Kafbátur | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Kafbátur

    Æsispennandi háskaför um hafdjúpin

    Nýtt íslenskt barnaleikrit, Kafbátur, verður frumsýnt í Kúlunni laugardaginnn 20. mars en leikritið var valið úr 150 verkum sem bárust þegar Þjóðleikhúsið auglýsti eftir barnaleikritum á síðasta ári. Höfundurinn, Gunnar Eiríksson, starfar sem leikari og leikstjóri í Noregi. Kafbátur gerist í óræðri framtíð, í heimi sem er sokkinn í sæ. Ýmsar bráðskemmtilegar persónur koma við sögu og verkið snertir bæði hjartað og hláturtaugarnar. 
    Argentína er fjörug tíu ára stelpa sem ferðast með pabba sínum um höfin í kafbát í ókominni framtíð eftir að öll lönd eru sokkin í sæ. Heimasmíðaði kafbáturinn er heil ævintýraveröld, fullur af skrýtnum uppfinningum, og pabbi segir Argentínu skemmtilegar sögur um lífið hér áður fyrr, t.d. um mömmu Argentínu sem þau feðginin eru að leita að. En þegar dularfullar persónur skjóta óvænt upp kollinum þarf Argentína að spyrja sig að því hvort pabbi segi alltaf satt og hvort fólk hafi virkilega alltaf þurft að búa í kafbátum.

    Kafbátur er fyrsta leikrit Gunnars Eiríkssonar, en hann er ungur leikari sem hefur búið og starfað í Noregi stærstan hluta ævinnar.

    Í verkinu er sögð djúp og falleg saga með miklum húmor um fjölskyldur í margbreytileika sínum, um réttinn til þess að vita sannleikann og um heiminn sem við búum í.

    Aldursviðmið: 5-12 ára

    150 handrit bárust

    Þjóðleikhúsið auglýsti í febrúar eftir nýjum leikritum fyrir börn, í því skyni að efla starfsemi leikhússins í þágu barna og hvetja til ritunar nýrra, íslenskra barnaleikrita. Leikritið Kafbátur var valið úr 150 verkum sem bárust, og fleiri handrit verða þróuð áfram.

    Birkifræ og ræktun

    Öll börn sem koma á sýninguna á Kafbáti fá birkifræ að gjöf. Þjóðleikhúsið á í samstarfi við birkiskogur.is í tengslum við sýninguna. 

    Á vefsíðunni birkiskogur.is getur þú lært sitthvað um birki og hvað þarf að gerast í lífi fræja svo þau spíri og verði að birkitrjám. Landvernd, Landgræðslan, Skógræktarfélag Kópavogs.
    Nánari upplýsingar á birkisogur.is

    “Við erum oft hrædd um að börn þoli ekki að heyra sannleikann. Þess vegna langaði mig að leyfa barninu í leikritinu að velja og taka stórar ákvarðanir, til að sýna fullorðna fólkinu að börn þola slíkt.”
    Gunnar Eiríksson


    loading

    Takk fyrir að skrá þig!