Hassið hennar mömmu | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Hassið hennar mömmu

  Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo verður sýnt á Flateyri um páskana.

  Leikfélag Flateyrar setur á svið gamanleikinn Hassið hennar mömmu, eitt allra vinsælasta leikrit ítalska leikskáldsins Dario Fo. Hér er á ferðinni skopleikur af bestu gerð sem bætir hressir og kætir, tilvalinn til að kitla hláturtaugarnar yfir páskana. Sýningin er fyrsta uppfærsla Leikfélags Flateyrar síðan 2013 og er leikhópurinn er skipaður ungum og efnilegum íbúum á Flateyri. Leikstjóri er Elfar Logi Hannesson.

  Fo á Vestfjörðum

  Það var Leikfélag Reykjavíkur sem varð fyrst til að kynna meistara Dario Fo fyrir Íslendingum. Það var árið 1965 þegar félagið sýndi Þjófar, lík og falar konur. Svo mikil var kátínan með stykkið að það var sýnt í þrjú leikár. Sama leikfélag kynnti okkur einnig fyrir leiknum Hassið hennar mömmu. Sem var frumsýnt 4. apríl 1982 og sýnt við fádæma vinsældir í Austurbæjarbíói. 

  Dario Fo hefur einnig notið mikilla vinsælda leikfélaga á Vestfjörðum. Líklega var Leikfélagið Baldur á Bíldudal fyrst til setja verk eftir skopleikjaskáldið ítalska á senu hér vestra. Það var einmitt áður nefndur leikur Þjófar, lík og falar konur sem félagið sýndi 1969. Sama félag sýndi einnig annan Fo leik Við borgum ekki! Við borgum ekki! 1991 og Litli leikklúbburinn Ísafirði sýndi sama leik 2009. Áður hafði Litli sýnt Fo leikinn Sá sem stelur fæti, verður heppinn í ástum árið 1978. Nágranni þeirra Leikfélag Bolungarvíkur sýndi sama leik 1993 og árið 2013 sýndu þau hinn bráðfjöruga Fo leik Félegt fés. Aðrir nágrannar vestfirskir sýndu Fo stykkið Markolfa með stuttu millibili Leikfélag Patreksfjarðar árið 1994 og Leiklistardeild UMFT á Tálknafirði tveimur árum síðar. Enn fjórum árum síðar var sami leikur settur á senu hjá Leikfélagi Hólmavíkur. Samkvæmt lauslegum heimildum ritara þá hafa tveir aðrir Fo leikir verið sýndir hjá vestfirskum leikfélögum. Fyrst skal nefna Betri er þjófur í húsi en snurðra á þræði sem Leikfélagið Hallvarður Súgandi sýndi árið 2001. Að lokum er það Hassið hennar mömmu, sem Leikklúbbur Menntaskólans á Ísafirði setti á svið 1987 í leikstjórn Odds Björnssonar. Sýndu Menntskælingar meira að segja í leikhúsinu á Flateyri og því má segja að Hassið sé aftur komið heim.

  Elfar Logi Hannesson  loading

  Takk fyrir að skrá þig!