Faðirinn – Frumsýning í Kassanum í kvöld! | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Faðirinn – Frumsýning í Kassanum í kvöld!

    Faðirinn 1André er tekinn að eldast. Á árum áður starfaði hann sem verkfræðingur. Eða var hann kannski steppdansari? Bláókunnugt fólk birtist á heimili hans og segist vera dóttir hans og maður hennar. Hver dirfist að halda því fram að hann geti ekki séð um sig sjálfur? Er verið að spila með hann? Getur verið að hann sé farinn að tapa áttum? Er heilinn farinn að gefa sig? Eða er heimurinn sjálfur genginn af göflunum?

    Óvenjulegt og áhrifamikið verk um viðkvæmt málefni, fullt af sársauka og húmor.

    Sýningin er um tveir tímar og korter – EITT HLÉ

    Höfundur leikritsins, Florian Zeller (f. 1979), er ein skærasta stjarnan í frönsku leikhúslífi um þessar mundir, en frá árinu 2004 hefur hann sent frá sér fjölda verka sem hafa verið sett upp víða um heim. Faðirinn er frægasta leikrit Zellers en það hlaut Molière-verðlaunin og var tilnefnt til Olivier-verðlaunanna og Tony-verðlaunanna.

     

    Florian Zeller hefur sent frá sér ellefu leikrit. Fyrsta leikrit hans var L’Autre (2004) en í kjölfarið fylgdu Le Manège (2005), Si tu mourais (2006) sem var verðlaunað af Académie française í flokknum Jeune Théâtre og tilnefnt til Molière-verðlaunanna, Elle t’attend (2008) sem var tilnefnt til Molière-verðlaunanna, La Mère (2010) sem var tilnefnt til Molière-verðlaunanna, La Vérité (2011) sem var tilnefnt til Olivier-verðlaunanna, Une Heure de tranquillité (2013), Le Mensonge (2015), L’Envers du décor (2016) og Avant de s’envoler (2016). Gerð var samnefnd kvikmynd byggð á leikritinu Une Heure de tranquillité.

    Le Père eða Faðirinn (2012) hlaut hin virtu Molière- og Brigadier-leiklistarverðlaun þegar það var frumflutt í Frakklandi. Verkið naut einnig mikilla vinsælda á West End í London og Brodway í New York og var tilnefnt til Laurence Olivier-, Evening Standard-, Outer Critics Cirle-, Drama League- og Tony-verðlaunanna. Verkið hefur einnig verið tilnefnt til verðlauna í Ísrael, Þýskalandi og á Írlandi. Franska kvikmyndin Floride (2015) er byggð á leikritinu.

    Florian Zeller hefur jafnframt sent frá sér fimm skáldsögur. Fyrir skáldsögu sína La Fascination du Pire hlaut hann Interallié-verðlaunin árið 2004, en skáldsagan var einnig tilnefnd til Goncourt-verðlaunanna.

    Aðstandendur

    Leikarar    Eggert Þorleifsson, Edda Arnljótsdóttir, Harpa Arnardóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þröstur Leó Gunnarsson

    Leikstjórn Kristín Jóhannesdóttir

    Höfundur Florian Zeller

    Tónlist      Borgar Magnason

    Hljóðmynd Elvar Geir Sævarsson og Borgar Magnason

    Leikmynd  Stígur Steinþórsson

    Búningar  Þórunn María Jónsdóttir

    Lýsing      Halldór Örn Óskarsson

    Þýðing      Kristján Þórður Hrafnsson

     



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!