október | 2014 | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Archive from október, 2014

Sagan

okt 1, 2014   //   by admin   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

Gunnar Andri Þórisson er upphafsmaður leikhus.is. Sagan á bak við
vefsíðuna er sú að í upphafi, jólin 2003, styrkti Söluskóli Gunnars
Andra (SGA) hinn þá nýstofnaða leikhóp Fimbulvetur. Hópurinn setti þá
upp hið bráðskemmtilega verk Ójólaleikrit eftir Jeff Goode. Styrkur
SGA var í formi auglýsinga og vefsvæðis fyrir leikhópinn.

Á þessum tíma kynntist Gunnar Andri því af eigin raun hve erfitt það
var fyrir lítinn atvinnuleikhóp að standa í markaðsstarfi og keppa við
stóru leikhúsin á einhverjum jafnréttisgrundvelli og fór hann því að
velta fyrir sér hvernig færa mætti leikhús nær almenningi og auka
möguleika bæði áhuga- og atvinnuleikhúsa og hópa til að kynna sig. Það
var svo þann 27. janúar 2004 að hugmyndin kviknaði – netið var besti
staðurinn til að sýna framboðið í leikhúslífi á Íslandi.
Eftirgrennslan leiddi í ljós að www.leikhus.is var laust og var það
keypt þegar í stað.Undirbúningur að upplýsinga- og þjónustuvef fyrir
leikhús á Íslandi var hafinn og í júní 2004 var fyrsta útgáfan af
leikhus.is komin á netið. Leikhus.is opnaði síðan formlega haustið
2004. SGA er enn aðal Mátarstólpi leikhus.is

loading