Aladin og töfralampinn
Leikfélagið Borg í Grímsnesi frumsýnir nýja leikgerð á sögunni um Aladdín og töfralampann lau. 12 nóvember. Leikritið er skrifað af Sindra Mjölni og leikstýrt af Hafþóri Agnari Unnarssyni. Sagan um Aladdín er ein sú þekktasta úr hinum heimsfræga sagnabálki sem flestir þekkja sem Þúsund og ein nótt og Antoine Galland þýddi úr arabísku og gaf út snemma 18. öld. Þúsund og ein nótt. Í þessu sérsaumaða leikriti um Aladdín og töfralampann, þurfa vinirnir Aladdín og Badrúlbadúr að bjarga ríkinu og bestu vinkonu prinsessunnar frá illum galdramanni. Þau fá óvænta hjálp frá andanum í töfralampanum, apa, kexrugluðum soldáni og fleiri óvæntum karakterum. Sýnt er í leikhúsinu á Borg í Grímsnesi og Grafningshreppi en það gengur jafnan undir nafninu Borgarleikhús hjá heimamönnum af augljósum ástæðum,. Að sögn leikfélaga er óhætt að lofa skemmtilegu ævintýri, góðri kvöldstund og jafnvel einni eða fleiri andateppum.
Sýningar verða sem hér segir:
12. nóvember kl 20:00
17. nóvember kl 20:00
18. nóvember kl 20:00
26. nóvember kl 16:00
2. desember kl 20:00
3. desember kl 16:00
4. desember kl 16:00