Frægasta ástarsaga allra tíma | Leikhus.is

  Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

  Nafn:

  Netfang:

  Fæðingarár:

  Símanúmer:

  Kyn:

  KarlKona

   
  Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

  Svar:

   
  Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

  Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

  Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

   


  Frægasta ástarsaga allra tíma

  Rómeó og Júlía er talin frægasta ástarsaga allra tíma

  Rómeó og Júlía er saga af sannri ást en um leið ástsýki og ungæðishætti. Í forgrunni verður mögnuð barátta ungrar konu gegn yfirþyrmandi feðraveldi. Fegurstu sögurnar geta sprottið upp úr hræðilegustu aðstæðunum.

  Leikritið Rómeó og Júlía er frægasta ástarsaga allra tíma. Hún birtist hér í nýrri þýðingu og með grípandi tónlist, í útfærslu sem hrífur áhorfandann með inn í heillandi og hættulegan heim.

  Þorleifur Örn leikstýrir stórum hópi leikara með Ebbu Katrínu og Sigurbjarti Sturlu í aðalhlutverkum

  Þorleifur Örn Arnarsson er einn fremsti leikstjóri Evrópu og einn listrænna stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne. Hann á að baki geysivinsælar sýningar á Íslandi á borð við Engla alheimsins og Njálu. Nú hefur hann gengið til liðs við nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins þar sem hann mun starfa á næstu árum.

  Öllum sýningum lýkur á umræðum með leikhópnum

  Uppfærslan á Rómeó og Júlíu talar til samtíma okkar með beinskeyttum hætti og áhorfendum býðst að taka þátt í umræðum með listafólkinu að lokinni sýningu.  loading