maí | 2016 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from maí, 2016

    Tilnefningar til Grímunnar

    maí 30, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    gríman stor

    Tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna voru tilkynnt í dag.

    Alls voru veittar 93 tilnefningar í 19 flokkum. 34 verk voru tilnefnd af þeim 65 sem send voru inn. Grímuverðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu 13. júní næstkomandi.

    Njála, í leikgerð Mikaels Torfasonar, Þorleifs Arnar Arnarssonar og Ernu Ómarsdóttur, hlaut flestar tilnefningar til Grímunnar, Íslensku sviðslistarverðlaunanna, alls ellefu talsins. Sýningin ≈ [um það bil] hlaut átta tilnefningar og Mávurinn sjö.
    Hér að neðan má sjá allar tilnefningar til Grímunnar þetta árið.

    1. Sýning ársins

    ≈ [um það bil]
    eftir Jonas Hassen Khemir
    Í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Flóð
    eftir Hrafnhildi Hagalín og Björn Thors
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Illska
    eftir Eirík Örn Norðdahl
    í leikgerð Óskabarna ógæfunnar
    Sviðsetning – Óskabörn ógæfunnar og Borgarleikhúsið

    Mávurinn
    eftir Anton Tsjekhov
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Njála
    í leikgerð Mikaels Torfasonar, Þorleifs Arnar Arnarssonar og Ernu Ómarsdóttur
    Sviðsetning – Borgarleikhúsið og Íslenski dansflokkurinn

     

    2. Leikrit ársins
    Flóð

    eftir Hrafnhildi Hagalín og Björn Thors
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Njála
    í leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar
    Sviðsetning – Borgarleikhúsið og Íslenski dansflokkurinn

    Illska
    eftir Eirík Örn Norðdahl
    í leikgerð Óskabarna ógæfunnar
    Sviðsetning – Óskabörn ógæfunnar og Borgarleikhúsið

    Old Bessastaðir
    eftir Sölku Guðmundsdóttur
    Í sviðsetningu Sokkabandsins

    Auglýsing ársins
    eftir Tyrfing Tyrfingsson
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    3. Leikstjóri ársins

    Una Þorleifsdóttir
    ≈ [um það bil]
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Unnur Ösp Stefánsdóttir
    MAMMA MÍA!
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Vignir Rafn Valþórsson
    Illska
    í sviðsetningu Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

    Yana Ross
    Mávurinn
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Þorleifur Örn Arnarsson
    Njála
    í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

     

    4. Leikari ársins í aðalhlutverki

    Hilmir Snær Guðnason
    Hver er hræddur við Virginiu Woolf?
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Ingvar E. Sigurðsson
    Heimkoman
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Stefán Hallur Stefánsson
    ≈ [um það bil]
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Sveinn Ólafur Gunnarsson
    Illska
    í sviðsetningu Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

    Þröstur Leó Gunnarsson
    ≈ [um það bil]
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

     

    5. Leikari ársins í aukahlutverki

    Björn Hlynur Haraldsson
    Heimkoman
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Hannes Óli Ágústsson
    Illska
    í sviðsetningu Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

    Hilmir Snær Guðnason
    Mávurinn
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Hjörtur Jóhann Jónsson
    Njála
    í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

    Oddur Júlíusson
    ≈ [um það bil]
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

     

    6. Leikkona ársins í aðalhlutverki

    Brynhildur Guðjónsdóttir
    Njála
    í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

    Edda Björg Eyjólfsdóttir

    4:48 Psychosis
    í sviðsetningu Edda Productions, Þjóðleikhússins og Aldrei óstelandi

    Halldóra Geirharðsdóttir
    Mávurinn
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Margrét Vilhjálmsdóttir
    Hver er hræddur við Virginíu Woolf?
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Nína Dögg Filippusdóttir
    Sporvagninn Girnd
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

     

    7. Leikkona ársins í aukahlutverki

    Elma Stefanía Ágústsdóttir
    Hver er hræddur við Virginíu Woolf?
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Katrín Halldóra Sigurðardóttir
    Í hjarta Hróa hattar
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins og Vesturports

