Sýningum á Tímaþjófinum lýkur um helgina | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Sýningum á Tímaþjófinum lýkur um helgina

Tímaþjófurinn 1

Tímaþjófurinn hlaut frábærar viðtökur á síðasta leikári og fimm tilnefningar til Grímunnar. Nú hefur verið bætt við örfáum aukasýningum.

Í þessari óvenjulegu og heillandi sviðsetningu öðlast hin ástsæla skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur nýtt líf. Samspil texta, tónlistar og sviðshreyfinga skapar margslunginn heim ástar, höfnunar og þráhyggju.

Tímaþjófurinn er einstakt verk um leynilegt ástarævintýri, höfnun og missi, og þá sársaukafullu þráhyggju sem ást í meinum getur orðið. Verk skrifað af djúpum mannskilningi og meitluðum húmor.

Tímaþjófurinm hlaut fimm tilnefningar til Grímunnar, eða sem leikrit ársins, fyrir leikstjórn, dans- og sviðshreyfingar  búninga og hljóðmynd.

Með betri sýningum leikársins

DV, B.L.

 

… hnitmiðuð og eftirminnileg sýning … Una heldur fast utan um framvinduna, vinnur vel með gríðarsterkum leikhópi…

SJ, FBL.

 …skapa glæsilegt listaverk á sviðinu þar sem hvað styður við annað á áhrifamikinn hátt … Aðdáendur skáldsögunnar flykkjast nú í leikhúsið en óskandi er að þangað rati líka nýir njótendur og sökkvi sér í unaðinn og kvölina í ástarsorg Öldu Ívarsen

SA, TMM.IS

 loading