júlí | 2015 | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Archive from júlí, 2015

    Act Alone

    júl 30, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    act alone stór

    Leiklistarhátíðin ACT ALONE er haldin árlega í sjávarþorpinu Suðureyri aðra helgina í ágúst. ACT ALONE er helguð einleikjum og er meðal fárra slíkra í heiminum sem helga sig þessu sérstaka leikhúsformi. Það er ekki eina sérkenni hátíðarinnar því frá upphafi hefur verið ókeypis á ACT ALONE og gefst því fólki frábært tækifæri á að komast frítt í leikhús og um leið að kynna sér þetta sérstaka leikhúsform.

    Upphafið að ACT ALONE hátíðinni er stutt og einleikin saga en ævintýrið hefur þó heldur betur verið skrautlegt. Það var í byrjun maí 2004 sem einleikarinn Elfar Logi fékk þá flugu í höfuðið að halda einleikjahátíð á Ísafirði. Hann hafði þá sjálfur leikið í nokkrum einleikjum hjá Kómedíuleikhúsinu. Nú einsog allir vita þá eru Vestfirðingar þekktir fyrir að vera furðufuglar og skjótir til verka. Nokkrum símtölum síðar og ýmiskonar reddingum og pælingum, nánar tiltekið mánuði síðar, var haldin einleikjahátíð á Ísafirði. Hátíðin var haldin í lok júní í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði. Á dagskránni voru þrír íslenskir einleikir og einnig var haldin fyrirlestur um einleiksformið. Hátíðin heppnaðist mjög vel og var þegar ákveðið að halda aðra hátíð að ári.

    Önnur ACT ALONE hafði mun viðameiri dagskrá en sú fyrsta en þar voru einir 10 einleikir og þar á meðal var gestaleikur frá Króatíu og að auki voru haldnir fyrirlestrar. Kvikmyndafyrirtækið digi-Film á Ísafirði gerði heimildarmynd um hátíðina. Myndin heitir Leikur einn í leikstjórn Jóhannesar Jónssonar og var myndin sýnd í Sjónvarpinu í október árið 2006.

    Þriðja ACT ALONE hátíðin var ekki síður einleikin og glæsileg. Boðið var uppá hvorki fleiri né færri en 13 einleiki, tíu íslenska og þrjá erlenda. Óhætt er að segja að sýningarnar hafi verið mjög ólíkar og fjölbreyttar og gáfu góða mynd af því hve margþætt einleikjaformið er. Erlendu gestir hátíðarinnar voru Ole Brekke, frá Danmörku, Zeljko Vukmirica, frá Króatíu, og Eric Bogosian, frá Bandaríkjunum. Segja má að hápúnktur hátíðarinnar hafi verið koma Bogosian en hann er einn fremsti einleikari síðustu aldar. Tvær nýjungar voru á ACT ALONE 2006. Fyrst ber að nefna leiklistarnámskeið sem Ole og Zeljko stýrðu. Einnig var haldin bókamarkaður þar sem í boði voru ýmiskonar verk er tengjast leiklist.

    Fjórða ACT ALONE hátíðin var mjög vegleg – reyndar var dagskráin svo viðamikil að ákveðið var að bæta einum degi við hátíðina. Enda voru sýningar alls 20 talsins auk þess voru haldin leiklistarnámskeið, málþing og fyrirlestur.

    Fimmta ACT ALONE hátíðin var haldin með miklum bravúr árið 2008 þar sem boðið var uppá fleiri sýningar en nokkru sinni áður eða 24 talsins.

    Sjötta ACT ALONE var haldin á Ísafirði og í Dýrafirði og voru sýningarnar aðeins færri en árið áður eða samtals átta.

    Sjöunda ACT ALONE var aftur haldin bæði á Ísafirði og í Dýrafirði og voru tíu sýningar það árið.

    Áttunda ACT ALONE var haldin á Hrafnseyri og á Ísafirði og voru sýningarnar níu talsins.