    Katrín Halldóra Sigurðardóttir
    ≈ [um það bil]
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Kristín Þóra Haraldsdóttir
    Auglýsing ársins
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Lára Jóhanna Jónsdóttir
    Sporvagninn Girnd
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

     

    8. Leikmynd ársins

    Börkur Jónsson
    Í hjarta Hróa hattar í sviðsetningu Þjóðleikhússins og Vesturports

    Gretar Reynisson
    Hver er hræddur við Virginíu Woolf?
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Halla Gunnarsdóttir
    Hleyptu þeim rétta inn
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Ilmur Stefánsdóttir
    Njála
    í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

    Zane Philström
    Mávurinn
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    9. Búningar ársins

    Eva Signý Berger
    Auglýsing ársins
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Filippía I. Elísdóttir
    MAMMA MÍA!
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Filippía I. Elísdóttir
    Mávurinn í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Hildur Yeoman
    Kafli 2: Og himinninn kristallast
    í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

    Sunneva Ása Weisshappel
    Njála
    í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

     

    10. Lýsing ársins

    Björn Bergsteinn Guðmundsson

    Kafli 2: Og himinninn kristallast í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

    Björn Bergsteinn Guðmundsson

    Mávurinn í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Björn Bergsteinn Guðmundsson
    Njála í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

    Ólafur Ágúst Stefánsson
    Hleyptu þeim rétta inn í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Þórður Orri Pétursson
    MAMMA MÍA! í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    11. Tónlist ársins 
    Árni Heiðar Karlsson og Valdimar Jóhannsson Njála
    í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

    Baldur Ragnarsson og Gunnar Ben
    Umhverfis jörðina á 80 dögum í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Einar Scheving
    Heimkoman í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Kristján Kristjánsson – KK
    Vegbúar í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Salka Sól Eyfeld, Aron Steinn Ásbjarnarson, Sigurður Ingi Einarsson, Tómas Jónsson og Örn Ýmir Arason
    Í hjarta Hróa hattar
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins og Vesturports

     

    12. Hljóðmynd ársins

    Baldvin Þór Magnússon og Valdimar Jóhannsson
    Njála í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksin

    Gísli Galdur Þorgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson
     ≈ [um það bil] í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Högni Egilsson og Elvar Geir Sævarsson
    Hleyptu þeim rétta inn í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Kristinn Gauti Einarsson
    Í hjarta Hróa hattar í sviðsetningu Þjóðleikhússins og Vesturports

    Valdimar Jóhannsson og Baldvin Þór Magnússon
    Kafli 2: Og himinninn kristallast í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
    13. Söngvari ársins 2016 
    Elmar Gilbertsson
    Don Giovanni í sviðsetningu Íslensku óperunnar

    Hallveig Rúnarsdóttir
    Don Giovanni í sviðsetningu Íslensku óperunnar

    Jóhanna Vigdís Arnardóttir
    MAMMA MÍA! í sviðsetningu Borgarleikhússin

    Salka Sól Eyfeld
    Í hjarta Hróa hattar í sviðsetningu Þjóðleikhússins og Vesturports

    Þóra Einarsdóttir
    Don Giovanni í sviðsetningu Íslensku óperunnar

    Þórunn Arna Kristjánsdóttir
    MAMMA MÍA! í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    14. Dans- og sviðshreyfingar ársins

    Birna Björnsdóttir og Selma Björnsdóttir ≈ [um það bil]
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

    Brogan Davison
     Illska
    í sviðsetningu Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

    Erna Ómarsdóttir Njála
    í sviðsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksin

    Katrín Mist Haraldsdóttir Píla Pína
    í sviðsetningu Menningarfélags Akureyrar

    Lee Proud MAMMA MÍA!
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    15. Barnasýning ársins

    Í hjarta Hróa hattar eftir David Farr
    í sviðsetningu Þjóðleikhússins og Vesturports

    Óður og Flexa halda afmæli eftir Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttur
    í sviðsetningu Íslenska dansflokksin

