október | 2016 | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Archive from október, 2016

Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti

okt 14, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

egvilfrekaragoya

,,Eina sem ég get gert er að velja: kveljast, eða hætta þessu og taka í hendina á einhverjum gaur í Mikka Mús búning í Disneylandi og trúa honum og treysta fyrir sorgum mínum og sigrum meðan hann svitnar í múnderingunni.

Maður á barmi sálræns hengiflugs vegna fjölskylduaðstæðna, efnahags- og tilvistalegrar krísu, ræðst á tilgangsleysi lífsins. Líf sem einkennist af efnishyggju samtímans. Hann skipuleggur æðisgenginn flótta frá skilyrtu samfélagi ásamt tveimur ungum sonum sínum. Hann ætlar að taka út ævisparnaðinn. Hann ætlar að brjótast inná Pradó listasafnið í Madríd og eyða einni nótt með listaverkum Goya. Synir hans vilja frekar fara í Disneyland, París.

Verkið dregur upp sterka mynd af manni sem öskrar á óréttlæti kerfisins. Örvæntingarfullt öskur runnið undan áhrifum efnhagskreppunnar og er verkið grimm gagnrýni á andvaraleysi nútímans. Einhversstaðar hlýtur að leynast boðskapur, siðferðislega sómasamlegur boðskapur, vel falinn, djúpt í hringiðu reiði sem vill brjótast út og segja okkur sögu. Sögu af aftengdum, miðaldra einstaklingi sem situr fastur í þjóðfélagi sem er andlega og efnislega gjaldfallið.

AÐSTANDENDUR

Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir
Leikari: Stefán Hallur Stefánsson
Ljósahönnun: Magnús Arnar Sigurðarson
Þýðing: Stefán Hallur Stefánsson/Una Þorleifsdóttir
Framleiðendur: STuna/Brekidreki slf.
Meðframleiðendur: Þjóðleikhúsið/Act Alone

Þakkir : Eva Signý Berger, Magnús Þór Þorbergsson, Ari Matthíasson, Elfar Logi, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Jói Kontrol, Guðmundur Erlingsson, fjölskyldur og vinir

HÖFUNDURINN

Rodrigo Garcia er argentínskur rithöfundur og leikstjóri fæddur 1964.  Hann hefur búið og starfað í Madrid síðan 1986.  Frá 1989 hefur hann starfrækt sinn eigin leikhóp, La Carniceria Teatro / Slátraraleikhúsið og notað hann sem vettvang fyrir tilraunakenndar leiksýningar og uppfærslu sínar i Frakklandi og á Spáni. Eftir hann liggur fjöldi verka þ.m.t. La historia de Ronald el payaso de McDonalds (The history of Ronald the McDonald’s clown, 2002); Compré una pala en IKEA para cavar mi tumba (I bought a spade at Ikea’s to dig my grave, 2003); Cruda. Vuelta y vuelta. Al punto. Chamuscada (Very Rare, Rare, Medium, Burned, 2007); Versus (2009) og Muerte y reencarnacion en un cowboy (Death and reincarnation as a cowboy, 2009). Ég kysi frekar að Goya héldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti var frumsýnt í Berliner Schaubühne árið 2011 og í Gate Theater í London árið 2014.

STEFÁN HALLUR STEFÁNSSON

Stefán Hallur útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2006.  Hann hefur starfað með Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Vesturporti, Vér Morðingjum, Aldrei óstelandi, Sokkabandinu, ART í Bandaríkjunum og CDN Orleans í Frakklandi.  Hjá Þjóðleikhúsinu hefur hann m.a. leikið í Um Það Bil, Karitas, Sjálfstæðu fólki, Fjalla-Eyvindi, Eldrauninni, Hreinsun, Heimsljósi, Lé konungi, Heddu Gabler, Íslandsklukkunni, Gerplu, Brennuvörgunum, Sumarljósi, Bakkynjum, Legi, Óhappi, Baðstofunni, Þeim ljóta, Macbeth og Sædýrasafninu. Stefán Hallur lék í Ofsa, Lúkasi og Sjöundá á vegum Aldrei óstelandi í Þjóðleikhúsinu, í Bastörðum hjá Vesturporti/LR, Stóru Börnunum og Hvörfum hjá Lab Loka, Enron hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Mojito í Tjarnarbíói, Ritskoðaranum og Hér & Nú hjá Sokkabandinu, Penetreitor og Bubba Kóngi hjá Vér Morðingjum, Afgöngum hjá Austurbæ og Woyzeck hjá Vesturporti. Stefán Hallur hefur leikið í kvikmyndum og sjónvarpi, meðal annars í Pressu, Jóhannesi, Desember, Roklandi og Djúpinu.  Hann hefur tvívegis verður tilnefndur til Edduverðlauna, þrívegis til Grímunnar og er stundakennari við leiklistardeild Listaháskóla Íslands.

