Heimsfrumsýning á Skógarlífi | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Heimsfrumsýning á Skógarlífi

  Leikflokkur Húnaþings vestra sýnir barnaleikritið Skógarlíf helgina 13.-15. desember nk.  Leikritið er sett upp í nýrri leikgerð leikstjórans Gretu Clough sem unnið hefur til alþjóðlegra verðlauna bæði sem leikskáld og sviðslistamaður.
  Er því um heimsfrumsýningu að ræða.  Leikgerðin er byggð á The Jungle book eftir Rudyard Kipling. Verkið segir þroskasögu Móglís sem elst upp meðal dýra í frumskóginum og lendir í ýmsum hættum og ævintýrum.

  Áhorfendur fá að kynnast fjölbreyttum og skemmtilegum sögupersónum, tónlist og hönnun undir indverskum áhrifum í framsetningu fjölbreytts og hæfileikaríks hóps fólks úr Húnaþing vestra. Leikflokkurinn hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir vandaðar og áhugaverðar sýningar og skemmst að minnast uppsetningar þeirra á Hárinu sem valin var Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2019.

  Sýningarnar verða 13.-15. desember nk. og fer miðasala fram á vef leikflokksins.  loading

  Takk fyrir að skrá þig!