Freyvangsleikhúsið frumsýnir Smán | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Freyvangsleikhúsið frumsýnir Smán

    Smán verður frumsýnt 22. okt

    Vorið 2019 hélt Freyvangsleikhúsið handritasamkeppni og bárust nokkur handrit í samkepnnina, send til félagsins undir dulnefnum höfunda. Tekin var ákvörðun um að setja á svið verkið Smán og á daginn kom að verkið var eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Fyrirhugað var að setja upp verkið haustið 2020 en ástandið í samfèlaginu gerði það að verkum að ákvðið var að fresta uppsetningu til hausts 2021. Sindri Swan var fenginn til að leikstýra og æfingar hófust í haust.

    Sindri leikstjóri og höfundurinn, Sigríður Lára hafa síðan unnið saman að því að stílesera og útfæra verkið svo útkoman verði sem glæsilegust. Að verkinu kemur svo stór hópur af fólki til þess að gera þetta allt að raunveruleika því að sjálfsögðu þarf leikarahóp, hönnuði, smiði, tæknifólk og alla aðra sem gera frábæra sýningu.

    Smán er leikverk sem fjallar um 6 ólíka einstaklinga, sem við fáum að fylgjast með yfir langa helgi, þar sem líf þeirra flèttast saman á kaffihúsi/bar. Einnig eru nokkrar aukapersónur sem gæða staðinn lífi, hver á sinn hátt.
    Alheimsfrumsýning á Smán er 22.október, nánari upplýsingar eru að finna á freyvangur.is sem og á feisbúkksíðu Freyvangsleikhússins.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!