Konubörn: Harðar en mjúkar, sætar en klárar | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Konubörn: Harðar en mjúkar, sætar en klárar

    konubörn
     
    „Við eigum að vera sætar og skemmtilegar fínar og flottar en samt vera feminískt rétthugsandi, duglegar, harðar af okkur, en samt viðkvæmar. Það er alltaf verið að segja okkur hvernig við eigum að vera,“ segir Eygló Hilmarsdóttir leikkona, handritshöfundur og hluti hóps að baki verkinu Konubörn.

    Leikritið fjallar um vandkvæðin sem fylgja því að vera hvorki barn né fullorðinn, hvorki stelpa né kona. Björk Jakobsdóttir leikstýrir verkinu sem verður frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu í dag. Það er eftir sex stelpur um tvítugt sem allar leika jafnframt allar í verkinu. Það eru þær Ásthildur Sigurðardóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Þórey Birgisdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir

    Sigurlaug Sara segir vinnsluferlið hafa gengið vel fyrir sig. „Við vorum bara að tala saman um sögur af einhverju sem við höfum lent í, og þá kom í ljós að við höfum lent í mörgu fyndnu að það dugði í heilt leikrit,“ segir hún.

    Handritið er byggt á sönnum atburðum. „Þetta eru mikið til hugleiðingar, ekki endilega sögur með upphaf, miðju og endi, heldur tökum við eitthvað viðfangsefni og búum til einhvers konar skets út frá því. Dæmi um það er spurningin hvenær verður maður fullorðin?,“ segir Eygló.

    Aðspurð hvort einhvern boðskap sé að finna í sýningunni segir hún: „Kannski bara, látið okkur í friði. Hættið að gera svona miklar kröfur, við erum bara eins og við erum og við erum frábærar þannig,“ segir hún.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!