UNA ÞORLEIFSDÓTTIR

Una útskrifaðist sem leikstjóri frá Royal Holloway, University of London árið 2004 en hafði áður stundað nám í leikhúsfræðum og list við Goldsmiths College, University of London.

Í Þjóðleikhúsinu leikstýrði Una og var meðhöfundur að  Konunni við 1000 Gráður sem hlaut Grímuverðlaunin fyrir leikrit ársins, Harmsögu (sem einnig var sýnd í Kennedy Center for the Performing Arts í Washington DC) og Um Það Bil sem vakti mikla lukku í vetur.  Meðal annarra leikstjórnarverkefna Unu eru Nú er himneska sumarið komið eftir Sigtrygg Magnason, Óraland (samsköpunarverkefni m/Jóni Atla Jónassyni og útskriftarnemum LHÍ) og Bráðum hata ég þig í Nemendaleikhúsi LHÍ.   Una var tilnefnd til Grímunnar fyrir leikstjórn sína á Um Það Bil.

Una starfar sem lektor og fagstjóri við sviðslistadeild LHÍ og er fastráðinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið.

Sýnt í Kúlunni.

Suss!

okt 14, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

RaTaTam

Suss!

,, … það var ekki það að pabbi lamdi mömmu…heldur það að mamma fór aldrei frá honum… hún fór aldrei!”

SUSS! er nýtt leikverk eftir leikhópinn RaTaTam byggt á reynslusögum, þolenda, geranda og aðstandenda, um heimilisofbeldi.

,, … og svo þegar hann loksins kýldi mig þá losnaði spennan og ég fékk pásu…þá var allt eins og hjá fullkomnu fjölskyldunni…”

,,…ég var laminn kærasti og nú er ég bara miðaldra niðurbrotin pabbi….afþví að það er það sem ég er… karlmaður sem getur ekki varið sig…”

,, … já ég veit ekki, bara fullar konur minna mig bara á mömmu… ég er góður maður, ég bara ræð ekki við mig…”

,,…hvað gera þeir þegar kona lætur ekki undan stjórn? Það eru sterkar konur sem verða fyrir þeim… ég er sterk kona…”

,,…mér fannst þetta kannski ekki vera ofbeldi af því að ég er karlmaðurinn, ég gæti alveg ráðið við hana…”

,, … öll húsgögnin þurftu að vera í stíl og þessvegna var barnið okkar í útbúnum pappakassa, fyrstu þrjá mánuðina, þar til að við fundum barnarúm í stíl…”

,,…hún sagði, ef þú skilur við mig þá skal ég sjá til þess að þú fáir aldrei að hitta barnið þitt aftur…”

,,… að ljúga og loka á þetta og leika eitthvað hlutverk, alltaf að vera kát út á við og sýna endalaust hvað ég er glöð en svo þegar ég kem heim og loka útidyrahurðinni, þá líður mér hræðilega…!

Leikhópurinn RaTaTam:

Leikstjórn: Charlotte Bøving
Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Tónlist: Helgi Svavar Helgason.
Leikarar: Halldóra Rut Baldursdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Guðrún Bjarnadóttir
Ljósahönnun og tæknikeyrsla : Arnar Ingvarsson og Kristinn Ágústsson
Listræn aðstoð: Heiðríkur á Heygum

Improv Ísland

okt 14, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

improvisland stór

Á síðasta leikári var fullt á nær allar spunasýningar Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum og stór hluti áhorfenda kom aftur og aftur  enda eru engar tvær sýningar eins og engum leiðist að hlæja! 

Í október og nóvember býður hópurinn upp á fjölbreyttar og ófyrirsjáanlegar grín-spunasýningar í  Þjóðleikhúskjallaranum á hverju miðvikudags- og föstudagskvöldi. Hópurinn sýnir ólík spunaform og fær til sín ýmsa þjóðþekkta gesti. Í leikhópnum eru rúmlega 30 spunaleikarar sem skiptast á að sýna í hverri viku.

Dóra Jóhannsdóttir er listrænn stjórnandi Improv Ísland. Undirleikarar með spunnum söngleikjum eru Pálmi Sigurhjartarson og Karl Olgeirsson. Frekari upplýsingar um hópinn er að finna á improviceland.com.