    Vera og vatnið
     eftir Tinnu Grétarsdóttur, Snædísi Lilju Ingadóttur, Guðnýju Hrund Sigurðardóttur og Sólrúnu Sumarliðadóttur
    í sviðsetningu Bíbí og blak

     

    16. Dansari ársins 
    Aðalheiður Halldórsdóttir
    Persóna – What a feeling í sviðsetningu Íslenska dansflokksin

    Inga Huld Hákonardóttir
    The Valley í sviðsetningu Menningarfélagsins Tvíeindar, Reykjavík Dance Festival og Tjarnarbíó

    Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
    Milkywhale í sviðsetningu Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur og Reykjavik Dance Festiva

    Rósa Ómarsdóttir
    The Valley í sviðsetningu Menningarfélagsins Tvíeindar, Reykjavík Dance Festival og Tjarnarbíó

    Saga Sigurðardóttir
    Macho man í sviðsetningu Katrínar Gunnarsdóttur og Reykjavík Dance Festival
    17. Danshöfundur ársins

    Hannes Þór Egilsson og Þyrí Huld Árnadóttir í samvinnu við dansarana
    Óður og Flexa halda afmæli í sviðsetningu Íslenska dansflokksin

    Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir
    The Valley í sviðsetningu Menningarfélagsins Tvíeindar, Reykjavík Dance Festival og Tjarnarbíó

    Katrín Gunnarsdóttir
    Kvika í sviðsetningu Menningarfélagsins Tær í samstarfi við Þjóðleikhúsi

    Katrín Gunnarsdóttir
    Macho man í sviðsetningu Katrínar Gunnarsdóttur og Reykjavík Dance Festiva

    Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
    Milkywhale í sviðsetningu Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur og Reykjavik Dance Festival
    18. Útvarpsverk ársins

    Fylgsnið eftir Hávar Sigurjónsson
    Leikstjórn Hilmar Jónsson
    Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV

    SEK eftir Hrafnhildi Hagalín
    Leikstjórn Marta Nordal
    Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV

    Skuggablóm
     eftir Margréti Örnólfsdóttur
    Leikstjórn Ragnar Bragason
    Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV
    19. Sproti ársins 
    Björn Leó Brynjarsson fyrir Frama
    eftir Björn Leó Brynjarsson
    í sviðsetningu TAKA TAKA og Reykjavik Dance Festival

    Hrafnhildur Hagalín og Björn Thors fyrir Flóð
    eftir Hrafnhildi Hagalín og Björn Thors
    í sviðsetningu Borgarleikhússins

    Improv Ísland fyrir Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum
    í sviðsetningu Improv Ísland og Þjóðleikhússins

    Kriðpleir fyrir Krísufund
    eftir Bjarna Jónsson, Friðgeir Einarsson, Árna Vilhjálmsson og Ragnar Ísleif Bragason
    í sviðsetningu Kriðpleirs

    Ragnheiður Harpa Leifsdóttir fyrir Söng kranans
    eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur
    í sviðsetningu Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur og Reykjavík Dance Festival

    Sómi þjóðar – Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson fyrir Könnunarleiðangur til Koi
    eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunnarsson
    í sviðsetningu Sóma þjóðar og Tjarnarbíós

    Aðalfundur

    maí 24, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Kopleik

    Aðalfundur Leikfélags Kópavogs verður haldinn í Leikhúsinu Funalind 2, mán. 13. júní kl. 19.30.

    Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skvt. lögum félagsins eins og hér segir:

     

    6. grein
    Aðalfundastörf
    Störf aðalfundar eru þessi:

    a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
    b) Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu lesin upp.
    c) Skýrslur nefnda lesnar upp.
    d) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta reikningsár.
    e) Stjórnarkjör.
    f) Kosning hússtjórnar
    g) Kosningar tveggja endurskoðenda og eins til vara.
    h) Aðrar kosningar.
    i) Lagabreytingar.Tillögur skulu sendar eða kynntar í stjórn eigi síðar en 4 vikum fyrir aðalfund.
    j) Ákvörðun félagsgjalda.
    k) Önnur mál.
    l) Afgreiðsla fundargerðar.

