nóvember | 2016 | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Archive from nóvember, 2016

Aukasýning Ungleiks

nóv 28, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

ungleikurunglist

AUKASÝNING UNGLEIKS Í TJARNARBÍÓ, 28. NÓVEMBER KL. 20:00.

Ungleikur frumsýndi fyrir stútfullum Kassa Þjóðleikhússins þann 9. nóvember á Unglist, því verður aukasýning í Tjarnarbíói. Hópurinn endurnýjast ár hvert og gefst skáldum, leikstjórum og leikurum framtíðarinnar kostur á því að rækta hæfileika sína, vinna í skipulögðu umhverfi og sjá verk sín á sviði. Ungleikur hlaut styrk frá Menningar og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar og í ár gekk Þorvaldur Sigurbjörn Helgason til liðs við hópinn sem listrænn stjórnandi Ungleiks. Hann hefur verið leikskáldum og leikstjórum innan handar við að láta hugmyndir þeirra verða að veruleika.

LEIKVERK UNGLEIKS Í ÁR:

101
Leikskáld og leikstjóri: Viktoría Rún Þorsteinsdóttir
Leikarar:
Kolbeinn Sveinsson
Sóley Anna Benónýsdóttir
Björg Steinunn Gunnarsdóttir

Haglabyssu hjónaband
Leikskáld: Ingunn Lára Kristjánsdóttir
Leikstjóri: Ingimar Bjarni Sverrisson
Leikarar:
Ingvar Örn Arngeirsson
Erna Mist
Þorbjörg Signý Huldudóttir

Leikrit #3
Leikskáld og leikstjóri: Stefán Gunnlaugur Jónsson
Leikarar:
Friðrik Árni Halldórsson
Sindri Engilbertsson
Annalísa Hermannsdóttir

Hinn blóðugi máni
Leikskáld og leikstjóri: Reginn Tumi Kolbeinsson
Leikarar:
Jón Óskar Arason
Viktor Demirev
Karítas Sif Bjarkadóttir

Stóri Björn og kakkalakkarnir
Leikskáld: Matthías Tryggvi Haraldsson
Leikstjóri: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
Aðstoðarleikstjóri: Helgi Grímur Hermannsson
Leikarar:
Ingólfur Gylfason
Fannar Arnarsson
Jón Nordal
Margrét Aðalheiður
Brynhildur Karlsdóttir
Snæfríður Sól Gunnarsdóttir
Búningar og leikmynd: Jóhanna Rakel Jónasdóttir og Poddi Poddsen
Tónlist: Klemens Hannigan

Stefán Rís – sýning í kvöld

nóv 24, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

stefanris-stor

Frá þeim sem færðu ykkur Unglinginn kemur nýr eldhress gleðileikur með söngleikjaívafi fyrir alla fjölskylduna Óli Gunnar Gunnarsson og Arnór Björnsson slógu eftirminnilega í gegn með leikritið sitt Unglinginn árið 2014 og voru tilnefndir til 2 Grímu verðlauna.

Stefán rís byggir á bókinni “Leitin að tilgangi unglingsins” eftir þá félaga og Bryndísi Björgvinsdóttur sem Forlagið gaf út um seinustu jól. Alls taka 14 leikreyndir snillingar á aldrinum 14-18 ára þátt í verkinu. Óli og Arnór leika höfunda sem hafa ákveðið að skrifa besta leikrit allra tíma. Stefán aðalsöguhetjan,sem er leikin af Gretti Valssyni, er krúttlegur, geðþekkur og aðlaðandi strákur sem er að byrja í 10 bekk og verður ástfangin í fyrsta sinn. En með ástinni koma ótrúlega erfiðir hlutir eins og að missa málið og muna ekki hvað maður heitir og að breytast í hálfvita í hvert skipti sem maður hittir gyðjuna.

Höfundarnir vilja ólmir hjálpa og breyta atburðarrás verksins til að gera Stefán að þeim töffara sem hann þarf að verða til að ná í stelpuna. Það hefði þó kannski verið betra fyrir Stefán að eiga höfunda með aðeins meiri tilfinningagreind sem hefðu geta tekið betri ákvarðanir fyrir hann. Í lokin tekur Stefán svo eins og allar góðar hetjur málin í sínar hendur og rís upp gegn félagsþrýstingi og höfundaofríki.

