ASPAS | Leikhus.is

Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

Nafn:

Netfang:

Fæðingarár:

Símanúmer:

Kyn: KarlKona
 
Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

Svar:

 
Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015.

Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.
 

ASPAS

Aspas er leikhúsupplifun í stórmarkaði.

Aspas er í senn bráðfyndið og sársaukaþrungið verk frá árinu 2010 eftir rúmenska leikskáldið Gianina Cărbunariu, sem vakið hefur mikla athygli. Umfjöllunarefni verksins er mismunun og fordómar, mannleg samskipti og geymsluþol grænmetis í skugga verslunar og viðskipta á öld þjóðflutninga og tækifæra, offramboðs og ójöfnuðar.

Tveir karlmenn, eldri borgari, leikin af Eggerti Þorleifssyni og erlendur farandverkamaður, leikin af Snorra Engilbertssyni, rekast hvor á annan við grænmetisborðið í stórri lágvöruverðsverslun. Þeir gefa hvor öðrum auga. Þeir hugleiða líf sitt. Svo koma nýjustu tilboðin.

Guðrún Gísladóttir leikstýrir hér sínu fyrsta verki.

Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en bóka þarf miða. Sýningar eru á opnunartíma Krónunnar, en áhorfendur fylgjast með hljóðheimi verksins í gegnum heyrnartól sem þeir fá á staðnum, gegn framvísun aðgöngumiða.

Athugið að aðeins 20 – 25 gestir komast á hverja sýningu.

Sýningin, sem er fyrsta leikstjórnarverkefni leikkonunnar Guðrúnar S. Gísladóttur, verður sviðsett í Krónunni á Granda. Mörkin milli flytjenda og áhorfenda, leikhúsgesta og neytenda verða óljós og útkoman er leikhús þar sem allt getur gerst!

Ókeypis er á sýninguna en hver gestur þarf að fá heyrnatól svo það er mikilvægt að bóka sér pláss.loading