Leikfélag Sólheima sýnir Árar, Álfar og Tröll! | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Leikfélag Sólheima sýnir Árar, Álfar og Tröll!

Árar, Álfar og Tröll verður frumsýnt sumardaginn fyrsta hjá leikfélagi Sólheima.

Frumsýning á Árar, Álfar og Tröll verður í Sólheimaleikhúsinu á sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl og verða 5 sýningar talsins.

Verkið er ævintýri sem fjallar um baráttukonuna Sesselju sem á sér þann draum að opna barnaheimili þar sem allir geta lifað í sátt og samlyndi en þarf til þess fyrst að takast á við konungsríkið og alls kyns verur, svo sem tröll og álfa.

Verkið er skrifað af Hannesi Blandon og Guðmundi Lúðvík Þorvaldssyni en Lárus Sigurðsson gerði tónlistina. Guðmundur leikstýrir einnig verkinu. Leikfélag Sólheima var stofnað 1931 og á því 90 ára afmæli í ár. Leikfélagið frumsýnir alla jafna alltaf á sumardaginn fyrsta en engin sýning var árið 2020 vegna heimsfaraldursins, það er því sérstök eftirvænting í ár að sjá leikrit aftur á Sólheimum.

Sýningardagar:
Fimmtud. 22. apríl kl 14:00 – Frumsýning
Laugard. 24. apríl kl 14:00
Sunnud. 25. apríl kl 14:00
Laugard. 1. maí kl 14:00
Sunnud. 2. maí kl 14:00
Miðasala fer eingöngu fram í vefverslun Sólheima en nánari upplýsingar og fyrirspurnir eru í síma 847-5323.

ATH: Ef sýning fellur niður eða samkomutakmarkanir breytast eitthvað munum við bjóða upp á annan sýningartíma eða endurgreiðsluloading