Leikstjóri: Björk Jakobsdóttir Dansstjórn: Unnur Elísabet Söngstjórn: Þórunn Lárusdóttir Undirspil: Hallur Ingólfsson

Blái hnötturinn

nóv 21, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

blaihnotturinn-stor

Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar

FJÖLSKYLDUSÝNING SEM BREYTIR HEIMINUM

Lengst úti í geimnum búa ótal börn sem fullorðnast ekki. Enginn skipar þeim fyrir verkum. Þau sofa þegar þau eru þreytt, borða þegar þau eru svöng og leika sér þegar þeim dettur í hug. Kvöld eitt birtist stjarna á himnum sem fellur til „jarðar“ með miklum látum.

Í reyknum mótar fyrir skuggalegum verum og þá hefst hættulegt ævintýri sem leiðir börnin um dimma skóga, djúpa dali og loftin blá. Reynir þá á vináttu og ráðsnilld barnanna sem aldrei fyrr. Blái hnötturinn er mikilvægt og hugmyndaríkt ævintýri, þar sem brýnt er fyrir fólki að sýna réttlæti og mannúð og um leið er það viðvörun að hlaupa ekki eftir innantómu stuði. Síðast en ekki síst er það ábending um að varðveita æskuna í sjálfum sér og öðrum.

Leikritið hefur farið sigurför um heiminn frá því það var frumsýnt árið 2001 og unnið til fjölda verðlauna. Þau Bergur Þór og Kristjana Stefánsdóttir taka Bláa hnöttinn í faðminn, semja söngtexta og tónlist og hafa fundið tuttugu og tvö hæfileikarík börn til að taka þátt í sýningunni.

Höfundur: Andri Snær Magnason
Leikgerð: Bergur Þór Ingólfsson
Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
Búningar: María Ólafsdóttir
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Danshöfundur: Chantelle Carey
Tónlist: Kristjana Stefánsdóttir
Hljóð: Garðar Borgþórsson
Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir
Myndband: Petr Hlousek
Upptökustjórn: Daði Birgisson
Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson
Aðstoðardanshöfundur: Guðmundur Elías Knudsen

Leikarar: Björn Stefánsson, Guðmundur Elías Knudsen, Hjörtur Jóhann Jónsson, Andrea Birna Guðmundsdóttir, Andrea Lapas, Ágúst Örn Wigum, Baldvin Alan Thorarensen, Bjarni Kristbjörnsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Emilía Bergsdóttir, Erlen Isabella Einarsdóttir, Gabríel Máni Kristjánsson, Grettir Valsson, Gríma Valsdóttir, Guðríður Jóhannsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Hjörtur Viðar Sigurðarson, Hulda Fanný Pálsdóttir, Iðunn Ösp Hlynsdóttir, Pétur Steinn Atlason, Rut Rebekka Hjartardóttir, Sóley Agnarsdóttir, Steinunn Lárusdóttir, Sölvi Viggósson Dýrfjörð, Vera Stefánsdóttir

Horft frá brúnni – örfáar sýningar eftir

nóv 21, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

horftfrabrunni-stor

Horft frá brúnni er eitt magnaðasta leikrit 20. aldarinnar. Áhrifamikil saga um örlög alþýðufólks í hafnarhverfi í New York, verk um forboðnar ástir, svik og leitina að frelsi í landi tækifæranna.

Hafnarverkamaðurinn Eddie Carbone og Beatrice eiginkona hans hafa gengið Katrínu, systurdóttur Beatrice, í foreldrastað. Fjölskyldan skýtur skjólshúsi yfir tvo unga menn frá Sikiley, ólöglega innflytjendur, og Katrín verður fljótt ástfangin af yngri manninum. Eddie hefur ávallt lagt sig fram um að vernda fósturdóttur sína og tekur þá afdrifaríku ákvörðun að skilja elskendurna ungu að.

Leikstjóri sýningarinnar, Stefan Metz, hefur starfað í virtum leikhúsum víða um Evrópu en nýverið setti hann upp rómaða sýningu á Eldrauninni eftir Arthur Miller hér í Þjóðleikhúsinu.

Höfundur: Arthur Miller
Leikstjórn: Stefan Metz
Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson
Aðstoðarleikstjóri: Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Þýðing: Sigurður Pálsson

Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Harpa Arnardóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Snorri Engilbertsson, Arnar Jónsson og fleiri

Sýnt á Stóra sviðinu

Improv Ísland er tvisvar í viku!

nóv 21, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

improvisland stór

Á síðasta leikári var fullt á nær allar spunasýningar Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum og stór hluti áhorfenda kom aftur og aftur enda eru engar tvær sýningar eins og engum leiðist að hlæja!

