ELSKAN ER ÉG HEIMA? | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    ELSKAN ER ÉG HEIMA?

    Var lífið einfaldara hér áður fyrr?

    Væri lífið ekki auðveldara ef allt væri eins og í gamla daga? Það finnst Gunnu, sem hefur tekið þá ákvörðun ásamt Jonna eiginmanni sínum að lifa lífsstíl áranna 1950 – 1960. Hún eyðir deginum í að gera hreint á heimilinu svo allt sé í röð og reglu áður en húsbóndinn kemur heim þar sem ferskur kokteill, troðin pípa og hitaðir inniskór bíða hans í vel innréttaðri íbúðinni og hvað á maður að segja við mömmu sína sem barðist fyrir jafnrétti og er ekki par sátt við fyrirkomulagið?  Þau hjónin klæðast fiftís fötum og ísskápurinn er líka frá þeim tíma, sem væri kannski allt í lagi ef hann væri ekki alltaf að bila, því þótt flest hafi verið endingarbetra í gamla daga þá duga hlutir eins og bílar og ísskápar ekki að eilífu. Það getur verið dýrt að lifa á röngum áratug vegna alls viðhaldsins – og hvar á að kaupa föt sem passa lífsstílnum nema á internetinu? Hjónin verða því að svindla til að allt gangi upp.

    Laura Wade er breskt leikskáld sem hefur skrifað á annan tug leikverka og er Darling, I´m Home þeirra þekktast og fékk hún fyrir það hin virtu Olivier leiklistarverðlaun árið 2019. Hún hefur einnig skrifað nokkur útvarpsleikrit fyrir BBC og er einn handritshöfunda sjónvarpsþáttaseríunnar Rivals hjá Disney+. Þetta er í fyrsta sinn sem verk eftir hana ef sett upp í íslensku leikhúsi. Ilmur Kristjánsdóttir þreytir hér frumraun sína sem leikstjóri og Akureyringurinn Vilhjálmur B. Bragason staðfærir og þýðir verkið.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!