Frívaktin á Sauðárkróki | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Frívaktin á Sauðárkróki

    Leikfélag Sauðárkróks heismsfrumsýnir nýtt verk sem heitir Frívaktin

    Leikfélag Sauðárkróks  fagnar á þessu ári 80. ára afmæli en 9 janúar á þessu ári eru 80 ár síðan félagið var endurstofnað.  Af því tilefni var heimsfrumsýnt nýtt verk sem heitir Á frívaktinni. Höfundur þess og leikstjóri er Pétur Guðjónsson.

    Sögusviðið er sjávarþorp, einhvers staðar á Íslandi á tímum síldaráranna þegar síldin var duttlungarfull og hafði mikil áhrif á lífsgæðin í sjávarþorpunum. Sagan gerist á þeim tímum þegar síldin er að hverfa frá Íslandsströndum. Daníel er tvítugur sendill hjá Kaupfélaginu en dreymir um að komast á sjó. Hann hefur reynt að komast að hjá Stjána bláa, skipstjóra á Aðalsteini Jónssyni en hefur ekki átt erindi sem erfiiði. En hann þráir ekkert heitar en að komast á sjó, verða ríkur og koma undir sig fótunum. Hann hefur engan tíma fyrir konur og ætlar sko ekkert að stofna fjölskyldu, enda er það fjölskyldumynstur sem hann þekkir ekki svo gæfulegt. Móðir hans er kölluð Gerða tvöfalda og pabbi hans, Siggi lamaði er búinn að gefast upp á lífinu. En örlögin grípa í taumana og Daníel fær tækifæri á sjónum en örlögin spinna þráðinn einnig þegar hann kynnist Guðrúnu, nýju stúlkunni í plássinu. Þau fella hugi saman en það eru ýmis öfl sem reyna að koma í veg fyrir það. Daníel kynnist því ýmsu mótlæti, þrátt fyrir að hafa komist á sjóinn. Sagan snertir því ýmsa strengi í gleði og sorg, er í senn falleg og fjörug, með þekktum sjómannalögum eins og Ship og hoj, Einsi kaldi, Þórður sjóari, Á sjó, Síldarstúlkan og Allt á floti, ásamt fleiri þekktum lögum.

    Alheimsfrumsýning sýningarinnar var föstudaginn 7 maí. Æfingargferlið og aðdragandinn að sýningunni hefur verið óvenju  langt þar sem var byrjað á verkinu í fyrra.  Miðapantanir eru í síma: 849-9434



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!