Tæpum 94 milljónum úthlutað til atvinnuleikhópa til 20 verkefna | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Tæpum 94 milljónum úthlutað til atvinnuleikhópa til 20 verkefna

    Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu leiklistarráðs um styrki til atvinnuleikhópa fyrir árið 2020. Alls bárust 105 umsóknir frá 97 atvinnuleikhópum og sótt var um ríflega 625 milljónir króna. Hæsta styrkinn í ár fær leikhópurinn 10 fingur eða 10.815 milljónir. Árangurshlutfall umsækjenda er um 19 prósent.

    Að þessu sinni var ákveðið að veita 93.999 milljónum króna til 20 verkefna sem skiptast þannig: tíu leikverk, ein barnasýning, ein sirkussýning, fjögur dansverk, þar af eitt dansverk fyrir börn, og fjórar óperur, þar af ein barnaópera.

    Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá atvinnuleikhópa sem hlutu styrk.

    • Leikhópurinn 10 fingur fær rúmlega 10,8 milljónir króna fyrir barnasýninguna Stúlkan sem lét snjóa
    • Óperuleikfélagið Alþýðuóperan fær rúmlega 3,2 milljónir fyrir óperuna Corpo Sureal
    • Dáið er allt án drauma minna fær rúmlega 5,3 milljónir fyrir óperuna Drottinn blessi heimilið
    • Danfélagið Lúxus fær rúmlega 3,1 milljón fyrir dansverkið Derringur
    • félagssamtökin EP fá rúmlega 6,6 milljónir króna leikverkið Haukur og Lilja
    • Gaflaraleikhúsið fær rúmlega 4 milljónir fyrir verkið Ellismelli
    • Galdur Productions fá rúmlega 5,3 milljónir dansverkið The Practice performed
    • Herðar hné og haus fá rúmar 4,3 milljónir fyrir óperuna KOK
    • Hringleikur fær tæpar 2,5 milljónir fyrir sirkus verkið Allra veðra von
    • Framleiðslufyrirtækið Huldufugl fær rúmar 3,6 milljónir fyrir innsetningarverkið Kassar
    • Inga Huld Hákonardóttir fær rúmar 4,8 milljónir fyrir dansverkið Þrumur
    • Leikfélagið Kanarí fær rúmar 2,6 milljónir fyrir leikverkið Alt sem er glatað
    • Kómedíuleikhúsið fær tæpar 3,2 milljónir fyrir leikritið Bakkabræður
    • Leikfélagið Konserta fær rúmlega 4 milljónir fyrir leikverkið Sagan
    • Pétur Ármasson fær rúma 3,1 milljón fyrir dansverkið Duet
    • PólÍs fær rúma 4,1 milljón fyrir leikverkið Co za poroniony pomysl/Úff, hvað þetta er slæm hugmynd
    • Sómi þjóðar fær rúma 8,5 milljónir fyrir leikverkið Lokasýning eða örvænting
    • Sviðslistahópurinn Skrúður fær rúmar 2,3 milljónir fyrir barnaóperuna Fuglabjargið
    • Svipir ehf fær rúmar 6,8 milljónir fyrir leikverið Sunnefa
    • Tapúla rasa fær rúma 5,1 milljón fyrir leikverkið The last kvöldmáltíð.


    loading

    Takk fyrir að skrá þig!