    Allir eru velkomnir á fundinn en aðeins skuldlausir félagar eiga atkvæðisrétt á fundinum.

    Frumsýning

    maí 24, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    símilátinsmanns stor

    Þegar Nína ákveður að svara í síma manns á kaffihúsi, sem hringt hefur án afláts, fer af stað atburðarás sem hefur ófyrirséðar afleiðingar. Sími látins manns er fyrsta verk leikskáldsins Söruh Ruhl sem sett er upp á Íslandi.

    Sími látins manns fjallar um einsemdina og þrána eftir nánd. Snjallsímar og sambærileg tæki, með ótakmörkuðu upplýsingaflæði og tengimöguleikum, geta virkað eins og gereyðingartól í mannlegum samskiptum og skapað þrúgandi tómarúm.

    „Það er eins og þegar allir eru með kveikt á símanum, sé enginn í sambandi. Eins og við séum öll að hverfa því meira sem við tengjumst. “

    Bandaríska leikskáldið Sarah Ruhl hefur unnið til fjölmargra verðlauna og meðal annars hlotið tvær tilnefningar til hinna virtu Pulitzer verðlauna. Verk hennar hafa verið sett upp víðsvegar í Bandaríkjunum og Evrópu og þýdd á fjölda tungumála.

    Leikstjóri: Charlotte Bøving
    Leikarar: María Dalberg, Kolbeinn Arnbjörnsson, Elva Ósk Ólafsdóttir og Halldóra Rut Baldursdóttir
    Þýðing: Ingólfur Eiríksson og Matthías Tryggvi Haraldsson
    Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir
    Leikmynd og búningar: Fanney Sizemore
    Lýsing: Arnar Ingvarsson
    Förðun: Steinunn Þórðardóttir
    Tæknimaður: Kristinn Ágústsson

    Næstu sýningatímar:

    23. maí, kl. 20:30
    24. maí, kl. 20:30
    3. júní, kl. 20:30
    4. júní, kl. 20:30

    CalmusWaves

    maí 24, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    CALMUSWAVES stor

    Fimmtudaginn 26. maí n.k. verður dansverkið CalmusWaves frumflutt á Nýja sviði Borgarleikhússins. CalmusWaves er dansverk við tónverk sem samið er í rauntíma af tónskáldum, dönsurum og hljóðfæraleikurum með tónsmíðaforritinu CalmusComposer.

    Tónskáld og danshöfundur skilgreina ramma sem dansarar vinna innan, með spuna. Dansararnir bera á sér hreyfiskynjara sem senda skilaboð í tónsmíðaforritið og hafa þannig áhrif á framþróun verksins í rauntíma. Hljóðfæraleikarar lesa tónlistina svo beint af Calmus Notation, smáforriti á iPad, með þráðlausri tengingu við CalmusComposer. Dansararnir geta einnig með hreyfingum sínum haft áhrif á ljós og rafhljóð í verkinu.

    CalmusWaves skiptist í afmarkaða, ólíka kafla sem lýsa
allir mismunandi bylgjuhreyfingum, stórum sem smáum,
í vatni, lofti eða tómarúmi. Bylgjurnar sem móta verkið, með tilliti til hraða, þéttleika og tíðni, eru ýmist hljóðbylgjur, dansspor eða hreyfingar.
    CalmusComposer er hugbúnaður sem gerir fólki kleift, með aðstoð gervigreindar og hefðbundinna tónsmíða- aðferða, að semja tónlist í rauntíma.

    Dansarar: Noora Hannula, Julie Rasmussen
 og Elin Signý Weywadt Ragnarsdóttir. Danshöfundur og dansari: Kasper Ravnhøj.
    Aðstoðardanshöfundur: Védís Kjartansdóttir.
    Tónlistarflytjendur:
    Stockholm Saxophone Quartet og Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari.
    Tónskáld: Kjartan Ólafsson.

