þrír nýir stjórn­end­ur í Þjóðleikhúsinu | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  þrír nýir stjórn­end­ur í Þjóðleikhúsinu

  Eft­ir skipu­lags­breyt­ing­ar síðustu mánaða hafa þrír nýir stjórn­end­ur verið ráðnir til Þjóðleik­húss­ins.

  Í til­kynn­ingu kem­ur fram að störf þeirra koma í stað þriggja annarra starfa sem voru af­lögð sem hluti af áherslu- og skipu­lags­breyt­ing­um í leik­hús­inu. Stein­unn Þór­halls­dótt­ir er nýr fram­kvæmda­stjóri Þjóðleik­húss­ins, Jón Þor­geir Kristjáns­son tekur við sem for­stöðumaður sam­skipta og markaðsmá­la og Krist­ín Ólafs­dótt­ir tek­ur við nýju starfi þjón­ustu- og upp­lif­un­ar­stjóra. Þau munu koma til starfa á næstu mánuðum. 

  „Stein­unn hef­ur víðtæka reynslu af stjórn­un og rekstri í ís­lensku lista- og menn­ing­ar­lífi. Frá 2017 hef­ur hún verið fram­kvæmda­stjóri hjá RÚV þar sem hún starfaði hátt á ann­an ára­tug sem ferla- og skipu­lags­stjóri, verk­efna­stjóri um­bóta­verk­efna, dag­skrár­gerðarmaður og fram­leiðandi. Hún var markaðs- og kynn­ing­ar­stjóri Lista­hátíðar í Reykja­vík og Íslensku óper­unn­ar á ár­un­um 2010-2014.

  Stein­unn er með meist­ara­gráðu í menn­ing­ar­stjórn­un frá Há­skól­an­um á Bif­röst, B.A. gráðu í spænsku og bók­mennta­fræði frá Há­skóla Íslands og lagði stund á há­skóla­nám í mannauðsstjórn­un og leiðtoga­fræðum í Dan­mörku. Hún hef­ur kennt nám­skeið um stefnu­mót­un og hlut­verk menn­ing­ar­fyr­ir­tækja við Há­skól­ann á Bif­röst og unnið sem ráðgjafi um sta­f­ræna umbreyt­ingu og jafn­rétt­is­mál fyr­ir EBU, Europe­an Broa­dcasting Uni­on,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

  „Jón Þor­geir er með ára­langa reynslu af markaðsstörf­um, hönn­un og leik­hús­störf­um. Hann er með MBA próf frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og BA gráðu í graf­ískri hönn­un frá Lista­há­skóla Íslands. Jón Þor­geir er nú fram­kvæmda­stjóri ÍMARK – sam­taka markaðsfólks á Íslandi. Þar á und­an var hann markaðsstjóri Borg­ar­leik­húss­ins auk þess hef­ur hann tekið þátt í fjölda leik­hús­upp­setn­inga bæði hér­lend­is og er­lend­is bæði sem hönnuður og/ eða markaðssér­fræðing­ur. Einnig hef­ur hann hannað og fram­leitt aug­lýs­ing­ar fyr­ir mörg stærstu fyr­ir­tæki lands­ins.“

  „Krist­ín Ólafs­dótt­ir hef­ur gríðarlega reynslu sem þjón­ust­u­stjóri, veit­ingamaður og ráðsmaður á Bessa­stöðum.   Krist­ín er með meist­ara­gráðu í fram­reiðslu, blóma­skreyt­ir og hef­ur einnig lokið námi í viðburðar­stjórn­un frá Há­skól­an­um á Hól­um.  Krist­ín var yfirþjónn á Icelanda­ir-hót­el­inu á Flúðum og Hót­el KEA.  Krist­ín var ráðsmaður á Bessa­stöðum í 9 ár, frá 2002-2011 og stýrði fram­húsi og veit­inga­sölu Borg­ar­leik­húss­ins á ár­un­um 2013-2018.  Þá hef­ur hún ásamt eig­in­manni sín­um rekið veiðihús­in við Laxá í Kjós, og síðustu ár veiðihús­in við Selá og Hofsá í Vopnafirði. Þá hef­ur hún einnig séð um þjón­ustu í Eld­ar-lod­ge, sem er í sér­flokki sem hágæða gistiaðstaða fyr­ir er­lenda ferðamenn,“ seg­ir enn frem­ur í frétta­til­kynn­ingu. 

  112 um­sókn­ir bár­ust um störf­in þrjú, þar af 32 í stöðu fram­kvæmda­stjóra, 38 í starf for­stöðumanns sam­skipta og markaðsmá­la og 42 í stöðu þjón­ustu- og upp­lif­un­ar­stjóra.  loading

  Takk fyrir að skrá þig!