Haraldurinn | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Haraldurinn

    improv-mynd stórÍslenski hópurinn sem hefur æft long-form improv (langspuna) eða „Haraldinn„ síðan vorið 2014 undir stjórn Dóru Jóhannsdóttur mun stíga á svið í New York á Del-Close hátíðinni undir nafninu „The Entire Population of Iceland“. Sá hópur er spunaleikhópur innan leikfélagsins Improv Ísland. Í Improv Ísland hópnum eru m.a leikarar, leikstjórar, tónlistarmenn, verkfræðingur, sundlaugavörður og frístundakennari. Þetta eru samtals 18 manns sem munu sýna á Del Close spunahátíðinni hjá Upright Citizen´s Brigade leikhúsinu í New York. 

    Del-Close hátíðin er haldið til heiðurs Del Close heitnum sem er einn helsti frumkvöðull improv í Bandaríkjunum en hann kenndi m.a Tinu Fey, John Candy, Bob Odenkirk, Mike Myers og Bill Murray. Á hátíðinni eru spunasýningar sýndar í 7 leikhúsum út um alla Manhattan allan sólarhringinn í 72 klukkutíma. Þetta er í 17 sinn sem hún er haldin og í ár kemur íslenskur leikhópur þar fram í fyrsta skipti – „The Entire Population of Iceland“. Ragnar Hansson kvikmyndagerðamaður verður með í för þar sem hann hyggst gera heimildarmynd um ferð hópsins.

    Í long-form improv er gamanleikrit spunnið á staðnum út frá einu orði frá áhorfanda. Ýmis form og aðferðir eru til innan long-form og mun íslenski hópurinn sýna spunasýningu innan forms sem það setur saman sérstaklega fyrir hátíðina, sem kallast: The Improvised Saga. Eða: ,,Uppspunnin Íslendingasaga”.

    Í Bandaríkjunum er mikil og löng hefð fyrir grín-spuna og Upright Citizen´s Brigade (eða UCB) er eitt þekktasta spunaleikhús í Bandaríkjunum. Það rekur einnig skóla þar sem Dóra hefur verið að læra í síðastliðin ár. Á hátíðinni sýna margir af þekktustu gamanleikurum og handritshöfundum Bandaríkjanna. Í ár munu m.a stofnendur UCB: þ.m.t Amy Poehler (úr SNL og Parks and Recreation), Ellie Kemper (úr Unbreakable Kimmie Schmidt, Bridesmaids) og ótal fleiri koma fram.

    Improv Ísland er í samstarfi við Þjóðleikhúsið þar sem að leikhópurinn stefnir á að vera með vikulegar spuna-sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum í byrjun næsta árs. Hægt verður að fylgjast með leikhópnum á facebook-síðu hópsins: facebook.com/improviceland og á twitter @improviceland.

    Hópurinn verður með fjáröflunarsýningar í Þjóðleikhúskjallaranum föstudaginn 22.maí og miðvikudaginn 27.maí.

    Fyrir áhugasama um Haraldinn þá eru að hefjast ný námskeið núna í maí. Bæði ungmennanámskeið og fleiri. Frekari upplýsingar um þau eru inni á þessari facebook síðu: www.facebook.com/haraldurinn.

     



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!