    Verkið er á dagskrá Listhátíðar 2016 og er unnið í samstarfi við Borgarleikhúsið.

    Icelandic Sagas – The Greatest Hits

    maí 18, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    icelandicsagas stor

    Tveir af frambærilegustu leikurum þjóðarinnar kynna Íslendingasögurnar – Brot af því besta á 75 mínútum – Stórskemmtilega leikhús rússíbanareið í gegnum þjóðararf íslensku fornbókmenntanna.

    Íslendingasögurnar eru 40 sannar sögur af fyrstu kynslóðum íslenskra landnema – Það er að segja Íslendingar segja að þær séu sannar. Flestir aðrir segja: Nei Heyrðu nú Hemmi minn!

    Allir geta hinsvegar verið sammála því að þær eru stórbrotnar sögur af dugandi mönnum og djörfum konum. Rúmlega þúsund ára gamlar frásagnir af strandhöggi erlendis og blóðhefndum heima fyrir. Sögur sem gengið hafa mann fram af manni og varðveist á skinnhandritum.

    Íslendingasögurnar eru skínandi krúnudjásn íslenskrar þjóðmenningar, raunsannar lýsingar af ofurvenjulegum víkingum sem kljást við við ofurvenjuleg víkingavandamál – Eins og hvernig maður fær konuna sína til að hætta drepa þræla nágrananna, hvernig eigi að bregðast við þegar manni er sagt að stanga rassgarnarenda merarinnar úr tönnunum og hvernig eigi að hefja málaferli við mág sinn fyrir að standa ekki undir… væntingum eiginkonu sinnar.

    Velkomin í heim Hallgerðar Langbrókar, Gunnlaugs Orms-Tungu, Víga-Glúms, Haraldar Hárfagra, Mjallar sem-stærst-var-allra-kvenna-sem-ekki-voru-risar og Leifs Heppna sem fann Ameríku… og týndi henni aftur.

    Þú hittir þau öll í Íslendingasögurnar – Brot af því besta á 75 mínútum. Leyfið sögunum að hrífa ykkur, uppfræða og skemmta – og komist að því hvað það merkir að kasta bláum brókum upp í opið geðið á fólki. Í alvöru.

    Góði dátinn Svejk og Hasek, vinur hans

    maí 12, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    góðidátinnsvejk stor

    Gaflaraleikhúsið sýnir nú um þessar mundir nýtt leikrit eftir Karl Ágúst Úlfsson sem hann nefnir Góði dátinn Svejk og Hasek, vinur hans. Verkið fjallar um tékkneska rithöfundinn Jaroslav Hasek, sem skrifaði bækurnar um Svejk, og konu hans Shuru. Við sögu kemur fjöldi af persónum úr Góða dátanum auk þess sem Svejk sjálfur er aldrei langt undan.

    Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir sem leikstýrði nú síðast „Umhverfis jörðina á 80 dögum“ hjá Þjóðleikhúsinu. Karl Ágúst ,sem leikur Jaroslav Hasek,þarf vart að kynna en hann hefur um árabil verið ein aðalsprautan í Spaugstofunni auk þess að skrifa fjölda leikverka og leika í sjónvarpi og kvikmyndum.

    Auk Karls leika í sýningunnni Hannes Óli Ágústsson, sem leikur Svejk og Þórunn Lárusdóttir sem leikur Shuru auk fjölda annara persóna. Eyvindur Karlsson er höfundur tónlistar í verkinu auk þess að taka að sér nokkrar persónur í verkinu. Guðrún Öyahals sér um hönnun búninga og leikmyndar og Hermann Björnsson um lýsingu.

     

    Sími látins manns

    maí 11, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    símilátinsmanns stor

    Þegar Nína ákveður að svara í síma manns á kaffihúsi, sem hringt hefur án afláts, fer af stað atburðarás sem hefur ófyrirséðar afleiðingar. Sími látins manns er fyrsta verk leikskáldsins Söruh Ruhl sem sett er upp á Íslandi.

