Manndýr í Tjarnarbíó | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Manndýr í Tjarnarbíó

    Manndýr er nýtt barna- og þátttökuverk sem frumsýnt verður í Tjarnarbíó 13. mars

    Manndýr er nýtt barna- og þátttökuverk eftir Aude Busson sem frumsýnt verður 13. mars nk. í Tjarnarbíó. Verkið skoðar hlutverk manneskjunnar í heiminum með augum barna, en verkið og hljóðmynd þess er að miklu leyti byggt á viðtölum Aude við börn.

    – Þegar maður hugsar út í það, þá er maður bara til af því að maður er til…

    – Eða til, til að gefa dýrunum?

    – Til… til að fjölga ormunum?

    – Eða erum við til fyrir heiminn?

    – En aftur á móti, þá endist jörðin ekki að eilífu, þannig að ef maður hugsar úti það, þá getur maður ekki bara haldið áfram að fæðast, fæðast og fæðast…

    Af hverju er maðurinn til? Af hverju er barn til? Hvað gera þau og til hvers? Þessum spurningum velta börnin í Manndýr fyrir sér. Svör þeirra og vangaveltur eru einlæg, djúp, alvarleg og oft á tíðum sprenghlægileg.

    Manndýr er á mörkum þess að vera leikverk og innsetning. Í rýminu er manndýr, sem Aude leikur, í tilvistarkreppu að reyna að púsla sögu sinni saman á ný og skilja tilgang sinn í heiminum. Á milli leikrænna atriða eru börn jafnt sem fullorðnir hvattir til að taka þátt og leika saman. Gestum er boðið inn í heim þar sem hægt er að upplifa með eyrum, augum og höndum, sjálf eða í samvinnu. Við gefum okkur tíma til að spyrja spurninga sem fá svör eru við og dvelja í heimi þar sem börn segja alla söguna.

    Aude Busson er sviðslistarkona sem hefur áhuga á að skapa sýningar og viðburði sem byggja á þátttöku áhorfenda og þá sérstaklega með samvinnu barna og fullorðinna. Síðasta verk hennar “Ég elska Reykjavík” var fjölskyldugöngsýning og var tilnefnd til Grímuverðlauna.

    Sigríður Sunna Reynisdóttir er sviðshöfundur og hönnuður. Hún hefur unnið leikmyndir, búninga og leikbrúður fyrir fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, í Tjarnarbíó og víðar síðustu ár, auk þess að framleiða eigin sviðsverk. 

    Björn Kristjánsson eða Borko er tónlistarmaður og grunnskólakennari. Hann hefur unnið bæði í leikhúsi og í tónlistarheiminum í tæp 20 ár og leitt fjölda tónlistarverkefna með börnum.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!