Þjóðleikhúsið frumsýnir Ást Fedru eftir Söruh Kane | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Þjóðleikhúsið frumsýnir Ást Fedru eftir Söruh Kane

  Ást Fedru eftir Söruh Kane verður frumsýnt í Kassanum föstudaginn 9. september.

  Þjóðleikhúsið frumsýnir Ást Fedru eftir Söruh Kane í Kassanum föstudaginn 9. september en það er jafnframt frumflutningur verksins á Íslandi. Í aðalhlutverkum eru Margrét Vilhjálmsdóttir,

   sem snýr aftur á svið Þjóðleikhússins eftir nær tíu ára fjarveru, og Sigurbjartur Sturla Atlason. Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir verkinu, og er það frumraun hennar í Þjóðleikhúsinu. Sarah Kane er eitt áhrifamesta breska samtímaleikskáldið. 

  Sarah Kane (1971-1999) er eitt áhugaverðasta leikskáld síðari tíma og verk hennar höfðu afgerandi áhrif á leikritun í heiminum og eru orðin sígild. Þau hafa í senn heillað fólk og gengið fram af því, eru hrá, hugvitssamleg, fyndin og full af sprengikrafti. Leikritið Ást Fedru er nú frumflutt á íslensku leiksviði. 

  Ást Fedru er byggt á goðsögninni um drottninguna Fedru sem verður ástfangin af stjúpsyni sínum Hippolítosi, með skelfilegum afleiðingum. Verkið talar beint inn í samtímann og veltir upp ágengum spurningum um ofbeldi, mörk, sannleika, þrá, fyrirlitningu og aðdráttarafl myrkursins. 

  Margrét Vilhjálmsdóttir gengur nú á ný til liðs við Þjóðleikhúsið, í hlutverki Fedru. Aðrir leikarar eru Sigurbjartur Sturla Atlason, Þuríður Blær Hinriksdóttir, Hallgrímur Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson.

  Leikstjóri er Kolfinna Nikulásdóttir en hún nálgast gróteskan efniviðinn á ferskan hátt og varpar óvæntu ljósi á fegurð mannskepnunnar í kraftmikilli uppfærslu. Kolfinna leikstýrði meðal annars óperunni KOK og er höfundur leikritsins The Last Kvöldmáltíð.  loading

  Takk fyrir að skrá þig!