    Níunda ACT ALONE var haldin 2012 og það ár var ákveðið að halda hátíðina á Suðureyri um óákveðinn tíma þökk sé gestrisni heimamanna. Auk þess sem við eignuðumst öflugan bakhjarl sem er Fisherman á Suðureyri. Hátíðin var lengd um einn dag og var sýnt frá fimmtudegi til sunnudags. 18 atriði voru í boði það árið.

    Tíunda ACT ALONE var aftur haldin á Suðureyri og var metaðsókn á tíundu hátíðinni. Yfir 2300 sýningargestir komu að sjá 18 atriði og fóru allir sáttir heim.

    Ellefta ACT ALONE var haldin á Suðureyri og enn var metaðsókn á hátíðina. Um 2800 sýningargestir sóttu hátíðina en boðið var uppá 20 einleikna viðburði, leiklist, dans, ritlist, gjörninga, myndlist ofl.

    Stjórn ACT ALONE skipa Jón Viðar Jónsson, Rakel Garðarsdóttir, Rúnar Guðbrandsson, Elías Guðmundsson og Sigurður Pétursson. Listrænn stjórnandi er Elfar Logi Hannesson.

    Fisherman á Suðureyri er bakhjarl Act alone.

    RaTaTam rýfur þögnina

    júl 11, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    RaTaTam

    RaTaTam er nýr leikhópur sem samanstendur af leikurum, bæði nýútskrifuðum sem og reyndum sem höfum hafist handa í að vinna leiksýningu byggða á reynslusögum fólks sem eru aðstandendur, þolendur eða gerendur í heimilisofbeldi.

    Sameiginlegur áhugi fólksins í hópnum um baráttu gegn heimilisofbeldi dró hann saman og vill hópurinn leggja sinn metnað, tíma og kunnáttu í þetta mikilvæga og þarfa verkefni til að rjúfa þá þrúgandi þögn sem ríkir yfir heimilisofbeldi. Hópurinn rannsakar líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn, konum, körlum og börnum, innan veggja heimilisins. Frásagnir gerenda, þolenda og aðstandenda verða þar í brennidepli en í byrjun árs óskuðum við eftir fólki sem tilbúið væri að deila sögu sinni. Á stuttum tíma hefur fjöldinn allur af fólki haft samband við okkur, karlar og konur sem þolendur, gerendur og aðstandendur úr öllum stéttum, stöðum og af báðum kynjum.

    RaTaTam vilja nýta sér aðferð og tækni við leiksýningu sem áður hefur ekki mikið verið notuð á Íslandi. Aðferðin kallast verbatim og virkar þannig í stuttu máli að raunverulegt fólk og frásagnir eru notaðar beint og óritskoðaðar í leiksýningu. Leikarinn líkir eftir öllum smæstu einkennum fólksins sem segja sína sögu t.d rödd, hreyfingum, kækjum og andardrætti til að ná fram sem sönnustu mynd af manneskjunni og hennar reynsluheimi. Sögunum er síðan blandað saman við tækni og tól leikhússins og frekari efnivið sem leikhópurinn sankar að sér í heimildarvinnu um málefnið t.d úr fréttum, rannsóknum, fjölmiðlum og samfélagslegri umræðu. Það mætti því segja að sýningin sé samin bæði af leikhópnum, fólkinu sem deilir sér og sinni sögu og samfélaginu öllu.

    Á þessum stutta tíma sem þau hafa unnið að verkefninu hefur það vakið mikla athygli sem þau telja koma til vegna skorts á umræðu um málefni sem samfélagið hefur þörf á að ræða. Leikhópurinn vonar af öllu hjarta að þið séuð tilbuin að gefa verkefninu meðbyr svo það geti orðið að veruleika og raddir þessa fólks fái að heyrast – RaTaTam vill rjúfa þögnina með ykkar hjálp.

    Áætlaðar sýningar á verkinu verða á leikárinu 2015-2016 og óska þau eftir stuðningi þínum til að halda áfram verkefni okkar fyrir baráttunni gegn heimilisofbeldi.

    Söfnunina má finna hér á Karolina Fund:  https://www.karolinafund.com/project/view/968

     

     

    loading

    Takk fyrir að skrá þig!