Gríman 2025

Hin Íslensku sviðslistaverðlaun voru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu og var öll umgjörð hin glæsilegasta að vanda.
Heiðursverðlaun Sviðslistafélags Íslands 2025 fyrir framúrskarandi og ómetanlegt framlag til íslenskrar leiklistar fóru til Kjartans Ragnarssonar.

Flestar Grímuverðlaun í ár féllu á sýningarnar Ungfrú Ísland í sviðsetningu Borgarleikhússins og danssýninguna Hringir Orfeusar, ásamt öðru slúðri í sviðsetningu Íslenska dansflokksins. Báðar sýningar hlutu þrjú verðlaun hvor, þegar Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru afhent í 23. sinn við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Alls voru tíu sýningar verðlaunaðar. Næstflestar voru sýningarnar Köttur á heitu blikkþaki og Sýslumaður dauðans, sem báðar fengu tvö verðlaun hvor, einnig í sviðsetningu Borgarleikhússins.
Hringir Orfeusar og annað slúður var valin sýning ársins, og Erna Ómarsdóttir hlaut verðlaun sem danshöfundur ársins fyrir sama verk. Pálmi Jónsson var verðlaunaður fyrir lýsingu ársins.
Birna Péturdóttir vann verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki í Ungfrú Ísland, og Cameron Corbett hlaut verðlaun fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins. Þá fékk Filíppía I. Elísdóttir verðlaun fyrir bestu búninga ársins.
Leikskáld ársins er Birnir Jón Sigurðsson fyrir verk sitt Sýslumaður dauðans, sem Borgarleikhúsið setti upp. Leikstjóri ársins er Þorleifur Örn Arnársson fyrir Kött á heitu blikkþaki, sem einnig var sett upp af Borgarleikhúsinu.
Þessi hlutu Grímuna í ár.
- Hvatningarverðlaun valnefndar 2025 Afturámóti – sviðslistahús
- Sýning ársins Hringir Orfeusar og annað slúður
- Barnasýning ársins Blómin á þakinu
- Leikrit ársins Birnir Jón Sigurðsson – Sýslumaður dauðans
- Leikstjóri ársins Þorleifur Örn Arnarsson – Köttur á heitu blikkþaki
- Danshöfundur ársins Erna Ómarsdóttir – Hringir Orfeusar og annað slúður
- Leikmynd ársins Axel Hallkell Jóhannesson – Fjallabak
- Búningar ársins Filippía I. Elísdóttir – Ungfrú Ísland
- Tónlist og hljóðmynd ársins Friðrik Margrétar-Guðmundsson – Brím
- Lýsing ársins Pálmi Jónsson – Hringir Orfeusar og annað slúður
- Dans- og sviðshreyfingar ársins Cameron Corbett – Ungfrú Ísland
- Leikkona ársins í aðalhlutverki Birna Pétursdóttir – Ungfrú Ísland
- Leikkona ársins í aukahlutverki Katla Margrét Þorgeirsdóttir – Köttur á heitu blikkþaki
- Leikari ársins í aðalhlutverki Sigurður Sigurjónsson – Heim
- Leikari ársins í aukahlutverki Hákon Jóhannesson – Sýslumaður dauðans
- Söngvari ársins Bryndís Guðjónsdóttir – Brúðkaup Fígarós
- Dansari ársins Aëla Labbé, Erna Gunnarsdóttir og Orfee Schuijt – Flökt
- Heiðursverðlaun 2025 Kjartan Ragnarsson