Lísa og Lísa | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Lísa og Lísa

lisa

Þær Lísa og Lísa, leiknar af hinum ástsælu akureyrsku leikkonum Sunnu
Borg og Sögu Geirdal Jónsdóttur, eru komnar á sjötugsaldurinn og hafa
búið saman í þrjátíu ár – hálfvegis í felum. Fyrir atbeina ungs
leikskálds hafa þær nú tekið ákvörðun um að koma út úr skápnum og
segja sögu sína á leiksviði. Einlægt og meinfyndið leikrit. Nýtt írskt
verðlaunaverk.

Leikritið sló í gegn á Akureyri síðasta vetur og kemur nú loksins
suður. Gagnrýnendur voru á sama máli, Lísa og Lísa er frábær skemmtun.

Brot úr gagnrýnum
Næm og falleg sýning.
– Hlín Agnarsdóttir, DV

Jón Gunnar á heiðurinn af leikstjórninni og samstarf hans við
leikkonurnar og aðra listamenn uppsetningarinnar hefur skilað
áferðarfallegri leiksýningu sem býr yfir mikilli nánd, mannlegri hlýju
og skilningi á lífi samkynhneigðra para.
– Hlín Agnarsdóttir, DV

Mergjuð skemmtun!
– Páll Jóhannesson, Akureyri.net

Lísa og Lísa, góðar saman.
– Björn Þorláksson, Akureyri Vikublað

Lísa og Lísa eiga erindi til allra.
– Hulda Sif Hermannsdóttir, Vikudagur

Sýning sem allir bæjarbæar ættu að sjá.
– Eiríkur Björn Björnsson, Bæjarstjóri

Höfundurinn
Amy Conroy leikkona, leikstjóri og skáld er búsett í Dyflinni. Hún
hlaut verðlaun Dublin Fringe-hátíðarinnar 2010 fyrir leikritið um
Lísurnar tvær og var tilnefnd til írsku leiklistarverðlaunanna 2012,
bæði sem höfundur og leikkona.

Leikstjórinn
Jón Gunnar útskrifaðist með BA í leikstjórn frá Drama Centre London
árið 2006. Hann hefur leikstýrt í atvinnuleikhúsum á Íslandi, Englandi
og í Finnlandi. Hann hefur einnig unnið sem aðstoðarleikstjóri í The
Royal Shakespeare Company og hjá Vesturporti. Jón Gunnar hefur haldið
fjölda námskeiða, leikstýrt í menntaskólum og stjórnað Götuleikhúsinu
í Reykjavík.
 

 



loading