Vestfirski Shakespeare dagurinn

Laugardagurinn 27. september komandi mun skarta vestfirskri list en þó með enskum uppruna. Listin enska er öll úr ranni mesta leikskálds allra tíma sjálfs William Shakespeare en vestfirska hliðin er í raun þreföld. Því alls hafa þrír Vestfirðingar snarað verkum skáldins yfir á okkar ilhýra. Af því tilefni verður því haldin í fyrsta sinni Vestfirski Shakespearedagurinn. Það eru Kómedíuleikhúsið og Hrafnseyri menningarsetur sem standa að hátíðardegi þessum sem verður einsog í upphafi var getið haldin laugardaginn 27. september. Um daginn verður boðið uppá fyrirlestra og málþing um skáldið og vestfirsku þýðarna á Hrafnseyri frá kl.13. – 17. Um kveldið verður svo boðið uppá leiklestur úr verkum skáldsins í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal Dýrafirði. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.
Dagskrá málþings:
Setning – Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, starðarhaldari á Hrafnseyri, og er hún jafnframt málþingsstjóri.
Hamlet var ekki til á Íslensku á Bíldudal svo ég varð bara að snara því, já til að geta lesið það. – Elfar Logi fjallar um alþýðufræði- og listamanninn Ingivald Nikulásson.
Hvers vegna Shakespeare – Jón Viðar Jónsson, leikhúsfræðingur, fjallar um skáldið.
Hlé þar sem boðið verður uppá hjónabandssælu og kaffi.
Tónlistaratriði Elin Sveinsdóttir og Sara Hrund Signýjardóttir flytja 3 lög er sótt eru í sagnaarf skáldsins William Shakespeare.
Óþelló Matthíasar – Ingibjörg Þórisdóttir.
Með kveðju, Shakespeare – Skúli Gautason.
Stutt kaffihlé
Shakespeare Pallborð – Margrét stýrir pallborði um skáldið William Shakespeare til spjalls og svara verða þau Jón Viðar Jónsson, Ingibjörg Þórisdóttir, Skúli Gautason og Elfar Logi Hannesson.
Málþingslok. Dagskráin heldur svo áfram í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal Dýrafirði um kveldið eða kl.20.00. Þar sem boðið verður uppá leiklestur úr verkum William Shakespeare í þýðingu Vestfirðinganna Ingivalds Nikulássonar og Matthíasar Jochumssonar. Flytjendur eru vestfirsku leikararnir Elfar Logi Hannesson og Elín Sveinsdóttir.




