Opinn samlestur | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Opinn samlestur

    kristin stórÁ  morgun miðvikudaginn 27.maí kl 10:05 verður opinn samlestur á breska verkinu At eftir Mike Bartlett í forsal Borgarleikhússins. Leikhússtjórinn Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir verkinu og leikarar eru þau Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Valur Freyr Einarsson og Eysteinn Sigurðarson. At verður frumsýnt í haust og verður fyrsta frumsýning nýs leikárs. 

    Um verkið: Tvö störf. Þrír umsækjendur. Vinnufélagar bíða eftir mikilvægu starfsviðtali og fjandinn er laus. Fals og lygi svífa yfir vötnunum. Persónurnar leggja sig fram um að atast hver í annarri af grimmilegu miskunnarleysi. Staðan er fullkomlega ótrygg og áhorfendur komast ekki hjá því að sogast inn í keppnina. Samviskubitið gerir sig líklegt til að naga okkur á hol. Leikskáldið bendir á nístingskaldan sannleikann um okkur sjálf. Enginn vill vera í hlutverki þess sem tapar.

    Mike Bartlett (f.1980) er eitt helsta og afkastamesta leikskáld Breta um þessar mundir. Hann hefur sent frá sérfjöldamörg verk á undanförnum arum, Bull (At) var frumsýnt 2013 og endursýnt í Young Vic leikhúsinu í London 2015 þar sem það hlaut frábærar viðtökur og var sýnt fyrir fullu húsi í margar vikur. At hlaut Bresku leiklistarverðlaunin árið 2013 sem besta nýja leikritið.

    ÓKEYPIS AÐGANGUR og allir velkomnir.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!