Umsagnir gesta eftir sýningar síðasta vetrar:

„Þið sem ekki hafið séð sýningu Improv Ísland drífið yður. Þetta er ó svo gott!“ – Helgi Seljan

„Ohmygod hvað þetta var gott stöff. Mæli innilega með Improv Ísland sýningunum. Ég ætla aftur.“ – Emmsjé Gauti:

„Ég fór með háaldraðan föður minn á Improv ísland í Þjóðleikhúskjallaranum og það var ugeðslega gaman. Bjóðið foreldrum ykkar á deit!“ – Berglind Festival

„Allir á Improv Ísland. Það fyndnasta og ferskasta sem þú sérð í dag! #staðfest“ – Auðunn Blöndal

„Improv Ísland breytti lífi mínu í kvöld.“ – Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur

Könnunarleiðangur til Koi

okt 14, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

konnungarleidangurtilkoi stor

Könnunarleiðangur til Koi

„Hverjum vilt þú hleypa inn?“

Jörðin er að deyja. Til að bjarga mannkyninu eru spandex-geimfararnir Ísak og Vilhjálmur sendir í könnunarleiðangur til KOI. Þar á að byggja mannkyninu nýtt heimili, nýja framtíð. En á leiðinni er bankað og einhver í neyð vill komast inn í geimskipið…

Sómi þjóðar frumsýndi verkið Könnunarleiðangur til Koi á síðasta leikári og hlaut frábærar viðtökur og var meðal annars tilnefnd til Grímuverðlaunanna.

„Það er óskandi að Sómi þjóðar lifi, dafni og haldi áfram að búa til gott leikhús.“ – Hjalti S. Kristjánsson, Morgunblaðið.

„Það er margt sem ber að lofa í þessari sýningu! […] Ég gekk afskaplega glöð út af Könnunarleiðangri til Koi. Þakka ykkur fyrir, Sómi þjóðar.“ – María Kristjánsdóttir, Víðsjá

Listrænir stjórnendur, handrits- og leikmyndahöfundar, leikstjórar og leikarar:  Tryggvi Gunnarsson og Hilmir Jensson.

Hannes og Smári

okt 14, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

hannesogsmari-stor

Föstudaginn 7. október kl. 20:00 frumsýndi Borgarleikhúsið Hannes og Smára á litla sviðinu. Verkið er eftir Halldóru Geirharðsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Jón Pál Eyjólfsson. Jón Páll leikstýrir og Brynja Björnsdóttir gerir leikmynd og búninga.

Hannes og Smári, „annað sjálf“ okkar kraftmiklu leikkvenna Halldóru Geirharðsdóttur og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur, í hárbeittum nýjum gamanleik.

Félagarnir landsfrægu Hannes og Smári koma hér saman í hljómsveit sinni Úlfunum og lofa „eldfjörugri kvöldstund með leiklist, ljóðum, bardagalist og frumsaminni, óútgefinni tónlist.“ Að eigin sögn munu félagarnir fara með áhorfendur í „listrænan rússíbana, segja sögur um uppruna sinn, líf og áhrifavalda – þetta eru leiftrandi sögur,  dramatískar og ágengar en um leið fyndnar.“  Í tengslum við sýninguna gefa þeir Hannes og Smári út splunkunýjan geisladisk sem ber nafnið „Kíldu mig kaldan“ og er til sölu í forsal Borgarleikhússins á 2.200 krónur. Tryggðu þér eintak, tryggðu þér miða!

Samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Leikfélags Akureyrar.

Aðstandendur
Höfundur: Halldóra Geirharðsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Jón Páll Eyjólfsson | leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson |Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir | Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson | Tónlist: Hannes og Smári | Hljóð: Baldvin Þór Magnússon | Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir |Leikarar: Elma Stefanía Ágústsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Kolbeinn Orfeus Eiríksson.

Vera og vatnið

okt 6, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

veraogvatnið stor

Barnasýning ársins á Grímunni 2016 – sýnd aftur vegna mikilla vinsælda!

Vera og vatnið er barnasýning eftir hópinn Bíbí & Blaka um veruna Veru. Við fylgjumst með tilraunum hennar og upplifunum í veðri og vindum.

Sýningin er sýnd í Tjarnarbíói og er ætluð börnum á aldrinum eins til fimm ára, og fjölskyldum þeirra. Sýningin er 25 mínútur að lengd. Við sýningartíma bætist leikstund þar sem börnin fá að skoða leikmyndina og hitta veruna Veru.