    Sími látins manns fjallar um einsemdina og þrána eftir nánd. Snjallsímar og sambærileg tæki, með ótakmörkuðu upplýsingaflæði og tengimöguleikum, geta virkað eins og gereyðingartól í mannlegum samskiptum og skapað þrúgandi tómarúm.

    „Það er eins og þegar allir eru með kveikt á símanum, sé enginn í sambandi. Eins og við séum öll að hverfa því meira sem við tengjumst. “

    Bandaríska leikskáldið Sarah Ruhl hefur unnið til fjölmargra verðlauna og meðal annars hlotið tvær tilnefningar til hinna virtu Pulitzer verðlauna. Verk hennar hafa verið sett upp víðsvegar í Bandaríkjunum og Evrópu og þýdd á fjölda tungumála.

    Leikstjóri: Charlotte Bøving
    Leikarar: María Dalberg, Kolbeinn Arnbjörnsson, Elva Ósk Ólafsdóttir og Halldóra Rut Baldursdóttir
    Þýðing: Ingólfur Eiríksson og Matthías Tryggvi Haraldsson
    Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir
    Leikmynd og búningar: Fanney Sizemore
    Lýsing: Arnar Ingvarsson
    Förðun: Steinunn Þórðardóttir
    Tæknimaður: Kristinn Ágústsson

    Næstu sýningatímar:

    23. maí, kl. 20:30
    24. maí, kl. 20:30
    3. júní, kl. 20:30
    4. júní, kl. 20:30

    Vera og vatnið

    maí 10, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    veraogvatnið stor

    Vera og vatnið er glæný sýning eftir hópinn Bíbí & Blaka um veruna Veru. Við fylgjumst með tilraunum hennar og upplifunum í veðri og vindum.

    Sýningin er sýnd í Tjarnarbíói og er ætluð börnum á aldrinum eins til fimm ára, og fjölskyldum þeirra. Sýningin er 25 mínútur að lengd. Við sýningartíma bætist leikstund þar sem börnin fá að skoða leikmyndina og hitta veruna Veru.

    Bíbí og blaka er fyrsti íslenski danshópurinn sem að einblínir sérstaklega á að vinna dansverk fyrir börn. Fyrri sýningar hópsins, Skýjaborg og Fetta Bretta, hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda. Sýningin Skýjaborg hlaut m.a. Menningarverðlaun DV og samtals 5 tilnefningar til sviðslistaverðlauna Grímunnar. Sýningarnar hafa nú verið sýndar hátt í 100 sinnum í leikhúsum og leikskólum hérlendis, sem og erlendis.

    Miðasala á Midi.is.

    Höfundar: Bíbí & blaka hópurinn
    Dans: Tinna Grétarsdóttir
    Flutningur: Snædís Lilja Ingadóttir
    Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir
    Sviðsmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir

    Næstu sýningartímar:

    25. maí, kl. 13:00
    22. maí, kl. 15:00

    Útför – góðgerðasýning

    maí 10, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    útför góðgerðarsýning stor

    Vegna fjölda áskorana og óvissu í samfélaginu verður blásið til sérstakrar góðgerðasýningar á gamanleiknum Útför – saga ambáttar og skattsvikara í Samkomuhúsinu á Akureyri. Vandræðaskáld sýndu sýninguna fyrst á Akureyri síðastliðið haust við afar góðar undirtektir og hefur sýningin síðan fengið mikið lof víða um land, en hún var síðast tekin til sýninga í Tjarnarbíói í Reykjavík. Allur ágóði af sýningunni rennur til Sjúkrahússins á Akureyri.

    Útför – saga ambáttar og skattsvikara er gamanleikur í revíuformi sem leitast við að svara því hvað gerir Íslendinga að Íslendingum, hvaðan þeir komu og hvert í ósköpunum þeir eru að fara? Í verkinu er miskunnarlaust gert grín að hegðun og hugðarefnum Íslendinga, en þar koma meðal annars við sögu landflótti til Noregs,offjölgun ferðamanna, byrjendalæsi og Framsóknarflokkurinn. Veigamikill þáttur verksins eru frumsamin lög, en sýningin inniheldur titla á borð við Forfeðraveldið, Þetta reddast allt og Miðað við höfðatölu.

