skilja elskendurna ungu að.

  Leikstjóri sýningarinnar, Stefan Metz, hefur starfað í virtum leikhúsum víða um Evrópu en nýverið setti hann upp rómaða sýningu á Eldrauninni eftir Arthur Miller hér í Þjóðleikhúsinu.

  Höfundur: Arthur Miller
  Leikstjórn: Stefan Metz
  Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui
  Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
  Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson
  Aðstoðarleikstjóri: Vigdís Hrefna Pálsdóttir
  Þýðing: Sigurður Pálsson

  Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Harpa Arnardóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Snorri Engilbertsson, Arnar Jónsson og fleiri

  Sýnt á Stóra sviðinu

  Gjafakort í Borgarleikhúsinu

  des 11, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  borgarleikhúsið 2015 stór

  Gjafakort í Borgarleikhúsið er ávísun á einstaka kvöldstund sem aldrei gleymist.

  Kortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út

  Einnig er hægt að panta ljúffengar snittur eða tapasrétti til að njóta í fyrir sýningu eða í hléi

  Jólatilboð  – ath aðeins er hægt að kaupa jólatilboð í miðasölu Borgarleikhússins eða í síma 568-8000.

  Gjafakort fyrir tvo ásamt ljúfengri leikhúsmáltíð fyrir sýningu eða í hléi 12.950 kr.

  Blái hnötturinn – Miði fyrir tvo á þessa vinsælu fjölskyldusýningu og geisladiskur með tónlistinni  10.600 kr.

  Úti að aka  –  Gjafakort fyrir tvo á gamanleik eins og þeir gerast bestir  9.950 kr.

  Vertu velkomin í Borgarleikhúsið!

  Jesús litli snýr aftur!

  des 5, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

  jesuslitili

  Alltaf á aðventunni – Sýning ársins 2010

  JÓLIN KOMA MEÐ MANNBÆTANDI LEIKHÚSPERLU

  Við erum stödd í Palestínu á því herrans ári núll. Rómverjar hafa sölsað undir sig landið og Heródes er settur landsstjóri. Þegar spyrst út að frelsari muni fæðast í landinu kemur tilskipun frá honum um að myrða skuli öll sveinbörn, tveggja ára og yngri. Ljótt er það. Hver fæðir eiginlega barn inn í slíkt ástand?

  Öll vitum við að Jólaguðspjallið er einstaklega fallegt og hátíðlegt, en það er ekki síður átakanlegt. Trúðarnir láta allt flakka, umbúðalaust. Þeim er ekkert óviðkomandi, þeir velta við öllum steinum, snúa öllu á hvolf og segja allan sannleikann – og ekkert nema sannleikann. Jafnvel þótt hann sé grimmur. Eða fyndinn.

  Að vera ekki tölfræði, að vera ekki tölustafir en vera einn þeirra sem sækja um hæli í fyrra eða hitteðfyrra eða… og vita ekki enn hvort þú fáir að vera eða ekki.

  Ímyndaðu þér hrunið líf, líf í rúst. Líf þitt er fullkomin óreiða og öryggið horfið. Þú flýrð undan skothríð og sprengjuregni og þér tókst af eigin rammleik að komast til Tyrklands og þaðan yfir hafið til Grikklands í yfirfullum gúmmíbáti. Þér tekst þrátt fyrir háska og raunir að komast áfram, heilu og höldnu, skref fyrir skref, í gegnum Evrópu og loks eftir nokkra mánuði gengurðu inn í Útlendingastofnun á Íslandi. Hvers vegna lendirðu í Reykjavík og hver í ósköpunum er sjálfsmynd þín sem flóttamaður og hælisleitandi Hver er saga þín og hve vel passar hún við það sem þú ert spurður um. Nú þarftu að sannreyna fyrir starfsfólki Stofnunarinnar hvort hún er sönn eða login.

  Afturábak fjallar um margvíslegar vistarverur hælisleitandans, um persónulega frásögn, um okkar sýn og hvernig við horfum á þegar fólk leggur líf sitt að veði á flótta frá stríði. Sagan er ekki sögð í réttri tímaröð nema þegar starfsmaður Útlendingastofnunar spyr svo. Hún fer í ýmsar áttir í óhugsandi afkima fortíðar.

  Osynliga Teatern starfar í Stokkhólmi og í þessari sýningu blandast saman gagnvirkt leikhús og heimildaleikhús með kvikmyndalegu ívafi.

  Sýningar á Jesús litla eru orðnar fastur liður í undirbúningi jólanna hjá mörgum Íslendingum. Sýningin var ótvíræður sigurvegari Grímunnar árið 2010, hlaut alls 7 tilnefningar og var valin sýning ársins og leikverk ársins. Jesús litli fór í leikferð til Spánar þar sem hún hlaut frábærar viðtökur. Mannbætandi upplifun!

  „Ég skora á fólk að fara í leikhúsið og sjá Jesús litla“G.B. Mbl

  „Ástarþökk fyrir ógleymanlegt kvöld“ S.A. TMM

  Höfundar: Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilmarsson Leikstjórn: Benedikt Erlingsson
  Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson
  Lýsing: Kjartan Þórisson
  Tónlist: Kristjana Stefánsdóttir

  Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir

   

  Síður:12»
  loading

  Takk fyrir að skrá þig!