Sýningar:

9. okt kl. 15:00
16. okt kl. 15:00

Bíbí og blaka er fyrsti íslenski danshópurinn sem að einblínir sérstaklega á að vinna dansverk fyrir börn. Fyrri sýningar hópsins, Skýjaborg og Fetta Bretta, hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda. Sýningin Skýjaborg hlaut m.a. Menningarverðlaun DV og samtals 5 tilnefningar til sviðslistaverðlauna Grímunnar. Sýningarnar hafa nú verið sýndar hátt í 100 sinnum í leikhúsum og leikskólum hérlendis, sem og erlendis.

Höfundar: Bíbí & blaka hópurinn
Dans: Tinna Grétarsdóttir
Flutningur: Snædís Lilja Ingadóttir
Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir
Sviðsmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir

100.sýning á Mamma Mia

okt 6, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

mammamia stór

Föstudaginn 14.október verður 100.sýning á Mamma Mia í Borgarleikhúsinu!

Yfir 54 milljónir manna um allan heim hafa hrifist með og fallið fyrir persónum, sögu og rífandi fjörugri tónlist ABBA í söngleiknum heimsfræga MAMMA MIA. Enn fleiri hafa séð bíómyndina með Meryl Streep í aðalhlutverki en sagan segir frá einstæðri móður sem undirbýr brúðkaup einkadóttur sinnar. Forvitni dótturinnar ungu um uppruna sinn verður til þess að hún býður á laun þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaupið í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Nú eru góð ráð dýr; feðurnir vilja allir eiga dótturina og móðirin þarf að horfast í augu við skrautlega fortíð sína – úr verður syngjandi skemmtilegur tilfinningarússíbani fyrir alla viðstadda.

Forsalur Borgarleikhússins opnar kl 19 fyrir sýningar þar sem tónlist, kokteilar og glæsilegur leikhúsmatseðill er. Þörf er að panta sumt af matseðli með dagsfyrirvara. Sjá nánar hér

Unnur Ösp Stefánsdóttir tekst hér á við einn frægasta söngleik allra tíma með einvala hóp listamanna sér við hlið. Saman bjóða þau okkur uppá ómótstæðilega gleðisprengju, sannkallaða stórsýningu sem hrífur unga sem aldna!

Catherine Johnson (1957) er breskur leikrita- og handritshöfundur, best þekkt fyrir handrit sitt að kvikmyndinni og söngleiknum Mamma mia sem farið hefur sigurför um heiminn.

ABBA (1972) var sænsk popphljómsveit sem sló í gegn um allan heim á áttunda áratugnum. Hljómplötur þeirra eru með söluhæstu hljómplötum allra tíma.

Úr gagnrýni:

„Sýningin er alveg með ólíkindum fagleg og flott.“ SA – tmm.is

„dúndurfjör frá upphafi til enda“ HA. Kastljós

„Stórkostlegt“ HA. Kastljós

Stertabenda – aukasýningar

okt 6, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

stertabenda-stor

Bætt hefur verið við aukasýningum á Stertabendu.

Stertabenda –u, ur kvk: busl og ærsl, fát, flækja, glundroði, ólestur, ósamlyndi, óskapnaður, ringulreið, reiðileysi, ruglingur, tvístringur, uppnám; getulaus hross farið í stertabendu
Stertabenda var útskriftarsýning Grétu Kristínar Ómarsdóttur frá Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands síðasta vor. Verkið hlaut fádæma góðar viðtökur og færri komust að en vildu. Nú er Stertabenda sett upp í Kúlunni í samstarfi við Þjóðleikhúsið og aðeins örfáar sýningar á dagskrá.

Sýningar :
6. okt kl. 19:30
12. okt kl. 19:30

MIÐASALA :
https://tix.is/is/event/3236/stertabenda/ og í síma 551-1200

Stertabenda er hárbeitt og meinfyndin rannsókn á starfi leikarans og eðli sviðsetningar; og um leið óvægin atlaga að hugmyndinni um íslenska þjóðarsál.
Erum við ennþá best í heimi?

Fjórir stjörnuleikarar Stertabendu keppast við að koma út á toppnum, sigra sýninguna og vinna hylli áhorfenda með öllum ráðum og gervum – enda má allt í ást og leikhúsi.

Ath. Sýningin er ekki við hæfi ungra barna.

——

Verkið heitir Perplex á frummálinu og var frumsýnt í Schaubühne árið 2010, í leikstjórn höfundarins, Marius von Mayenburg.

Íslensk þýðing, leikgerð og leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir

Leikarar: Bjarni Snæbjörnsson, María Heba (Maja) Þorkelsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Þorleifur Einarsson

Tónlist: Hljómsveitin Eva

Síður:«12
loading