    Sýningin er samin og flutt af Vandræðaskáldum, en þau eru Sesselía Ólafsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Vilhjálmur B. Bragason, leikskáld. Bæði eru þau tiltölulega nýkomin heim úr námi frá London, en Útför er þeirra fyrsta sýning saman eftir heimkomu. Sesselía lærði leiklist og leikstjórn í The Kogan Academy of Dramatic Art, en Vilhjálmur lauk MA námi í leikbókmenntum og leikritun við RADA, The Royal Academy of Dramatic Art.

    Umsagnir um sýninguna

    Textahöfundar sem eiga framtíðina fyrir sér“ – SJ, Fréttablaðið

    „Ég hef tekið eftir því, af því að ég hef nú lifað í hálfa öld, að það koma alltaf nýir snillingar fram á sjónarsviðið, fór að sjá tvo slíka hér á Akureyri á laugardagskvöldið, ungt fólk sem lét sig ekki muna um að skella upp heilli revíu, grínið þeirra var beitt og lögin grípandi, textarnir fyndnir og flutningurinn afbragð, takk fyrir það, Vandræðaskáld.“ – Erling Ingvason

    „Beittur svartur húmor, snilldarlega samansett og afar vel flutt. Takk fyrir mig þið eruð snillingar“ – Hrafnhildur E. Karlsdóttir

    Hamlet litli

    maí 10, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    hamletlittli stór

    Þriðja árið í röð býður Borgarleikhúsið og Reykjavíkurborg öllum nemendum 5. bekkjar í grunnskólum borgarinnar í leikhúsið að sjá verkið Hamlet litla eftir þau Berg Þór Ingólfsson, Kristjönu Stefánsdóttur og William Shakespeare.  Ríflega 1400 nemendur munu leggja leið sína um Borgarleikhúsið á næstu vikum og verður þeim öllum boðið í skoðunarferð um húsið, sem endar á því að sjá verðlaunasýninguna Hamlet litla þar sem leikararnir Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson og Kristjana Stefánsdóttir fara á kostum.  Hamlet litli verður ekki tekinn til almennra sýninga á leikárinu, en leikhúsgestum býðst þó tækifæri til að berja sýninguna augum á sviðslistahátíðinni Assitej á Barnamenningarhátíð, sumardaginn fyrsta kl. 14:00.

    Sýningarnar eru partur af fræðslustarfi Borgarleikhússins þar sem þúsundir barna fá boð á hverju ári í leikhúsið. Um miðjan maí verður öllum 5 ára börnum í leikskólum Reykjavíkur boðið að sjá sýningu á Stóra sviðinu og fyrr í vetur fengu allir nemendur í 10. bekk í grunnskólum borgarinnar boð á Kynfræðslu Pörupilta.  Fræðslustarf Borgarleikhússins er því á blússandi siglingu.

    Sagan: Þegar Hamlet litli missir föður sinn er hann harmi sleginn og fer að haga sér stórfurðulega. Ekki batnar það þegar mamma hans ætlar örfáum dögum eftir útförina að giftast bróður pabba hans – og bróðirinn hefur örugglega eitthvað óhreint í pokahorninu. Óbærilegt verður þó ástandið þegar bestu vinir hans eru fengnir til að njósna um hann. Þau halda öll að hann sé að fara á límingunum. En hver myndi ekki fá að minnsta kosti vægt taugaáfall við þessar aðstæður? Hamlet litli hlaut grímuverðlaunin 2014 sem barnasýning ársins.

    Aðstandendur Höfundur: Bergur Þór Ingólfsson & hópurinn | Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson | Leikmynd, búningar & leikbrúðugerð: Sigríður Sunna Reynisdóttir | Lýsing:Garðar Borgþórsson|Tónlist: Kristjana Stefánsdóttir | Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen |  Leikarar:Sigurður Þór Óskarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir & Kristjana Stefánsdóttir

    Síður:12»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!