Í október og nóvember býður hópurinn upp á fjölbreyttar og ófyrirsjáanlegar grín-spunasýningar í Þjóðleikhúskjallaranum á hverju miðvikudags- og föstudagskvöldi. Hópurinn sýnir ólík spunaform og fær til sín ýmsa þjóðþekkta gesti. Í leikhópnum eru rúmlega 30 spunaleikarar sem skiptast á að sýna í hverri viku.

Dóra Jóhannsdóttir er listrænn stjórnandi Improv Ísland. Undirleikarar með spunnum söngleikjum eru Pálmi Sigurhjartarson og Karl Olgeirsson. Frekari upplýsingar um hópinn er að finna á improviceland.com

Umsagnir gesta eftir sýningar síðasta vetrar:

„Þið sem ekki hafið séð sýningu @improviceland drífið yður. Þetta er ó svo gott!“ – Helgi Seljan

„Ohmygod hvað þetta var gott stöff. Mæli innilega með #improvisland sýningunum. Ég ætla aftur.“ – Emmsjé Gauti:

„Ég fór með háaldraðan föður minn á Improv ísland í Þjóðleikhúskjallaranum og það var ugeðslega gaman. Bjóðið foreldrum ykkar á deit!“ – Berglind Festival

„Allir á @improviceland. Það fyndnasta og ferskasta sem þú sérð í dag! #staðfest“ – Auðunn Blöndal

„@improviceland breytti lífi mínu í kvöld.“ – Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur

Leitin að jólunum

nóv 21, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

leitinadjolunum1Sívinsæl aðventusýning þrettánda árið í röð

Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum hefur verið sýnd á aðventunni við miklar vinsældir allt frá því hún var frumsýnd árið 2005. Verkið verður nú sýnt þrettánda leikárið í röð og eru sýningar orðnar vel á þriðja hundraðið.

Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum.

 

Maður sem heitir Ove

nóv 21, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

madurinnsemheitirove-stor

Bjarni Haukur og Siggi Sigurjóns sameina krafta sína og færa okkur þennan bráðfyndna sænska einleik um sorg og gleði, einangrun og nánd, byggðan á samnefndri metsölubók.

Hinn 59 ára gamli Ove er reglufastur nákvæmnismaður sem að mati annarra íbúa úthverfisins er óþolandi smámunasamur og skapillur. En að mati hans sjálfs eiga hlutirnir einfaldlega að vera eins og þeir eiga að vera. Þegar ólétt kona að nafni Parvaneh flytur með fjölskyldu sína í götuna er eins og Ove byrji að missa tökin á öllu.

Einleikurinn Maður sem heitir Ove er byggður á samnefndri skáldsögu sem notið hefur mikilla vinsælda.

Höfundur: Fredrik Backman Leikgerð: Marie Persson Hedenius, Johan Rheborg og Emma Bucht Leikstjórn: Bjarni Haukur Þórsson Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarsson Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Tónlist: Frank Hall Þýðing: Jón Daníelsson Leikari: Sigurður Sigurjónsson

Sýnt í Kassanum.

Ævintýrið um augastein

nóv 21, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

ævintýriðumaugastein stór

Ævintýrið um Augastein

Seldist upp á allar sýningar í fyrra á örskammri stundu! Jólaævintýri fyrir fjölskylduna sem hefur slegið í gegn fimmtán ár í röð! 
Ævintýrið um Augastein er hugljúft jólaævintýri sem frumsýnt var árið 2002 í Drill Hall leikhúsinu í London og hefur verið sýnt reglulega á aðventunni, bæði hér á landi og í Bretlandi. Þetta árið verður verkið enn á ný sýnt í Tjarnarbíói en þar var íslensk útgáfa verksins fyrst leikin í aðdraganda jóla 2003.
Verkið byggir á sögunum um sveinstaulana þrettán, syni Grýlu og Leppalúða, sem áttu það til að hrella fólk um jólaleytið, en í ævintýri leikhópsins er það drengurinn Augasteinn sem allt snýst um. Hann lendir fyrir tilviljun í höndum jólasveinanna hrekkjóttu, sem vilja ólmir taka hann að sér, en þegar Grýla kemst á snoðir um tilvist hans æsist leikurinn. Ná jólasveinarnir að bjarga Augasteini úr klóm Grýlu og jólakattarins áður en jólin ganga í garð?
Sýningin hefur hlotið frábæra dóma og aðsókn þau 15 ár sem hún hefur verið á fjölunum. Bókin með sögunni kom út hjá Máli og menningu árið 2003 og er algjörlega uppseld.
Leikari: Felix Bergsson
Meðleikari og sviðsstjóri: Guðmundur Felixson / Orri Huginn Ágústsson
Höfundur: Felix Bergsson, í samvinnu við Kolbrúnu Halldórsdóttur og Helgu Arnalds
Brúður og leikmynd: Helga Arnalds
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason
Tónlistarstjóri: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson
Upptökustjóri: Sveinn Kjartansson
Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir

Sóley Rós ræstitæknir heldur enn áfram

nóv 21, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
soleyrosraestitaeknir
Sóley Rós ræstitæknir

Sóley Rós er 42 ára mamma, amma, eiginkona og skúringakona.

„Þú veist ekkert hvernig líkaminn á mér virkar. Það stendur ekki í neinni bók.”

Verkið er byggt á viðtölum við raunverulega íslenska hvunndagshetju sem hefur átt lygilegt lífshlaup, hefur kynnst mótlæti og sárum missi sem hver sem er gæti kiknað undan.

Sóley Rós er einstök persóna. Hún er Bjartur í Sumarhúsum, hún er Þóra í Hvammi.

Meinfyndið og grátbroslegt verk um samtímann sem tekur á mikilvægum málefnum sem allir hafa skoðanir á og varða okkur öll.

Brot úr gagnrýni:
„Saga sem bætir heiminn“ J.S.J. Kvennablaðið
„Sólveig túlkar sársauka Sóleyjar Rósar af sterkri innlifun sem lætur engan ósnortinn“ S.B.H. Morgunbl.
„Hún [Sóley Rós] smýgur okkur í hjartastað, afsakið væmnina… Glímu hennar við heilbrigðiskerfið ættu allir starfsmenn þess að kynna sér og allar konur og karlar.“ M.K. Víðsjá á Rás 1.

Höfundar leikverks: María Reyndal og Sólveig Guðmundsdóttir.

Leikarar: Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson
Leikstjórn: María Reyndal
Ljósa – og sviðshönnun: Egill Ingibergsson
Myndbönd: Pierre Alain Giraud
Búningar: Margrét Einarsdóttir
Tónlist: Úlfur Eldjárn
Hár og förðun: Diego Batista
Framkvæmdastjórn: María Heba Þorkelsdóttir

Suss! sýning í kvöld

nóv 21, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

RaTaTam

Suss!

,, … það var ekki það að pabbi lamdi mömmu…heldur það að mamma fór aldrei frá honum… hún fór aldrei!”

SUSS! er nýtt leikverk eftir leikhópinn RaTaTam byggt á reynslusögum, þolenda, geranda og aðstandenda, um heimilisofbeldi.

,, … og svo þegar hann loksins kýldi mig þá losnaði spennan og ég fékk pásu…þá var allt eins og hjá fullkomnu fjölskyldunni…”

,,…ég var laminn kærasti og nú er ég bara miðaldra niðurbrotin pabbi….afþví að það er það sem ég er… karlmaður sem getur ekki varið sig…”

,, … já ég veit ekki, bara fullar konur minna mig bara á mömmu… ég er góður maður, ég bara ræð ekki við mig…”

,,…hvað gera þeir þegar kona lætur ekki undan stjórn? Það eru sterkar konur sem verða fyrir þeim… ég er sterk kona…”

,,…mér fannst þetta kannski ekki vera ofbeldi af því að ég er karlmaðurinn, ég gæti alveg ráðið við hana…”

,, … öll húsgögnin þurftu að vera í stíl og þessvegna var barnið okkar í útbúnum pappakassa, fyrstu þrjá mánuðina, þar til að við fundum barnarúm í stíl…”

,,…hún sagði, ef þú skilur við mig þá skal ég sjá til þess að þú fáir aldrei að hitta barnið þitt aftur…”

,,… að ljúga og loka á þetta og leika eitthvað hlutverk, alltaf að vera kát út á við og sýna endalaust hvað ég er glöð en svo þegar ég kem heim og loka útidyrahurðinni, þá líður mér hræðilega…!

Leikhópurinn RaTaTam:

Leikstjórn: Charlotte Bøving
Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Tónlist: Helgi Svavar Helgason.
Leikarar: Halldóra Rut Baldursdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Guðrún Bjarnadóttir
Ljósahönnun og tæknikeyrsla : Arnar Ingvarsson og Kristinn Ágústsson
Listræn aðstoð: Heiðríkur á Heygum

Síður:12»
loading