Hið stórfenglega ævintýri um missi | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

Hið stórfenglega ævintýri um missi

Hið stórfenglega ævintýri um missi verður frumsýnt 23. september í Tjarnarbíói

Að missa ástvin er einhver sú erfiðasta, fallegasta og flóknasta lífsreynsla sem við göngum í gegnum. Hún er óumflýjanlegur hluti þess að lifa og elska. Flest munum við upplifa missi. Nema auðvitað ef við verðum svo heppin (eða óheppin) að vera fyrst til að fara. Þið vitið, því við munum auðvitað öll deyja. Ekkert okkar flýr köldu fjötra tímans.

Hið stórfenglega ævintýri um missi er grátbrosleg, einlæg og drepfyndin sýning um það hvað það er sem við söknum þegar við missum ástvin. Við förum ósjálfrátt að líta til baka og gera upp fortíðina. Hverju viljum við muna eftir? Viljum við tala um hið sára og ljóta eða ætlum við bara að halda uppi fullkominni mynd af manneskjunni sem við misstum? Leikkonan Gríma og hennar besta vinkona, trúðurinn Jójó, eiga samtal um reynslu Grímu af missi og fara um víðan völl. Þær tala um fortíð, framtíð, foreldra, sorg og gleði. Um óttann við að allir komist að því að þau sem Gríma missti voru ekki fullkomin. Um það að gamlir menn eigi ekki að eignast börn. Um það ótrúlega augnablik þegar maður áttar sig á því að ekkert skiptir meira máli en fólk, tengsl og ást.

„Það verður auðvitað að kíkja svo á eitthvað krassandi og dramatískt til að gera góða sýningu. Eins og þegar mamma þín bað læknana um að klippa á eggjastokkana um leið og þú varst tekin með keisara af því hún vildi alls ekki eignast fleiri börn. Segir ákveðna sögu“ – Jójó

Aðstandendur sýningarinnar:

Leikstjórn: Rafael Bianciotto
Höfundur: Gríma Kristjánsdóttir og hópurinn
Leikkona: Gríma Kristjánsdóttir
Tónlist: Þórður Sigurðarson
Leikmynda- og búningahönnun: Eva Björg Harðardóttir
Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson
Aðstoðarleikstjórn: Halldóra Markúsdóttir
Ljósmyndun og grafísk hönnun: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir
Myndataka og klipping: Árni Beinteinn
Markaðsstjórn: Martin L. Sörensenloading